RM: Ritlist og myndlist - 01.12.1947, Blaðsíða 48
RM
HANNES SIGFÚSSON
andblærinn bar þær til og frá um
vatnið.
Hann liorfði líka á endurnar
og sá þær berast fram og aftur um
tjörnina. Fyrir ofan grasbrekkuna
gegnt honum var vegur og um
hann fór stöku sinnum gangandi
maður eða blístrandi strákur með
sundföt undir handleggnum. Ann-
ars var allt kyrrt.
Þegar hann lxafði setið þannig
um stund, kom lítill drenghnokki
niður að tjörninni, allt að sjö ára,
og settist á stein skammt frá lion-
um. Hann raulaði fyrir munni sér
einhverja lagleysu, studdi hönd
undir kinn og liorfði í tjörnina
og á endurnar, líkt og sá er fyrir
var.
Hvorugur sagði neitt. .
Tíminn leið.
Þá sneri maðurinn sér að
drengnum og kallaði yfir til hans:
— Hefurðu gaman að öndum?
Drengurinn virti manninn lengi
fyrir sér áður en hann svaraði.
Síðan sagði hann:
— Já.
Maðurinn sagði:
— Komdu hingað og talaðu við
mig.
Drengurinn stóð upp, gekk fáein
skref í átt til mannsins og hváði:
— Hvað segirðu?
— Komdu liingað og talaðu við
mig, sagði maðurinn. Við skulum
spjalla dálítið saman, fyrst við
höfunt báðir gaman af öndum.
Drengurinn settist liikandi.
— Hafa endurnar verið hér
lengi? sagði maðurinn.
— Tvö eða fimm ár, sagði
drengurinn.
— Býrðu hérna skammt í burtu?
— Nei, ég bý alla leið úti á
tanga.
— Og samt kemurðu alla leið
hingað til að sjá endumar. Kem-
urðu hingað oft?
— Já, já.
— Þykir þér svona gaman að
öndunum ?
— Ja-á.
— Að sjá þær -synda?
— Já, og éta brauðið sem mað-
ur gefur þeim. Þær éta líka gras.
— Verða þær mjög gamlar?
-— 0, svona sextíu eða sjötíu:
— Hvað ert þú gamall?
-Ég er sjö. Ég vildi óska að
ungarnir færu að koma. Þeir eru
svo litlir.
-—- Ungarnir eru eins og litlir
bandhnyklar, sagði maðurinn. —'
Er það ekki?
— Jú. Og þeir tísta voða lágt-
Þessi þarna var ungi í fyrra.
— Af hverju sérðu það? Hún
er alveg eins stór og hinar.
—- Ég þekki liana, sagði hann-
Hún heitir Nína. Henni þykja
ákaflega góðir ormar.
— Þekkirðu allar endurnar raeð
nafni?
— Já, allar. Nína, Petra, Sigga^
Hulda, Pési og Páll.
— Þú kannt fyrir þér, sagði
46