Morgunblaðið - 02.10.2015, Page 8

Morgunblaðið - 02.10.2015, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2015 Fljótleg og fersk – þau koma á óvart á kvöldverðarborðinu Þeir, sem borga nauðungar-áskriftina að „RÚV,“ eiga ekki margar leiðir þegar þeir undrast framgöngu stofnunar- innar, þeirrar einu, sem lög segja að „sé í þjóðar- þágu“. (Veður- stofan, Landspít- alinn, Landhelgis- gæslan og grunn- skólarnir munu græn af öfund.)    Ekki er hægtað birta undrun sína eða hneykslan á miðli þjóðarinnar. Enginn hefur aðgang þar nema handhafi eignarhaldsins, sem er hvorki ríkið eða þjóðin. Áskrif- andi blaðs fær útrás með því að senda því línu:    Ég velti því fyrir mér í gær-kvöldi þegar það var næst síðasta frétt hjá Ríkissjónvarpinu að Borgarstjóri hefði selt einka- hlutafélaginu S 8 ehf lóð með 500 milljón króna afslætti, hvort þeirri frétt hefði verið raðað með sama hætti hefði Borgarstjóri verið sjálfstæðismaður?    Ég svaraði mér sjálfur straxog sagði nei. Hún hefði ver- ið fyrsta frétt með miklum látum og viðtölum við álitsgjafa.    S 8 ehf taldist eiga forkaups-rétt að rannsóknarhússlóð í Vatnsmýri vegna Ísl. erfðagrein- ingar. Sagt hafa fallið frá henni í samkomulagi við Dag. Fær í stað- inn lóð undir hótel.    Ákveðið með skýrum hætti afBorgarstjóra að meta hótel- lóðina á verðmati rannsóknar- húslóðar þótt munur skv. mötum fasteignasala hafi verið 500 mill- ur. Hrólfur Jónsson síðan sendur í viðtalið til að svara fyrir málið en Dagur látinn óáreittur.“ Eigandi hugsar sitt STAKSTEINAR Veður víða um heim 1.10., kl. 18.00 Reykjavík 8 skýjað Bolungarvík 6 rigning Akureyri 9 rigning Nuuk 2 skýjað Þórshöfn 11 þoka Ósló 13 heiðskírt Kaupmannahöfn 13 skýjað Stokkhólmur 13 heiðskírt Helsinki 12 heiðskírt Lúxemborg 13 heiðskírt Brussel 15 heiðskírt Dublin 15 léttskýjað Glasgow 17 upplýsingar bárust ek London 17 heiðskírt París 16 heiðskírt Amsterdam 16 heiðskírt Hamborg 16 heiðskírt Berlín 16 heiðskírt Vín 15 léttskýjað Moskva 10 heiðskírt Algarve 22 léttskýjað Madríd 26 léttskýjað Barcelona 20 léttskýjað Mallorca 22 léttskýjað Róm 17 skúrir Aþena 18 léttskýjað Winnipeg 12 skýjað Montreal 12 skýjað New York 15 alskýjað Chicago 14 skýjað Orlando 28 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 2. október Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:40 18:56 ÍSAFJÖRÐUR 7:47 18:59 SIGLUFJÖRÐUR 7:30 18:41 DJÚPIVOGUR 7:09 18:25 Grunur leikur á um að um íkveikju hafi verið að ræða þegar eldur kviknaði í kjallara í stiga- gangi við Írabakka í Breiðholti í fyrrinótt. Heimir Ríkharðsson, lögreglufulltrúi hjá embætti lög- reglustjórans á höfuðborgarsvæð- inu, staðfestir þetta í samtali við mbl.is í gær. „Við teljum svo vera og gengið er út frá því,“ segir hann. Ludvig Leó Ludwigsson, íbúi í húsinu, segist hafa vaknað við mikil öskur úti um að eldur væri kviknaður. Þegar faðir hans opn- aði fram á gang segist Ludvig hafa fundið hitann og reykinn og slökkviliðið hafi þurft að bjarga þeim af svölum íbúðarinnar. Faðir Ludvigs, sem er lungna- sjúklingur, þurfti að dvelja á sjúkrahúsi í fyrrinótt eftir að hafa komist í snertingu við reyk- inn. Fjölskyldan er nú að tæma íbúðina en húsið er á mörkum þess að vera íbúðarhæft. Upptök eldsins voru í kjallara stigagangsins þar sem talið er að kviknað hafi í dýnum og öðru rusli. Rannsókn málsins er enn í gangi og hefur tæknideild lög- reglunnar skoðað ummerki á staðnum. Félagsbústaðir eru aðaleigandi íbúða í blokkinni og stendur til að gera allt húsið upp. Af þeim sökum voru flestir íbúar blokk- arinnar við það að flytja út. Grunur um íkveikju í Breiðholti Morgunblaðið/Júlíus Eldur Slökkvilið höfuðborgarsvæð- isins að störfum í Breiðholti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.