Frón - 01.04.1943, Síða 38
100
Sveinn Bergsveinsson
aldrei á hæli fyrir málerfiSleikunum, heldur aS f i n n a h u g s u n
sinni sem skýrust og aðhæfust form í sam-
r æ m i v i ð menningartímabil s i 11.
Hér getum við haft hið lifandi talmál sem leiðarstein, án
þess að taka upp í ritmálið allar augnabliksslettur erlendra
málforma. Ritmálið hefur að sjálfsögðu fleiri stílbrigði en tal-
málið, og það hlýtur alltaf að vera háð meiri tregðu í þróun sinni,
því að enginn getur staðið fyrirmyndinni framar. En það sem
hér mestu um ræður er, að það er r i t m á 1 i 5, sem alltaf
hefur drukkiö lífssafa sinn og endurnýjunarkraft úr talmálinu,
en að hinu leytinu ber ekki að gleyma því að okkar klassiska
ritmál hefir orkað eins og kjölfesta á talmálið, þegar því hefir
vcrið sem mest hætta búin að kollsigla sig í stormi erlendra
máláhrifa. En í hvert skipti sem ritmálið hefur fjarlægzt talmálið,
hefur ]>að visnað upp i meira og minna dauö málform. Og ég bið
ykkur að minnast ])ess, að það mál, sem fornsögur okkar voru
ritaSar á, var lifandi t a 1 m á 1. PaS gefur þeim ekki hvaS sizt
gildi. Höfundar fornsagna vorra höfSu enga ritmálshefS að
styöjast við. Fornbókmenntirnar eru andlegur brautruðningur í
fleiri en einum skilningi. Pær bókmenntir, sem skrifaðar voru
fyrir þann tíma — og þaö um alla hina kristnu Evrópu — voru
allar á mærSarfullu klerkamáli, sem fullt var af stirðnuSum og
dauSum málformum.
Andlegt líf getur því aðeins blómgazt, aS eðlileg þróun mál-
lífsins sé ekki trufluS né málinu haldiö í óeSlilegum skorSum.
GleymiS þvi aldrei, aS máliö ber ekki aS skoöa sem forngrip,
sem loka skal inni í glerhúsi á þjóSminjasafni til sýnis fyrir
forvitna útlendinga, heldur er máliS í þjónustu hugsunarinnar
og mállífiS þáttur lifandi menningar.