RM: Ritlist og myndlist - 01.12.1947, Blaðsíða 63
list frumþjóða
lifðu ásamt guðum sínum í list-
inni, heyrðu þá tala gegnum tréð
eða steininn, sáu þá líkamnast í
sterklega mótuðum myndum, þar
seni sérhvert form var liluti af
ævintýri og geislaði frá sér lífs-
krafti. 1 okkar gamla heimi sjáum
við enn grímuna við hátíðahöld.
Börnin skemmta sér, þau eru ekki
°rðin hofmóðug. En listaverkið —
grínian, — sem tákn frumkrafts,
er ekki lengur til. Gríman er horf-
!n úr Evrópu. En samt skeður það,
að ásjóna liennar birtist í list sam-
tíðarinnar, þó óbeint sé og falið
1 formi málverksins.
Skopmyndin er einkennilegt
fyrirhrigði, hálft í hvoru manns-
ntynd, hálft í hvoru gríma, um-
skipting, sem virðist eiga rætur
sinar að rekja til úrkynjunar í
hienningu okkar.
Ef við reynum að skyggnast inn
1 þann trúarlega hugsunarhátt, sem
liggur til grundvallar list frum-
stæðra þjóða, dýrkun þeirra á önd-
uni forfeðranna, stokkum og stein-
uni, blasir við okkur algerlega
framandi heimur. Það virðist aft-
ur á móti sem ýmsar hliðar nú-
tunalistar séu ekki svo óskyldar
þeim hugsunarhætti, sem kemur
fram hjá hinum gömlu, kínversku
vitringum og dulspekingum. Sam-
kvæmt Zen-spekinni heldur Búdd-
ha á blómi, og sýnir lærisveinum
sínum, en reynir ekki að útskýra
slíkt undur. Listin er þvílíkt blóm.
í*að er hægt að skynja það, lifa
RM
sig inn í það, en ekki hægt að
útskýra inntak þess.
Tveir munkar háðu óendanleg-
ar kappræður um það, hvort fán-
inn blakti í vindinn eða vindurinn
léti fánann blakta. Lærisveinn Zen-
spekinnar gekk á svig við spurn-
inguna og sagði: „Það eru ein-
ungis hugsanir ykkar, sem blakta
í vindinum“.
I lýsingu á listaverki getur efn-
isleg skilgreining sannað það eitt,
að hún kemst hvergi nærri hinu
eiginlega inntaki verksins.
Aftur á móti getur skáldleg hug-
mynd eða tengsl, sem grípa hug
okkar á lofti, opinberað okkur
langtum betur innilialdið. Að einu
leyti er listin ekki svo margbreyti-
leg spm margir álíta, þ. e. í hinu
innsta eðli sínu, sköpunarferli sín-
um. Hún verður alltaf til vegna
innri þarfar.
„Listaverk hefur gildi, þegar
það er sprottið af nauðsyn. Þetta
eitt fellir dóm um það, og eng-
inn annar er til“, segir skáldið
Rainer Maria Rilke. „1 fvlling
tímans fer maður út og sáir. Allt
er undir því komið, að láta sér-
liver áhrif, sérhvern vísi að til-
finningu fullkomnast í sjálfum
sér, í hinu óljósa, liinu ófyrirsjá-
anlega, liinu ómeðvitandi, því sem
er ofar okkar eigin skilningi, og
bíða í auðmýkt og með þolinmæði
nýs skilnings. Það eitt er að lifa
í anda listarinnar, bæði þegar um
57