Morgunblaðið - 02.10.2015, Síða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2015
“BEST IN TEST” í SKANDINAVÍU NOKKUR ÁR Í RÖÐ
FINNSK GÆÐI OG GÓÐ VERÐ!
OPIÐ: MÁN. - FÖS. KL. 10 - 18 - LAU. KL. 12-16
SPORTÍS
MÖRKIN 6 - 108 RVK - S.520-1010
WWW.SPORTIS.IS
Kr. 21.990.-Kr. 21.990.-
Kr. 14.990.-
Kr. 15.990.-
Kr. 11.990.-
Kr. 16.990.- Kr. 16.990.-
LÍMDIR SAUMAR OG
10-15.000mm VATNSHELDNI
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Tæplega sjötugur Selfyssingur seg-
ist vel skilja hvers vegna fólki á aldr-
inum 60-80 ára fjölgar á vanskila-
skrá Creditinfo milli ára. Lífeyris-
greiðslur dugi enda ekki fyrir
lágmarksframfærslu.
Fram kom í Morgunblaðinu sl.
þriðjudag að 1. september voru
3.277 einstaklingar á aldrinum 60 til
80 ára á vanskilaskrá, 22 fleiri en í
fyrra. Það er vart marktæk breyting
en á móti kemur að það fækkar tölu-
vert í öllum yngri aldurshópum.
Sextándi hver Íslendingur 60-80
ára er nú á vanskilaskránni.
Maðurinn sem á erfitt með að
framfleyta sér heitir Þórður Markús
Þórðarson. Hann mun að óbreyttu
neyðast til að selja raðhús sitt á Sel-
fossi vegna þess að tekjur duga ekki
fyrir útgjöldum.
Skemmdust við hjartabilun
Þórður Markús veiktist alvarlega í
byrjun síðasta áratugar og fór í
mikla hjartaaðgerð. Hann lá á
sjúkrahúsi í rúmt ár og hefur síðan
ekki getað unnið fullan vinnudag.
Nýrun skemmdust við hjartabil-
unina og þarf Þórður Markús að
taka lyf daglega.
Síðan hann veiktist og varð öryrki
hefur Þórður Markús neyðst til að
ganga á eignir sínar svo hann eigi
fyrir útgjöldum. Hann hefur selt bíl-
inn, málverk og aðrar eignir og tekið
út allan séreignarsparnað sinn hjá
lífeyrissjóði. Eftir stendur raðhús á
Selfossi sem hann á skuldlítið.
Tekjur hans nú eru greiðslur frá
tveimur lífeyrissjóðum, Lífeyrissjóði
starfsmanna ríkisins (LSR) og Sam-
einaða lífeyrissjóðnum, og örorku-
bætur frá Tryggingastofnun. Sam-
anlagt eru þessar greiðslur upp á
211.203 krónur á mánuði. Þar af er
hluti Tryggingastofnunar 117 þús-
und krónur.
Þórður Markús segir að þegar
fastir útgjaldaliðir séu dregnir frá sé
lítið eftir af þessum tekjum. Þær séu
langt undir neysluviðmiðum sem
gefin voru út fyrir einstaklinga fyrir
nokkrum árum.
Hann þurfi að greiða 10 þúsund á
mánuði í lyf, 32 þúsund í lán og af-
borganir og 43 þúsund fyrir hita, raf-
magn, fasteignagjöld og sjónvarp.
Samanlagt eru þetta 85 þúsund á
mánuði.
Hefur úr 126 þúsundum að spila
Eru þá eftir 126 þúsund á mánuði
sem Þórður Markús þarf að láta
duga fyrir mat, fatnaði og öðrum
nauðsynjum og óreglulegum út-
gjöldum.
Þórður Markús á erfitt með gang
og fær 75% af fullri heimilisuppbót
frá Tryggingastofnun, alls 25 þús-
und krónur á mánuði. Sú greiðsla er
hluti af þeim 117 þúsund krónum
sem hann fær mánaðarlega í örorku-
bætur frá stofnuninni.
Hann hafði í fyrra 200 þúsund
krónur í tekjur fyrir skatt og skuldar
um helminginn, eða um 100 þúsund
krónur, í skatta og lífeyrisgreiðslur.
Þá skuldar hann um 150 þúsund
krónur í ógreidd gjöld, meðal annars
til sveitarfélagsins Árborgar og til
Selfossveitna. Sendir
innheimtufyrirtækið Motus honum
reikninga fyrir hönd sveitarfé-
lagsins, um það bil mánuði eftir að
reikningar eru gjaldfallnir. Leggst
innheimtuþóknun ofan á gjöldin.
Spurður hvernig honum gangi að
lifa af þeim 126 þúsund krónum á
mánuði sem eftir eru þegar fastir
kostnaðarliðir eru dregnir frá segir
Þórður Markús að hann neiti sér um
allan munað, nema hvað einu sinni í
mánuði kaupi hann sér tvo kjúk-
lingabita á veitingastaðnum KFC á
Selfossi fyrir 900 krónur. Hann
kaupi sjaldan kjöt og leyfi sér ekki
fisk. Með lagni geti hann lagt fyrir
15 þúsund á mánuði.
Til samanburðar segir hann það
kosta um 100 þúsund krónur að end-
urnýja gleraugun. Hann hafi sem
stendur ekki efni á því. Jafnframt sé
hann farinn að fresta því að fara til
sérfræðinga vegna heilsunnar, enda
kosti hver heimsókn 4-5 þúsund
krónur. Ef eitthvað komi upp á þurfi
hann að nota greiðslukort. Hann
getur ekki sett fé í viðhald á húsinu.
Þarf að greiða námslán
Til að auka á erfiðleikana fékk
Þórður Markús nýlega tilkynningu
um að hann þyrfti að greiða 800 þús-
und af eftirstöðvum námsláns sem
ættingi hans tók. Viðkomandi fór í
greiðsluþrot og voru 70% námsláns-
ins afskrifuð. Eftir stendur ábyrgð
sem fellur á Þórð Markús. Bankinn
bauð honum að greiða lánið á fjórum
árum með 20 þúsund króna afborg-
un á mánuði.
Þórður Markús hefur starfað við
ýmislegt á lífsleiðinni. Hann er lærð-
ur byggingarmeistari og tæknifræð-
ingur og hefur staðið fyrir eigin at-
vinnurekstri, meðal annars haldið
námskeið. Þar hefur hann til dæmis
kennt markaðsfræði við Viðskipta-
og tölvuskólann og kennt verk-
stjórnun fyrir ýmsa hópa, þar með
talið bankamenn. Eftir að hann varð
öryrki lauk hann námi í gullsmíði.
Vegna heilsunnar getur Þórður
Markús ekki nýtt sér þá kunnáttu til
fulls.
Eftir að fréttin um vanskilin birt-
ist í blaðinu hafði annar eldri borgari
samband og sagði það ekki koma á
óvart að vanskil væru ekki að
minnka hjá fólki sem er 60 til 80 ára.
Frestar því að leita til læknis
Eldri borgari á Selfossi segist að óbreyttu neyðast til að selja húsið vegna erfiðleika við framfærslu
Fór í erfiða hjartaaðgerð og þarf að taka lyf daglega Segir lífeyri og örorkubætur alltof lág
Ljósmynd/Sigmundur Sigurgeirsson
Þröngt í búi Þórður Markús Þórðarson leyfir sér þann munað einu sinni í
mánuði að kaupa sér kjúkling á veitingastaðnum KFC fyrir 900 krónur.
Búið er að landa um 160 þúsund
tonnum af makríl á vertíðinni, en
vertíðarlok nálgast í makrílnum. Út-
gefinn heildarkvóti var um 180 þús-
und tonn. Aflareynsluskipin hafa
landað rúmlega 120 þúsund tonnum
og eiga því eftir að veiða um 15 þús-
und tonn. Nokkur skip hafa hafa
verið á makrílveiðum í Síldarsmug-
unni suður af Jan Mayen síðustu
daga og landaði Aðalsteinn Jónsson
SU í Klakksvík í Færeyjum í gær.
Viðskiptabann Rússa á íslenskar
sjávarafurðir hefur sett strik í reikn-
inginn á vertíðinni og ljóst þykir að
útflutningsverðmæti verður ekki
eins mikið og í fyrra. Þá fór meira í
bræðslu á vertíðinni heldur en síð-
ustu ár, en með breyttri reglugerð
var heimilað að geyma 30% afla-
heimilda á milli ára.
Samkvæmt yfirliti Fiskistofu er
Aðalsteinn Jónsson SU aflahæsta
skipið á makrílvertíðinni með rúm-
lega 11 þúsund tonn. Huginn VE er
með tæplega 9.800 tonn og Heimaey
VE með 8.500 tonn.
Minni bátarnir eru búnir að veiða
tæplega 3.200 tonn af þeim sjö þús-
und tonnum, sem var úthlutað til
þeirra samkvæmt veiðireynslu. Hins
vegar mun ekkert hafa verið nýtt í
ár af þeim tvö þúsund tonnum, sem
ráðstafað var til smábáta gegn átta
króna leigugjaldi á kíló. Rúmlega
tugur krókabáta hefur landað 100
tonnum eða meira, en aflahæstur er
Siggi Bessa SH með 175 tonn.
Veiðar að hefjast
á íslensku síldinni
Veiðar á norsk íslenskri síld eru
sömuleiðis langt komnar, en nokkur
skip eru þó enn að veiðum austur af
landinu. Reikna má með að fyrstu
skipin hefji veiðar á íslenskri sumar-
gotssíld í næstu viku og þá í Jökul-
dýpi og Kolluál út af Breiðafirði eins
og í fyrra. Ekki hefur frést af síld
inni á Breiðafirði í haust. aij@mbl.is
Morgunblaðið/Alfons
Makríll Minna varð úr vertíð smábátanna en vonir stóðu til. Myndin er tekin
í fyrrasumar þegar komið var með góðan afla að landi.
Vertíðarlok að
nálgast í makrílnum
Búið að veiða um 160 þúsund tonn