Frón - 01.04.1943, Page 66
128
Orðabelgur
um. Skömmu eftir aðalfund lauk Guðni Guðjónsson meistara-
prófi í grasafræði.
Félagið hefur notið styrks úr ríkissjóði Islands eins og í fyrra
til að halda uppi kvöldvökum. Auk þess sótti stjórn félagsins
á síðastliðnu sumri til ríkissjóðs um styrk til útgáfu timarits;
styrkurinn var veittur, og var það upphaf Fróns. Félagið gaf út
í janúar islenzka söngbók, sem minnzt er á nánar hér á undan.
Síðasta starfsár félagsins hefur verið eitt hið viðburðaríkasta
i sögu þess, og er nýju stjórninni lagður þungur baggi á herðar
að halda ekki miður áfram. Eitt fyrsta verk hennar var að halda
almennan fund íslendinga til minningar þess að 100 ár voru liðin
frá endurreisn Alþingis. Fundurinn, sem kom í stað kvöldvöku,
var haldinn 11. marz, og var þar auk söngs og upplesturs flutt
erindi það sem prentað er hér að framan.
Nýr íslenzkur doktor.
Fréttapistill sem Frón átti von á frá Stokkhólmi er enn
ókominn. En af sænskum blöðum sjást þau tíðindi, að 31. marz
hefur Snorri Hallgrímsson læknir varið doktorsritgerð við karó-
línska sjúkrahúsið í Stokkhólmi. Ritgerðin hljóðar um aflaganir
beina í mannsfótum og aðgerðir við þessháttar meinum; hún
nefnist á ensku Studies on reconstructive and stabilizing opera-
tions on the skeleton of the foot. Höfundur hefur verið starfs-
maður við bæklaðraspítalann í Stokkhólmi í þrjú ár og fengið
þar úrvinnsluefni sitt, alls 200 dæmi. Annar íslenzkur læknir,
Gunnlaugur Claessen, hefur áður orðið doktor við karólinska
sjúkrahúsið.
Skákfélag íslenzkra Hafnarstúdenta.
Sakir rúmleysis verður greinarstúfur um félagið að bíða næsta
heftis. l’ess skal þó getið hér, að félagið býður öllum íslendingum
ókeypis þátttöku, hvort sem þeir eru stúdentar eða ekki. Skák-
fundir eru haldnir á hverju föstudagskvöldi í húsi danska
stúdentafélagsins kl. 19,30.
Frón hefur nú, þegar ritstjórn þessa heftis er lokið, samtals
345 áskriféndur; af þeim eru 299 í Danmörku, 33 í Þýzkalandi
og 13 í Svíþjóð.
J. B.