Frón - 01.04.1943, Síða 59
Orðabelgur
121
öSrum stjórnmálamanni en Jóni SigurÖssyni. — En öðrum mun
þykja 'bókin góS.
Tom Barth er norömaður og prófessor í bergtegundaíræði við
háskólann í Osló. Hann hefir dvalið töluvert heima við rann-
sóknir hvera- og gossvæða og skrifað ýmislegt um þær rann-
sóknir, m. a. merkilega ritgerð um Geysi í Haukadal (í American
Journal of Science 1940). Nýlega birti hann alllanga ritgerð um
gossvæðin kringum Mývatn í tímariti norska landfræðifélagsins.
l’egar hann hélt innsetningarfyrirlestur sinn við Oslóarháskóla
1938 kaus hann sér íslenzka hveri að umræðucfni. Bendir það til
þess að hann meti sjálfur hverarannsóknir sínir mikils.
Nú hefir Barth samið bók um ísland, alþýðlega og almenns
efnis. Heitir hún Island og kom út 1941. Er í ráði að þýða hana
á sænsku innan skamms. Fyrri hluti bókarinnar hljóðar um eld-
fjöll, hveri og hraun og baráttu þjóðarinnar gegn eldi og ís á
liðnum öldum. Síðari hlutinn ræðir um ísland nútímans, atvinnu-
vegi þess og lifnaðarhætti, mót gamals og nýs, framfarir síðustu
áratuga, menningu og framtíðarhorfur. Bókin er skemmtilega
skrifuð, með þeim röska, létta stíl, sem mörgum Norðmönnum
er tamur. Kápumyndin, af hýreygum, gúmmístígvéluðum gló-
kolli, ríðandi berbakt á brúnum hesti, er táknræn fyrir bókina,
sem öll andar hlýju og góðvild í garð íslendinga og ber vott um
góðan skilning á kjörum þeirra og öllum aðstæðum. Hér og þar
mætti benda á smávillur, og myndirnar hefðu margar mátt vera
betri. En sem heild er bókin óefað ein sú allra bezta í sinni grein
sem samin hefir verið um ísland á skandínaviskri tungu. Megum
við vera prófessor Barth þakklátir fyrir að hafa gefið út þessa
bók og ekki sízt fyrir að hafa gert það einmitt á þessum tímum.
Sigurdur Pórarinsson.
Ný íslenzk söngbók.
Skömmu eftir 50 ára afmæli sitt gaf Stúdentafélagið mcð til-
styrk íslendingafélagsins út almenna söngbók handa Islendingum
erlendis og bætti með því úr þörf sem með hverju árinu var
orðin brýnni. Bókin ber nafnið íslenzkir söngvar, og er innihald
hennar valið og búið undir prentun af Jóni Helgasyni og Jakobi
Benediktssyni. í henni eru 145 söngvar af öllu tagi að undan-
teknum sálmum. Kvæðin eru auðvitað fyrst og fremst valin með