RM: Ritlist og myndlist - 01.12.1947, Blaðsíða 87
SJÓLIÐINN
RM
næturlíf. Það óviðfelldiia var jafnt
hinu þokkafulla. Hann vildi annað
hvort það afl sem veldur sorg eða
annars enga sorg. Wisconsin var
sorgmædd, án þess að liafa nokkuð
sorgarefni. f djúpuin hugar síns
saknaði Terri freistinga og iðrun-
ar, skarpra andstæðna, mismunar
góðs og ills — í einu orði Evrópu
■— og samtímis hataði hann þetta
af öllu hjarta, af því að það hafði
haft liann að fífli.
Niðri í húsagarðinum nálguðust
fleiri uxar og annar gamall hestur
til að drekka, eitt eftir öðru í
prósessíu. Þeir ungu notuðu krafta
sma til að bola þeim eldri frá.
Það glampaði á vatnið frá sólinni,
sem var að setjast. Kannski yrði
ekkert úr rigningunni.
„Jæja“, hélt bróðir hans áfram,
„ég býst við að þú leggir af stað
aftur, þegar þú hefur lieimsótt
okkur. Þetta er enginn staður fyrir
þig. Þú getur ekki einu sinni
drukkið það sem þú ert vanur —
og það fer betur. Þú mundir kom-
ast í vandræði út af kvenfólki“.
Terri bugsaði að þetta væri ekki
það, sem liann liefði í huga, liann
langaði ekki eftir fleiri kærustum
eða meiri drykkju. Engu að síður
fann liann til einhvers þorsta, sem
hann yrði að svala, eins og skepn-
urnar þarna fyrir neðan. Wiscon-
sin var ekki staður fyrir þann sem
regnið þar, þúsund Ijósra voga,
tjarnirnar, þung og frjó döggin,
nægði ekki lengur. Terra langaði
ekkert til að dveljast þarna í bæn-
um með bróður, sem vissi ekki nóg
um lífið til að skilja það, sem
hann var að tala um.
Sigfús DaSason íslenzkaði.