Frón - 01.04.1943, Side 57
Orðabelgur
119
Þrjár bækur um ísland.
ViS íslendingar kvörtum ósjaldan yfir fákunnáttu nágranna-
þjóSanna um land okkar. Mun oft ástæSa til slíkra umkvartana,
en stundum virSast mér þær þó um of, og ekki er mér grunlaust
um aS þekking okkar á nágrannalöndunum sé minni en viS
ætlum. HvaS sem því líSur, þá er þaS víst, aS ef þekking ná-
grannaþjóSanna á Islandi ykist í hlutfalli viS tölu þeirra bóka
er út koma um landiS, þyrftum viS ekki aS kvarta. Varla liSur
svo ár aS ekki birtist ein eSa fleiri Islandsbækur almenns efnis
á NorSurlöndum, Pýzkalandi eSa Bretlandi. Aftur á móti er
ekki til á íslenzku nein nothæf yfirlitsbók um nokkurt ná-
grannalandanna, og ekki bætir úr skák aS landafræSibækur þær
sem notaSar eru í æSri skólum heima eru um margt úreltar.
Hér skal í stuttu máli vikiS aS þremur þeirra bóka um ísland
sem birzt hafa síSustu árin.
1 stríSsbyrjun kom út í Leipzig bók sem heitir Islandfahrt,
eftir Erich Dautert. Hún segir frá ferSalagi þriggja PjóSverja,
konu og tveggja karla, sem fóru til Islands til aS kvikmynda
náttúru þess og atvinnuhætti. Hvergi er þess getiS í bókinni
hvenær þetta gerSist, en af veSurfarinu — eilífri súld og rigningu
— má ráSa aS þaS hafi veriS sumariS 1937. Til íslands komu
ÞjóSverjar þessir snemma vors, stóSu fyrst nokkrar vikur viS i
Vestmannaeyjum og ferSuSust síSan víSa um NorSur-, SuSvestur-
og SuSurland unz hausta tók.
Ekki er bók Dauterts sérstaklega merkileg ritsmíS, en hún
er þó um margt í tölu hinna betri þýzku ferSalýsinga frá íslandi
sem ég hefi lesiS. Þótt þeir félagar væru í marga daga aS bisa
viS aS kvikmynda miSnætursól norSur viS SkagafjörS, er bókin
aS mestu laus viS þá edduóra og miSnætursólarrómantík sem
gengur fjöllum hærra í mörgum þýzkum íslandsbókum. Þekking
höfundar á fornbókmenntum okkar ristir ekki dýpra en svo,
aS þrátt fyrir nær viku dvöl í Reykholti hefir hann ekki hug-
mynd um hver Snorri Sturluson var. En svei mér ef ég á ekki
hægra meS aS fyrirgefa útlendingi, sem skrifar ferSasögu frá
Islandi nú á tímum, einstöku gat í fornum fræSum en þann
ósóma aS geta ekki lýst minnsta dalverpi án þess aS romsa upp
löngum köflum úr Islendingasögum. Islandi annó 1937 lýsir
höfundur af samúS og skilningi, án alls ofhóls, og sú heildar-