Frón - 01.04.1943, Page 5

Frón - 01.04.1943, Page 5
Endurreisn Alþingis Eftir Jakob Benediktsson. (Erindi flutt á almennum fundi íslendinga, sem Félag íslenzkra stúdenta i Kaupmannahöfn boðaði til 11. marz 1943). I yrir þrem dögum, þann 8. þessa mánaSar, voru 100 ár liSin -L frá því aS Kristján konungur áttundi gaf út tilskipun sína um endurreisn Alþingis. l3essi viSburSur, sem í senn batt enda á fyrsta skeiS íslenzkra viSreisnartilrauna og varS upphaf ís- lenzkrar sjálfstæSisbaráttu, markar þau tímamót í sögu vorri aS seint mun fyrnast. Ekki sízt hér, meSal Hafnarstúdenta og ann- arra íslendinga sem í þessum bæ dveljast, er ástæSa til aS minnast þessara tíSinda og aSdraganda þeirra, því aS Hafnar- stúdentar voru þeir sem drýgstan þáttinn áttu í því aS hrinda þeirri hreyfingu af staS sem varS forleikur frelsisbaráttunnar er hófst meS endurreisn Alþingis. Hversvegna voru þaS nú einmitt Hafnarstúdentar, fátækir og umkomulitlir unglingar á tvítugsaldri, sem skipuSu sér í fylking- arbrjóst í alvarlegustu málum þjóSarinnar? Til þess aS svara þessari spurningu og til þess aS fá einhverja hugmynd um þá undirstöSu sem þessir menn reistu baráttu sína á, verSur aS gera ofurlitla grein fyrir högum lands og þjóSar á fyrstu áratugum 19. aldar. Lítum fyrst á stjórnarfariS. A5 nafni til var landinu stjórnaS af einvöldum konungi, en eins og gefur aS skilja skipti hann sér í raun réttri harla lítiS af íslandsmálum, heldur var þeim ráSiS til lykta í stjórnarráSunum í Kaupmannahöfn, einkum kansellíinu og rentukammerinu. Engin sérstök stjórnardeild fór meS íslenzk málefni, og embættismenn stjórnarráSanna þekktu flestir lítiS eSa ekkert til á íslandi og höfSu harla lítinn áhuga á því sem þar mætti verSa til umbóta. Bjarni Þorsteinsson amtmaSur hefur lýst hugarfari embættismanna í stjórnarráSunum meS þessum orSum: »Landi5 er skoSaS eins og sveitarómagi og landsbúar yfirleitt eins og misindisfólk; þetta síSara var nokkurnveginn berum orSum sagt um einstaka embættismenn, enda æSri em- bættismenn, og jafnframt, aS fyrir þá sök bæri eins konar nauSsyn til aS veita dönskum mönnum embætti í landinuw 5’

x

Frón

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.