Frón - 01.04.1943, Side 58

Frón - 01.04.1943, Side 58
120 Orðabelgur mynd sem bókin bregður upp af landi og þjóS er furSu rétt. MeS köflum er bókin langorS og þreytandi, en aSrir kaflar, t. d. um bjargfuglaveiSar í Eyjum, eru bæSi fróSlegir og skemmtilegir. Hér og þar bregSur fyrir fyndni, og er þaS ekki hversdagsmatur í þýzkum bókum um Island. Nokkrar myndir eru í bókinni, en lítiS er á þeim aS græSa. SumariS 1939 kom út i Hamborg bók er heitir: Island, 104 Aufnahmen. Myndirnar hefir tekiS kunnur þýzkur ljósmyndari, Alfred Ehrhardt. Prófessor F. Dannmeyer hefir ritaS stuttan formála aS bókinni; er hann yfirfullur af fjálgu orSskrúSi og nauSa ómerkilegur. En myndabókin sjálf er án efa sú merki- legasta af því tagi sem út hefir komiS um ísland. Hún sýnir hvergi nærri alhliSa mynd af landinu; myndirnar eru nær allar frá móbergssvæSinu, og engar eru þar myndir af mannanna verkum, heldur allar af verkum elds og ísa, vatns og vinda. En sumar þeirra eru alveg framúrskarandi, t. d. hrauna- og móbergs- myndirnar á bls. 40—52, myndirnar frá Hveravöllum á bls. 54 —57 og af stuSlabergi á bls. 65—67. PaS hefSi þó aukiS fræSilegt gildi sumra þessara mynda, ef komiS hefSi veriS fyrir í þeim einhverju, kviku eSa dauSu, sem orSiS gæti mælikvarSi; hefSi mátt gera þetta þannig aS ckki yrSi til lýta. Af landslagsmyndum eru cinna beztar myndirnar undan Eyjafjöllum (bls. 82—83), en albezt þykir mér þó myndin á bls. 29, tekin viS Hvítárvatn aS kvöldlagi. Par hcfir ljósmyndaranum tekizt þaS sem ég hefSi haldiS ómögulegt, aS festa á mynd sjálfa öræfakyrrSina. Fleiri afbragSsmyndir mætti telja, en hér skal staSar numiS. Pví fer þó fjarri aS allar myndir bókarinnar séu meistaraverk, og sumum hefSi aS skaSlausu mátt sleppa. Ég efast ekki um, aS hefSi einhver íslenzkur myndasmiSur gefiS út þessa bók heima, hefSu risiS þar upp einhverjir pótin- tátar og hellt sér út yfir hana og taliS landráSaverk. Myndirnar eru margar teknar þokudrungaSa daga og eru allflestar af gróSurvana svæSum, myndasmiSnum hefir aldrei hugkvæmzt aS skríSa á bak viS birkirunna og láta þá líta út eins og risatré í framsýn, og hann hcfir ekki tekiS neina mynd af verkum sem tala. AS bannfæra slíka bók væri alveg i samræmi viS hugsunar- hátt þeirra sem núa mesta rithöfundi okkar því um nasir, aS hann ófrægi fósturland sitt, af því aS Sumarhús Bjarts bónda bera engan keim af KorpúlfsstöSum, og Pétur Þríhross er líkari

x

Frón

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.