Frón - 01.04.1943, Page 7

Frón - 01.04.1943, Page 7
Endurreisn Alþingis 69 um ráSiS því hvers tillögur voru mest metnar. Á svipaSan hátt fór oftast um tillögur íslenzkra embættismanna sem sendar voru stjórninni. Ef t. d. einhver amtmaSur sendi slíkar tillögur, voru þær ef til vill næsta ár sendar hinum amtmönnunum til um- sagnar, og svo kannske áriS þar á eftir höfundi sjálfum aftur meS athugasemdum embættisbræSra hans og annarra. í öllum verzlunarmálum leitaSi stjórnin oftast álits danskra kaupmanna, og var þá segin saga aS hún dró taum jDeirra, enda áttu kaup- menn ólíku liægara meS aS beita áhrifum sinum viS þá sem höfSu tögl og hagldir i þeim málum en íslenzkir embættismenn. AfleiSingin af þessu fyrirkomulagi var ótrúlegur seinagangur á öllum afgreiSslum, tillögur og álitsgerSir hrúguSust upp í stjórnarráSunum, og þeir sem aS síSustu áttu aS leggja úrskurS á málin höfSu sjaldnast nægilega þekkingu á öllum aSstæSum til þess aS geta ráSiS þeim skynsamlega til lykta. Enda urSu málalokin oftast þau, aS annaShvort köfnuSu málin í pappírs- haugunum, eSa sú leiSin var farin sem næst lá skyldri löggjöf i Danmörku, hvort sem hún hentaSi íslenzkum staSháttum eSa ekki. Opinberar umræSur um íslenzk velferSarmál voru engar til, hvorki á fundum né á prenti. Almenningur átti þar enga hlut- deild. Engar nefndir, ekki einu sinni hreppsnefndir, voru til, sem rætt gætu eSa rannsakaS nokkurt mál, smátt eSa stórt. BlöS voru engin til á íslenzku, aSeins tvö tímarit komu út á árunum fyrir og eftir 1820, Klausturpósturinn og SagnablöSin. Klausturpósturinn, sem Magnús Stephensen gaf út og samdi aS mestu sjálfur, flutti aS vísu greinar til fræSslu í ýmsum hagnýtum efnum, en allt var þaS í 18. aldar stíl, enda var sízt nýjunga aS vænta úr þeirri átt. SagnablöSin, sem Bókmennta- félagiS gaf út í Kaupmannahöfn, fluttu aSallega fréttir utan úr heimi. Hvorugt þessara rita hreyfSi viS stjórnmálum, enda hefSi slíkt getaS veriS hættulegt fyrir þá menn sem aS þeim stóSu, Því aS prentfrelsi var þá mjög takmarkaS um allt sem aS stjórn- málum laut. í fám orSum sagt: allt þaS sem varSaSi opinber mál var rígbundiS viS skrifstofur embættismanna, og þeir einir þóttu og þóttust hafa vit á og heimild til aS láta nokkrar skoSanir í ljós í slikum efnum. Og þó aS einhverjir embættismenn kæmu fram meS skynsamlegar hugmyndir til umbóta, þá áttu þeir mjög erfitt meS aS koma þeim á framfæri, bæSi vegna þess aS

x

Frón

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.