Morgunblaðið - 02.10.2015, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2015
GOLF Á KANARÍ 16.FEB. – 1 MARS. 2016
Skemmtileg golfferð með hinum
vinsæla Sr. Hjálmari Jónssyni. Spilað
er á Meloneras og Maspalomas golf-
völlunum. Gist á IFA Buenaventura
á ensku ströndinni. 336.500 KR.
Úrval Útsýn | Hlíðasmára 19 | 201 Kópavogi | 585 4000 | uu.is
VERÐ FRÁ
14 NÆTUR
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Vatnsborð Hálslóns stóð í 622,835
metrum yfir sjávarmáli (m.y.s.) í
fyrradag, 30. september, sem var síð-
asti dagur vatnsárs Landsvirkjunar.
Nýtt vatnsár hófst í gær. Enn vant-
aði því 2,165 metra upp á að vatnið
næði upp í yfirfallið sem er í 625
m.y.s.
Hálslón er 57 km2 að stærð og því
vantar um 120 gígalítra upp á að lón-
ið fyllist. Það samsvarar 120 milljón
rúmmetrum eða 120 milljón tonnum
af vatni. Vatn hefur verið að hækka í
lóninu fram undir þetta. Aðeins hefur
þó dregið úr þunga innstreymisins
samkvæmt línuriti á heimasíðu
Landsvirkjunar. Mikið hækkaði í
Hálslóni í september eða alls um
15,911 metra.
Sem kunnugt er hófust leysingar
og jöklabráðnun seint fyrir austan
vegna kulda í sumar og gekk hægt að
safna vatni í lónið fram eftir sumri.
Hlýindi og úrkoma í september
bættu úr og hefur aldrei runnið jafn-
mikið í lónið í þeim mánuði frá því að
miðlunin var tekin í notkun. Hæsta
dagsmeðaltal innrennslis í Hálslón
fór í 580 m3/s þann 13. september.
Met þess dag var ekki slegið síðar í
mánuðinum.
Yfirborð Blöndulóns var 475,9
m.y.s. þann 30. september. Það jafn-
ast á við það sem yfirborðið hefur
verið lægst þann dag á árabilinu
1997-2014. Yfirborðið hefur að með-
altali verið 1,9 metrum hærra á gaml-
ársdegi vatnsársins í áranna rás.
Þórisvatn stóð í 577,226 m.y.s. í
fyrradag en yfirborð þess hefur verið
að meðaltali 577,708 m.y.s. þann 30.
september.
Landsvirkjun er nú að fara yfir
stöðu vatnsbúskaparins og horfur
um vinnslu fyrir nýbyrjað vatnsár.
Þeirri vinnu er ekki lokið.
Vantar enn 120
gígalítra í lónið
Yfirborð Hálslóns hækkaði um tæpa
16 metra í hlýindunum í september
Morgunblaðið/RAX
Hálslón Vatn hefur verið að hækka
í lóninu fram undir þetta.
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Ásgerður Jóna Flosadóttir, formað-
ur Fjölskylduhjálpar Íslands, á von á
auknu álagi hjá samtökunum sökum
þess að von er á auknum fjölda
flóttamanna til landsins. Þeir flótta-
menn sem fá landvistarleyfi séu án
atvinnuleyfis í nokkurn tíma og þurfi
því að reiða sig á mataraðstoð á borð
við þá sem samtökin bjóða.
Um 3.100 kennitölur voru á skrá
Fjölskylduhjálpar í fyrra og bak við
þá tölu eru að meðaltali 2,7 einstak-
lingar. Þar af eru 498 með erlent rík-
isfang. „Við höfum verið að aðstoða
flóttafólk undanfarin ár. Það er eðli-
lega aukning hjá þessum hópi hjá
okkur í takt við það sem er að gerast
í samfélaginu,“ segir Ásgerður.
Fjölskylduhjálp gefur mat tvisvar
í mánuði á Suðurnesjum og í Reykja-
vík. Hún segir 27 hælisleitendur
þiggja matargjafir á Suðurnesjum
en er ekki með tölur þess efnis úr
Reykjavík. „Til þessa höfum við ekki
gefið þessum hópi sérstakan gaum,
við afgreiðum alla, en við vitum af
stórum hópi sem er að koma og það
lendir að öllum líkindum á okkur að
gefa þessu fólki mat,“ segir hún.
Vísar hún þar í að von er á tvö
hundruð flóttamönnum samkvæmt
tilkynningum ríkisstjórnarinnar
þess efnis frá því fyrr í september.
Hún segir að Fjölskylduhjálp verji
um fimm milljónum króna í matar-
kaup í hverjum mánuði og geti ekki
bætt við sig miklum fjölda. „Við
fengum fjögurra milljóna króna
styrk frá ríkinu fyrir þetta ár en vit-
um ekki hvort við fáum hann aftur,“
segir Ásgerður.
Hverjum eigum við að hafna?
Til þessa hefur Fjölskylduhjálp að
mestu reitt sig á styrki frá fyrirtækj-
um, sölu kerta og fatamarkað í fjár-
mögnun sinni. Einnig fær hún 133
þúsund króna framlag mánaðarlega
frá Reykjavíkurborg. „Það styttist í
að við þurfum að draga línuna og get-
um hreinlega ekki afgreitt alla þá
sem sækja um mataraðstoð hjá okk-
ur. Við viljum helst vera sjálfbærar
og án framlaga frá ríkinu en það
verður ekki horft framhjá því að
hingað koma útlendingar í auknum
mæli og það stefnir í að ekki verði
hægt að koma til móts við þá aukn-
ingu sem er framundan. Hverjum
eigum við að hafna?“ spyr Ásgerður.
Ekki verður hægt að hjálpa öllum
Formaður Fjölskylduhjálpar Íslands segir að fjölgun hælisleitenda skapi aukið álag Styttist í að
draga þurfi línu 3.100 kennitölur á skrá Fjölskylduhjálpar í fyrra Gefa mat tvisvar í mánuði
Fjölskylduhjálp Formaður Fjölskylduhjálpar býst við auknu álagi.
Nýliðinn september hlýr
Á fáeinum veðurstöðvum var mánuðurinn sá hlýjasti á árinu
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Tíðarfar í nýliðnum september var
almennt talið hagstætt á landinu og
hlýtt var í veðri. Á fáeinum stöðv-
um varð mánuðurinn sá hlýjasti á
árinu.
Þetta kemur fram í yfirliti
Trausta Jónssonar veðurfræðings.
Úrkoma var lítillega yfir með-
allagi um landið sunnanvert, en víð-
ast undir meðallagi fyrir norðan. Á
fáeinum stöðvum vestan til á Norð-
urlandi var óvenjuþurrt.
Meðalhiti í Reykjavík mældist 9,1
stig, 1,8 stigum yfir meðallagi ár-
anna 1961 til 1990 og 0,6 stigum of-
an meðallags síðustu tíu ára. Á Ak-
ureyri var meðalhitinn 9,6 stig, 3,2
stigum ofan meðallags 1961 til 1990
og 1,7 yfir meðallagi síðustu tíu
ára. Á Höfn í Hornafirði var með-
alhiti 9,8 stig og 9,5 á Egilsstöðum.
Á nokkrum stöðum var mánuður-
inn með hlýjustu septembermán-
uðum sem mælst hafa, sérstaklega
fyrir norðan og austan. Til dæmis
var mánuðurinn sá 8. í röðinni á
Teigarhorni í Berufirði í þau 143 ár
sem mælingar hafa staðið yfir. Þar
var meðalhitinn 9,3 stig eða 2,4
stigum yfir meðallagi. Sömu sögu
er að segja frá Grímsey. Þar var
meðalhitinn 8,4 stig, 3,1 stigi yfir
meðallagi. Var þetta 8. hlýjasti
september í þau 142 ár sem mælt
hefur verið. Þetta eru mikil um-
skipti frá fremur köldu og votu
sumri.
Sólskinsstundir í Reykjavík
mældust 93 og er það 32 stundum
undir meðallagi áranna 1961 til
1990 en 26 stundum undir með-
allagi síðustu tíu ára. Á Akureyri
mældust sólskinsstundirnar 104,5
og er það 12 stundum fleiri en í
meðalári.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Blíðuveður Haustið hefur verið hlýtt um allt land og flesta daga hefur viðrað vel fyrir einn góðan ís.
Hæstiréttur stað-
festi í dag þriggja
og hálfs árs fang-
elsisdóm yfir
Ingvari Dór Birg-
issyni, sem sak-
felldur var í hér-
aði fyrir að
nauðga og áreita
kynferðislega 14
ára gamla stúlku.
Hann var jafnframt dæmdur til að
greiða stúlkunni eina milljón króna
auk vaxta í skaðabætur.
Ingvar Dór áfrýjaði málinu til
Hæstaréttar sem staðfesti dóm Hér-
aðsdóms Reykjavíkur frá því í jan-
úar að öðru leyti en því að gæslu-
varðhald sem hann sætti dregst frá
lengd fangelsisdómsins.
Sakfelldur fyrir tvö brot
Hann var sakfelldur fyrir tvö kyn-
ferðisbrot gegn stúlku sem var 14
ára þegar brotin áttu sér stað. Sjálf-
ur var hann 25 ára. Í fyrra skiptið
áreitti Ingvar Dór stúlkuna kynferð-
islega á heimili sínu þangað sem
hann hafði fengið stúlkuna til að
koma og hitta sig. Kyssti hann stúlk-
una, strauk henni á maga innan
klæða, reyndi að strjúka brjóst
hennar innan klæða og líkama utan
klæða og leitaði eftir kynferðislegu
samneyti við hana.
Í seinna skiptið nýtti hann sér yf-
irburðastöðu sína gagnvart stúlkunni
vegna aldurs-, þroska- og aflsmunar
og það að hún var ein með honum
fjarri öðrum og nauðgaði henni. Ýtti
hann stúlkunni á rúm sitt og hafði við
hana samræði og lét ekki af háttsemi
sinni þrátt fyrir að stúlkan bæði hann
ítrekað um það og segði honum að
hann væri að meiða hana.
Auk skaðabótanna þarf Ingvar
Dór að greiða áfrýjunarkostnað
málsins, um 920 þúsund krónur.
Dæmdur í þrjú og hálft ár
Nauðgunardómur yfir Ingvari Dór Birgissyni staðfestur
Hæstiréttur