RM: Ritlist og myndlist - 01.12.1947, Blaðsíða 88
RM
MAXIM GORKÍ
BERNSKA
FRAMH. AF BLS. 13
að sjálfur liimnafaðirinn grét við
þá sýn! Og liefur það ekki komið
að gagni? Ég var foreldralaus
vesalingur, sonur aumustu betli-
kerlingar — og þó lief ég náð
mínu markmiði — er orðinn öld-
urmaður í gildi mínu og hef
marga menn í minni þjónustu.
Hann lagðist, lioldgrannur og
vel limaður, við lilið mér og fór
að segja mér frá bernsku sinni með
kjarnmiklum orðum, sem hann
kunni vel að haga.
Grœn augu hans loguðu í kyn-
legri, sterkri glóð, rauðgullið liárið
liðaðist í úfnum lokkum um liöf-
uð hans. Hin hvella rödd hans
varð eilítið dýpri; ég fann heit-
an andardrátt hans leggja um and-
lit mitt.
— Þú komst liingað á gufuskipi
— en í mínu ungdæmi, sjáðu,
þekktu menn ekki gufuvélina. Ég
varð að draga barkinn á sjálfum
mér móti straumi upp eftir Volgu.
Barkurinn var á fljótinu — ég á
fljótsbakkanum og gekk berum
fótum á egghvössu grjóti og þyrni-
runnum — frá sólarupprás til
miðrar nætur. Sólin svíður á þér
hnakkann, höfuðið sjóðheitt eins
og járnpottur, en þú gengur áfram
með bakið bogið og það hriktir
í skrokknum á þér — þú gengur
og gengur, þú sérð ekki veginn,
sem þú treður, þig svíður í augun
af ennissvitanum, sál þín hefur í
heitingum, tárin renna niður and-
lit þitt ... æ, Aljoska — hjarta
þitt mundi hætta að slá, ef þú
skildir þetta! Þú gengur og geng-
ur, án afláts, þangað til þú dettur
úr dráttarólinni og liggur með
trantinn á jörðunni — og því ertu
kannski fegnastur; kraftarnir eru
þorrnir, þú ert kúgdrepinn, svo
getur þú hvílt þig, já meira að
segja geturðu hlásið út vir þér sál-
inni og lagst til hinnstu hvíldar!
Já, á þessa lund þjáðumst við og
stríddum fyrir liimnaföðurnum,
fyrir augliti okkar miskunnsama
frelsara!
— Þrisvar sinnum stikaði ég
Móður Volgu fet fyrir fet — frá
Simbirsk til Rybinsk, frá Saratov
og Iiingað til Nisjni og frá Astra-
kan til Makarjev, liinnar miklu
markaðsborgar, ó, já, drengur
minn, það voru þúsundir mílna.
Og fjórða árið var ég þegar orð-
inn eftirlitsmaður og þorði að segja
skipsherranum til syndanna! ...
Þegar afi sagði frá, óx hann í
augum mínum eins og skýbólstur,
sem skyndilega lvrannar loftið,
þessi litli, skorpni öldungur varð
ævintýrakappi — liinn furðulegi
maður, sem dregur einn hið helj-
arstóra gráa barkskip móti ár-
strauminum! .. .
Stundum hljóp hann frarn á
gólfið og sýndi nvér, hvernig drátt-
arkarlarnir spenntu á sig ólarnar,
eða hvernig þeir dældu vatninu
82