Frón - 01.04.1943, Page 15

Frón - 01.04.1943, Page 15
Endurreisn Alþingis 77 koma skyldi saman í Reykjavík annað hvort ár. Nefndin skyldi ræða þau mál sem stjórnin legði fyrir hana, og bænarskrár sem nefndarmenn sjálfir bæru fram. Embættismannanefndin kom saman tvisvar, árin 1839 og 1841. Á fundinum 1839 átti nefndin að gera tillögur um kosningalög fyrir Island til ráðgjafarþingsins í Hróarskeldu. Petta gerði nefndin eins og fyrir hana var lagt, en benti hins vegar á nauðsvn þess að fá ráðgjafarþing í landinu sjálfu, og sýndi fram á að gagnslítið væri fyrir ísland að taka þátt í þinginu í Hróarskeldu með því fyrirkomulagi sem verið hafði. Kansellíið vildi ])ó engu breyta og lagði til við konung að allt skyldi standa sem áður var, nema ef íslendingar fengju sjálfir að kjósa fulltrúa sína í Hróarskeldu. En meðan þetta gerðist höfðu orðið konungaskipti i Dan- mörku. Friðrik konungur VI dó 3/12 1839 og Kristján VIII tók við völdum. Hinn síðarnefndi hafði verið landstjóri í Noregi 1814 og um skamma liríð tekinn þar til konungs, og þá sam- þykkti hann stjórnarskrá Norðmanna, sem i þá daga var við brugðið sakir frjálslyndis. Ekki sízt fyrir þessar sakir gerðu menn sér vonir um að hinn nýi konungur myndi bregðast vel við frelsisóskum íslendinga. Viku eftir konungaskiptin skutu íslendingar í Kaupmannahöfn á fundi og sömdu ávarp til konungs þar sem þeir beiddust m. a. aukins verzlunarfrelsis og þess að Islendingar mættu ráðgast um málefni þjóðarinnar og stjórn þeirra í landinu sjálfu. Finnur Magnússon var einn af helztu forgöngumönnum þessa tiltækis, en meðal þeirra sem undir ávarpið rituðu var Jón Sigurðsson. Konungur tók ávarpinu vel og hafði góð orð um óskir íslendinga. Síðar á vetrinum komu Islendingar grein um þetta mál í helzta málgagn frjálslyndra manna í Kaupmannahöfn, Fædrelandet, þar sem þeir rökstuddu óskir sínar og gerðu nánari grein fyrir tildrögum þeirra. Þessi einarðlega framkoma Hafnar-íslendinga hefur efalaust gert sitt til þess að konungur snerist svo við Alþingismálinu sem raun varð á. 20. maí 1840 gaf konungur út úrskurð sinn á tillög- um kansellísins, og var aðalinntak hans, að embættismanna- nefndinni var falið að ráðgast um á fundi sínum 1841, hvort ekki myndi vera vel til fallið að setja ráðgjafarþing á íslandi, og gera tillögur um tilhögun þess, fulltrúafjölda og kosningalög. I5að var þó tekið fram að þetta þing skyldi hafa hið sama verksvið og önnur ráðgjafarþing Danaveldis. En að lokum var nefndinni falið að athuga, hvort »ekki sé réttast að nefna

x

Frón

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.