RM: Ritlist og myndlist - 01.12.1947, Blaðsíða 46
mg og
raunaleg hornamúsik
Ejtir Hannes Sigfússon
Hann kom með áætlunarbílnum
kvöldið áður og settist að í gisti-
húsinu. Hann hafði litla hand-
tösku meðferðÍ8. 1 töskunni voru
einir lakkskór, svartir silkisokkar,
hvít skyrta með stífuðu brjósti,
svartur kjóll — allt nýtt af nál-
inni, hraðsaumað fyrir sunnan.
Stúlkan kom með gestabókina
og bað gestinn að skrifa nafn sitt,
stöðu, síðasta dvalarstað og vænt-
anlegan burtfarartíma, í bókina.
Hann skrifaði allt þetta skýrt
og greinilega, nema liið síðasta —
því svaraði liann engu. I stað þess
sagði liann:
— Margir gestir á hótelinu um
þessar mundir?
Stúlkan brosti vingjarnlega. Hún
lokaði bókinni og tók hana undir
handlegg sér, þunga og stóra.
— Nei, sagði liún. Ekki enn.
Ekki fyrr en komið er undir júní-
lok. Þá fyllist allt.
— Mikið af ferðafólki hér á
sumrin? sagði gesturinn. Enda
fallegt liér.
— Já, sagði stúlkan. Allt vit-
laust.
Gesturinn opnaði klæðaskápinn,
fann þar herðatré og fór að liengja
á það klæði sín, upp úr hand-
töskunni.
Stúlkan dokaði frammi við
dyrnar, með bókina undir hand-
leggnum, því henni fannst gest-
urinn ætla að segja eitthvað ineir.
Hún varð uppveðruð þegar liún
sá svartan kjólinn, hvíta skyrtuna,
og skóna, gljáandi af lakki. Hún
liugsaði hratt: Hver er maðurinn?
Og mundi eftir nafni hans í gesta-
bókinni, en mundi ekki, að liún
hefði heyrt það fyrr. Skrifstofu-
maSur.
— Já, sagði maðurinn. Þokka-
legur bær. Allir ánægðir hér. Sól-
skin og staðviðri. Allt eins og það
á að vera.
— Já, já, sagði stúlkan.
44