Frón - 01.04.1943, Page 9

Frón - 01.04.1943, Page 9
Endurreisn Alþingis 71 að hann hefSi veriS frumkvöSull þeirrar breytingar, þó aS sannleikurinn væri aS þar voru fleiri aS verki. þessi gremja beindist frekar gegn einstökum embættismönnum en gegn stjórnskipulaginu í heild sinni, og sízt gegn konungsvaldinu, sem var hafiS yfir alla gagnrýni í flestra augum. Mest bitnaSi þó almenn óánægja alþýSu á kaupmönnum eins og löngum áSur. l3aS er ekki hægt meS nokkurri sanngirni aS búast viS því aS nýstárlegar hugmyndir í stjórnarfarsmálum spryttu upp hjá alþýSu manna viS slík skilyrSi. Enginn leiSbeindi henni í þeim efnum, hvorki í ræSu né riti, og þær hreyfingar í frjálslyndisátt, sem gerSust annarsstaSar í veröldinni, voru íslenzkri alþýSu annaShvort meS öllu ókunnar eSa þeim var lýst fyrir henni sem fúlmannlegum skrílsárásum á góSa og vitra þjóShöfSingja. En þó aS þannig væri ástatt um embættismenn og alþýSu heima fyrir á íslandi, þá var þessu ekki á sama veg fariS um þá íslendinga sem voru viS nám í Kaupmannahöfn í kringum 1830 og síSar. Til þess lágu ýms rök, sem verSa ekki rakin hér til neinnar hlítar, en þó skal reynt aS benda á nokkur atriSi. Fyrst og fremst var tíSarandinn óSum aS breytast. ViS lok Napóleonsstyrjaldanna hafSi afturhald í stjórnmálum unniS mikinn sigur um alla Evrópu, en þegar þjóSirnar fóru aS ná sér eftir hörmungar ófriSarins, leiS ekki á löngu áSur en aftur fór aS brydda á þeim kenningum um lýSræSi og aukin réttindi borgara sem skömmu áSur höfSu veriS undirrót frönsku stjórnarbyltingarinnar. Þessum frjálslyndu kenningum óx jafnt og þétt fylgi í flestum löndum, unz upp úr logaSi í Frakklandi í júlíbyltingunni 1830. Eftir þaS varS flestum einvaldsstjórnum ofurefli aS halda frjálsræSishreyfingunum meS öllu í skefjum, svo aS víSast var eitthvaS slakaS til, og svo varS og í Danmörku. En þaS er engin nýlunda aS stúdentar hafi veriS í hópi hinna framgjörnustu og frjálslyndustu, enda varS sú raunin í þetta sinn um íslenzka Hafnarstúdenta. Peir stóSu einnig betur aS vígi í andlegum efnum en oft áSur til þess aS geta orSiS forvígismenn þjóSlegrar vakningar. Islenzk bókmenntastarfsemi hafSi færzt mjög í aukana í Kaupmannahöfn viS stofnun Bók- menntafélagsins og FornfræSafélagsins, og ýmsir hinir atkvæSa- mestu íslenzkir stúdentar unnu aS útgáfum þeim sem þessi félög stóSu aS. Á þann hátt komust þeir í nánari kynni viS fornbókmenntir þjóSar sinnar og sögu hennar, en þau kynni

x

Frón

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.