RM: Ritlist og myndlist - 01.12.1947, Blaðsíða 29

RM: Ritlist og myndlist - 01.12.1947, Blaðsíða 29
BRÚÐARDRAUGURINN RM nær dauða en lífi af ofboði út af því að hún hafði séð drauginn, en meyjunni var batnað, því að henni var liugfró að sýninni. Frændkonan var sem vitstola, og vildi þegar flytja allt á brott úr herberginu og búa annarsstaðar í höllinni, en ungfrúin stóð fastara á því en fótunum, að hún sjálf skyldi vera þar kyrr~eftir. Fór svo, að frændkonan liafði sig á burtu úr meyjarlierberginu, og svaf annarsstaðar, en meyjan var kyrr eftir; lagði liún ríkt á við frændkonu sína að segja ekki frá þessum lilut, svo allt yrði ekki í uppnámi. Liðu nú þannig nokkr- lr dagar, og var allt kyrrt. Frændkonurnar voru vanar því, að vitja meyjarinnar á degi hverj- um við og við. En einhvern dag, er þær komu í herbergið, var ung- frúin horfin. Herbergið var tómt, enginn liafði legið í rúminu um nottina, glugginn var opinn. Var frændkonan nú laus við þagnar- heitið, er hún hafði gefið meyj- unni; hún óð grenjandi um alla höllina og hélt við æði; kvað liún meyjuna komna í trölla liendur eða drauga. Var þessu trúað, með því að tveir skutilsveinar kváðust hafa heyrt hófaglym um nóttina, eins og hart hefði verið riðið á 8teingólfunum hallargarðsins; kom Öllum saman um að þetta mundi hafa verið draugurinn, og liefði hann numið meyjuna á brottu. Var barúninn aumlega staddur, og kom engu orði upp fyrir harmi; en eigi hélt liann kyrru fyrir: lét hann alla hervæðast sem vettlingi gátu valdið, voru þar teknar fram ryðgaðar brynjur og skörðóttir brandar, oddbrotin spjót og höggnir skildir, og bjóst nú hver sem betur gat til að leita meyjar- innar. Var þetta hin fyrsta her- ferð er harúninn hafði fyrir hönd- um átt á ævi sinni, enda var eigi smátt fyrir stafni, þar sem herja átti á óvættir annars heims og beita líkamlegum vopnum móti andlegu ofurefli illra fjanda. Her- klæddist barúninn nú skjótlega og varð sem ungur í annað sinn, hann fór í þrefalda hringabrynju, er honum var hæfileg; hjálm setti liann á höfuð sér og spennti svo fast, að þrútnuðu kinnarnar; þá spennti hann gullna riddaraspora á hina fimu fætur, og glömruðu stálgaddarnir, er hann sté niður; sverð tók hann í liönd sér, það var ákaflega mikið og ryðfrakki að sjá; hann sló sverðinu niður við stein og varð það þegar bjart sem silfur. Þá hljóp barúninn á bak herfáki sínum, sá hestur var kom- inn af Rispa þeim er Heimir átti og bróðir var Skemmings, er átti Víðgi Velentsson. Var barúninn ætíð vanur að lesa liátt ættbálk hestsins upp af rollu mikilli í hvert sinn er liann var kominn í söðulinn, til þess að láta vita að hann riði ekki neinu flókatrippi 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

RM: Ritlist og myndlist

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: RM: Ritlist og myndlist
https://timarit.is/publication/1205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.