Frón - 01.04.1943, Qupperneq 50

Frón - 01.04.1943, Qupperneq 50
112 Hermann Einarsson. lifa dýr, til dæmis margar tegundir ljósátu, sem geta síað þessa næringu gegnum hærða fætur og notfært sér hana til viðurhalds. Pessi dýr eru svo öðrum stærri dýrum næringarefni. Litir grunnsævisdýra og yfirborðsdýra eru mjög margbreyti- legir og fara eins og kunnugt er mjög eftir umhverfi jjeirra. Flestir munu kannast við litbrigði flatfiska eftir botnlitnum, þaralit þyrsklingsins, blágrænt bak og silfurglitrandi kvið síldar- innar, sem gera fiskana eins og að ófrágreinilegum hluta um- hverfisins. 1 samanhurði við þá eru litir djúpsævisdýranna fá- breyttir, næstum eingöngu dökkbrúnir, svartir eða rauðir. Rauðu geislarnir í ljósinu hverfa fyrst á leiðinni niður í djúpið, eins og sagt var frá, og hin rauðu dýr virðast því svört í sinu rétta umhverfi. Dýrin eru því líka í þessu efni mótuð af umhverfinu, niðamyrkri, sem aðeins endrum og eins er rofið af snöggu leiftri frá ljóshnúðum djúphafsbúa. Island ætti að verða eitt af höfuðbólum sjávarrannsókna. I’að er eins og náttúran hafi gert stórkostlega tilraun með legu íslands í Norður-Atlantshafi, með djúpálum á alla vegu, þar sem hcitir og kaldir straumar mætast. Lífsskilyrði dýranna eru á þessum slóðum mjög ólík á mismunandi stöðum og breytileg frá ári til árs. Samanburður á dýrum ýmissa svæða og lifnaðarháttum þeirra hefur þessvegna gefið mjög merkan árang- ur, sem hefur haft alþjóðlegt vísindalegt gildi og aukið frama þeirra þjóða er að rannsóknunum hafa staðið. En allar rannsóknir vorar á dýralífi íslandshafa eru þó ennþá á byrjunarstigi, og haffræðinga bíða hér ótal verkefni. En oss íslendingum má vera það metnaðarmál að höfuðsetur slíkra rannsókna sé á íslandi, og mér er kunnugt um það, að það eru sameiginlegar vonir þeirra, sem að íslenzkum sjávar- rannsóknum vinna, að landið verði frumkvöðull að stofnun rann- sóknarstöðvar, sem erlendir sérfræðingar gætu gist um lengri eða skemmri tíma. Vísindalegt gildi slíkrar stofnunar er slikt, að vænta má alþjóðlegrar, og þó sérstaklega norrænnar aðstoðar við byggingu hennar og rekstur. Myndum vér líka með því sýna vilja vorn til menningarlegrar samvinnu, sem vel yrði metinn meðal nágranna vorra. Vcstmannaeyjar væru tilvalinn staður slíkrar stofnunar. Pað-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frón

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.