RM: Ritlist og myndlist - 01.12.1947, Blaðsíða 101
Erlendar bækur
Hér verður getið nokkurra bóka
erlendra, sem út hafa komið síðustu
mánuðina. Þótt innflutningur bóka
sé enginn í bili má gera ráð fyrir, að
ýmsir hafi gaman af að fylgjast með
helztu bókmenntaviðburðum erlend-
um, í þeirri von, að sú andlega for-
myrkvan, að banna öll bókakaup frá
öðrum löndum, standi ekki lengi.
BÆKUR Á SÆNSKU:
Bráddjupt eko, ljóð eftir Johannes
Edfelt. Bonniers. Verð 7,50 sænsk-
ar kr. Edfelt er í hópi beztu Ijóð-
skálda Svía. Þessi síðasta bók hans
hefur hlotið mjög einróma lof rit-
dómara.
Och leker med skuggorna i sanden,
eftir Gunnar Björling. Bonniers.
Verð 8,50 s. kr. Þetta er úrval úr
Ijóðum skáldsins frá árunum 1937—
1947, gefið út í tilefni af sextugs-
afmæli þess. Björling er skáld gott.
Spegeln med amorinerna, fimm
smásögur eftir Sigfrid Siwertz. Bon-
niers 1947. Verð 7,50 s. kr. Siwertz
er meistari í smásagnagerð, stílsnill-
ingur og kunnáttumaður.
Jag orimlige, skáldsaga eftir Fritz
Thorén. Bonniers 1947. Verð 14,50
s- kr. Þessi saga, sem er látin gerast
a 16. öld, þykir mjög vel rituð og
stórbrotin. Hefur hún fengið einna
bezta dóma allra nýrra skáldrita í
Sviþjóð á þessu ári.
Franqois Mauriac och andra essay-
er, eftir Sven Stolpe. Bonniers 1947.
Verð 11 s. kr. Ritgerðir þessar fjalla
allar um bókmenntir vorra tíma. Höf-
undurinn er mjög vel að sér í frönsk-
um og þýzkum bókmenntum.
Vinden vdnde bladen, skáldsaga
eftir Elin Wágner. Bonniers. Verð
14.50. Ný bók eftir eina fremstu
skáldkonu Svía.
Nattens lekar, smásögur eftir Stig
Dagerman. Norstedts; verð 9,50.
Dagerman er meðal efnilegustu rit-
höfunda Svía af yngri kynslóðinni.
Þetta smásagnasafn hans fær ágæta
dóma.
Stjdrnorna ser os inte, smásögur
eftir Arvid Brenner. Tiden. Verð
6,75. Brenner er í tölu hinna betri
höfunda.
För nöjes skull, ritgerðir eftir
Frans G. Bengtsson. Norstedts; verð
8.50. Ritgerðir þessar, sem Bengts-
son segist hafa ritað „sér til skemmt-
unar“, fjalla um bækur og menn.
Ritdómarar segja, að beztar séu
greinarnar: „Hertoginn af Welling-
ton“, „Enskar bókmenntir“ og
„Hvernig ég varð rithöfundur".
Sviter, ný Ijóð eftir Erik Linde-
gren. Bonniers; verð 6,50. Lindegren
er kunnasta ljóðskáld hins nýja skóla
í Svíþjóð. Þetta er fyrsta Ijóðasafn
hans síðan hin kunna bók, „Mannen
utan vág“, gerði hann víðkunnan.
95