RM: Ritlist og myndlist - 01.12.1947, Blaðsíða 44
RM
FRANZ KAFKA
(1883—1921,), tékkneskur rithöfundur
af gyðingaættum, fæddur í Prag.
Meðan Kafka lifði, komu út eftir
hann tvær eða þrjár litlar bækur,
sem ekki vöktu verulega athygli
nema í fámennum hópi vandlátra og
þroskaðra listamanna og listvina.
Þegar Kafka andaðist, sárfátækur og
óþekktur að mestu, fól hann vini sín-
um, rithöfundinum Max Brod, að
brenna öllum þeim handritum, sem
eftir sig kynnu að finnast. Brod kom
ekki til hugar að fylgja þessu fram,
en annaðist myndarlega 6 binda út-
gáfu á verkum Kafka. Meðal þess,
sem áður var óprentað, voru þrjár
skáldsögur, „Amerika", „Der Pro-
zess" og „Das Schloss", allar l upp-
kasti og jafnvel eigi fullsamdar.
Nú um sinn má svo heita, að skáld-
frægð Kafka hafi farið sívaxandi.
Fjöldi ungra höfunda viða um lönd
telja hann í röð höfuðskálda og list-
rænna brautryðjenda. Um hann hafa
við bakið. „Jú, þú hlýtur að
heyra“, hrópa ég. „Það er ég, gam-
all viðskiptavinur, trúr og trygg-
ur, aðeins félítill í svipinn“.
„Kona“, segir kolasalinn, „það
er einhver. Það hlýtur að vera,
mér getur ekki hafa misheyrzt
svona hraparlega, þetta lilýtur að
vera gamall, ævagamall viðskipta-
vinur, sem fær svona á mig“.
„Hvað er að þér, maður?“ segir
kona hans, leggur snöggvast niður
vinnuna og þrýstir prjóninu að
barminum. „Það er enginn, gatan
er auð, og allir okkar viðskiptavin-
ir eru birgir, við gætum lokað búð-
FRANZ KAFKA
verið skrifaðar margar ritgerðir og
eigi allfáar bækur. Rit hans eru nú
þýdd á fjölda tungumála.
Það mun almennt talið, að Kafka
sé höfuðskáld þýzka expressionism-
ans. Hann var óvenjulega gáfaður og
mikill listamaður, sameinaði á meist-
aralegan hátt beizka, markvissa
ádeilu, draumlyndi, hugmyndaflug
og harmsára dulúð. Er þvi líkast,
sem helgustur leiki um rit hans. Ótt-
inn og öryggisleysið hafa merkt þau
öfl. Maður skynjar hiiarvetna lögmál
forgengileikans og eyðingarinnar.
Ógnir heimsstyrjaldarinnar. höfðu
djúptæk áhrif á næma skáldsál
Kafka.
Sú var ætlunin, að RM flytti a. m.
k. tvö sýnishom úr ritum Franz
Kafka, og skyldi annað vera kafli úr
skáldsögunni Der Prozess. Af því gat
ekki orðið að þessu sinni. Smásaga
sú eða ævintýri, sem hér birtist, gef-
ur engan veginn Ijósa hugmynd um
skáldskap Kafka, þótt vel sé ritað.
G. G.
inni nokkra daga og hvílzt“.
„En ég sit liér á fötunni“, hrópa
ég, og liarðúðug, frosin tár slæva
augu mín. „Fyrir alla muni lítið
þið liingað, bara einu sinni, þá
blasi ég við ykkur, ég sárbæni ykk-
ur, aðeins eina skóflu, og ef þið
gefið mér eina, verð ég svo glaður,
að ég ræð mér ekki. Allir hinir
viðskiptavinirnir eru birgir. ó,
fengi ég aðeins að heyra kolin
glamra í fötunni“.
er að koma“, segir kolasal-
inn, trítlar lágfættur af stað upp
stigann, en konan er þegar gengin
á hlið við liann, tekur í handlegg-
42