Morgunblaðið - 02.10.2015, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2015
Tannkrem sem styrkja tannholdið!
Tannkremin frá Weleda hreinsa tennurnar á árangursríkan hátt
Tannholdið styrkist með jurtablöndum og slímhimnur munnholsins
haldast ferskar. Tannkremin innihalda engin auka-bragðefni.
Í samhljómi við mann og náttúru. Lesið meira um lífrænar vörur á
www.weleda.is
Útsölustaðir Weleda eru apótek og heilsuverslanir um allt land.
Vertu vinur okkar á facebook
www.facebook.com/weledaísland
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Ráðlögð rjúpnaveiði haustið 2015 er
um 54 þúsund fuglar. Þetta kemur
fram í greinargerð Náttúrufræði-
stofnunar Íslands (NÍ) um mat á
veiðiþoli rjúpnastofnsins haustið
2015. Greinargerðin var send um-
hverfis- og auðlindaráðherra 28. sept-
ember. NÍ leggur mikla áherslu á að
hvergi verði slakað á í þeirri viðleitni
að draga sem mest úr heildarafföllum
rjúpunnar.
Stofninn er í niðursveiflu
Viðkoma rjúpunnar var metin með
talningum í tveimur landshlutum nú
síðsumars. Hlutfall unga reyndist
vera 75% á Norðausturlandi og 74% á
Suðvesturlandi. Það þykir léleg af-
koma og skýrast af köldu vori og
hretviðrasömu sumri.
Náttúrufræðistofnun segir að
rjúpnastofninn sé í niðursveiflu víðast
hvar á landinu annars staðar en á
Norðausturlandi. Rjúpnatalningar á
liðnu vori gáfu misvísandi niður-
stöður. Rjúpum fækkaði eða fjöldi
þeirra stóð í stað frá Austurlandi og
suður og vestur um til Vestfjarða og
Norðvesturlands. Aukning varð hins
vegar á Norðausturlandi.
Að öllu samantöldu fjölgaði rjúpum
að meðaltali um 7% en miðgildið
sýndi hins vegar fækkun sem nam
6%. Miðað við niðurstöður rjúpna-
talninga í Hrísey og á Kvískerjum,
sem ná allt aftur til ársins 1963, er ár-
ið 2015 um það bil það þrítugasta lak-
asta miðað við 100 ár. Rjúpnafjöldinn
á þessu ári er vel undir meðallagi
miðað við síðustu 50 ár.
„Reiknuð heildarstærð varpstofns
rjúpu vorið 2015 var metin 187 þús-
und fuglar. Framreiknuð stærð veiði-
stofns 2015 er 620 þúsund fuglar mið-
að við að hlutfall unga á veiðitíma sé
75%. Þessir útreikningar byggjast á
gögnum fyrir Norðausturland og of-
meta stærð stofnsins nær örugglega.
Samkvæmt framangreindum út-
reikningum er ráðlögð veiði 2015 um
54 þúsund fuglar. Þessi ráðgjöf mið-
ast við það að áhrif veiða séu ekki
önnur en þau að veiðiafföll bætast að
fullu við náttúruleg afföll,“ segir m.a.
í greinargerðinni.
Náttúrufræðistofnun segir að
hægt sé að nota tengsl stofnstærðar
og heildarveiði á árunum 2005 til 2014
til að spá fyrir um hver rjúpnaveiðin
verði í haust. Samkvæmt aðhvarfs-
greiningu má ætla að veiðin verði um
59 þúsund fuglar.
Stærð rjúpnastofnsins hefur sveifl-
ast með reglubundum hætti í áranna
rás og hafa liðið 10-12 ár á milli há-
marksára. Stofnbreytingarnar fylgd-
ust að mestu að á milli landshluta.
Þetta sést þegar langar gagnaraðir
eru skoðaðar. Í greinargerðinni segir
að í kjölfar rjúpnafriðunarinnar 2003-
2004 hafi orðið breytingar í rjúpna-
stofninum sem enn sér ekki fyrir end-
ann á. Mikil uppsveifla kom í kjölfar
friðunarinnar, þó ekki á Suðaust-
urlandi. Eftir hámark vorið 2005
fækkaði rjúpum víðast hvar næstu
tvö ár, nema á Austurlandi. Stofninn
óx eftir 2007 og var í hámarki 2009
eða 2010 eftir svæðum. Fækkunar-
skeið sem hófst 2010-2011 varði í að-
eins tvö ár. Þá fór stofninn að vaxa
aftur. Sú uppsveifla virðist ætla að
vara stutt þar sem hún er afstaðin
2015 alls staðar nema á Norðaustur-
landi.
Stofnsveiflan gæti horfið
Jón Gunnar Ottósson, forstjóri NÍ,
segir í bréfi sem fylgdi greinargerð-
inni að þrátt fyrir verulegan samdrátt
í rjúpnaveiði á undanförnum árum
hafi meginmarkmið veiðistjórnunar,
að draga úr heildarafföllum, ekki
náðst. „Hins vegar hefur leitnin verið
niður á við en breytileikinn mikill í af-
föllum á milli ára. Staðan er því að
nokkru sú sama og árin fyrir friðun
þar sem afföll í rjúpnastofninum eru
mjög há sum ár. Stofnlíkanið spáir að
við svo há afföll hverfi stofnsveiflan
og við taki viðvarandi lágmark og
hafa aðgerðir undanfarinna ára
beinst að því að koma í veg fyrir þá
fyrirsjáanlegu þróun.“
Rjúpum fækkaði víðast hvar
Rjúpum fjölgaði einungis á Norðausturlandi Ráðlögð rjúpnaveiði í haust er 54 þúsund fuglar
Léleg viðkoma í sumar vegna kalds vors og hretviðrasams sumars Leyft að veiða í tólf daga
Morgunblaðið/Ómar
Rjúpa Rjúpnastofninn er nú í niðursveiflu víðast hvar á landinu, að undanteknu Norðausturlandi. Sveiflur í stofn-
inum hafa breyst frá því sem var á árum áður. Áhersla er lögð á að draga sem mest úr heildarafföllum rjúpunnar.
Rjúpan
» Rjúpan, eða fjallrjúpan, er
eini hænsnfuglinn sem lifir
villtur á Íslandi.
» Rjúpan skiptir um bolfjaðrir
þrisvar á ári og er eini íslenski
fuglinn sem fer í sumar-, haust
og vetrarbúning. Búningur
hennar fellur inn í umhverfið á
hverjum árstíma.
» Rjúpan er með fiðraðar tær
og á það til að grafa sig í fönn
til að halda á sér hita.
» Rjúpan er langmikilvægasta
bráð íslenska fálkans allt árið
um kring.
Rjúpnaveiðar verða leyfðar í tólf daga í haust, frá föstu-
degi til sunnudags eða í þrjá daga fjórar helgar í röð.
Fyrsti rjúpnaveiðidagurinn verður föstudaginn 23.
október og má veiða til sunnudagsins 25. október. Síð-
an má veiða 30. október til 1. nóvember, 6. nóvember til
8. nóvember og 13. nóvember til 15. nóvember.
Umhverfis- og auðlindaráðherra ákvað haustið 2013
að rúpnaveiðitíminn yrði 12 dagar næstu þrjú ár, nema
eitthvað óvænt kæmi upp á. Niðurstöður vöktunar
Náttúrufræðistofnunar nú sýndu ekkert óvænt en
stofninn er í niðursveiflu. Óvíst er hversu lengi niður-
sveifluskeiðið mun vara.
Veiðar leyfðar í 12 daga
RJÚPNASTOFNINN ER Í NIÐURSVEIFLU
OG ÓVÍST HVE LENGI HÚN MUN VARA
Á rjúpnaveiðum.
Stjórnun rjúpnaveiða í kjölfar veiði-
bannsins 2003 til 2004 hefur í megin-
atriðum gengið vel, að því er segir í
bréfi Jóns Gunnars Ottóssonar, for-
stjóra Náttúrufræðistofnunar Ís-
lands, til Sigrúnar Magnúsdóttur,
umhverfis- og auðlindaráðherra.
„Verulega hefur dregið úr heild-
arveiði og bein afföll vegna veiða
hafa lækkað mikið. Markmið veiði-
stjórnunar er að lækka svokallaðan
Z2-dánarstuðul en veiðar eru hluti af
honum,“ segir m.a. í bréfinu. Hækk-
un á þessum stuðli skýrir hnignun
rjúpnastofnsins síðustu 30 til 40 ár.
Friðunarárin 2003-2004 var skýr
svörun og stuðullinn lækkaði. Þrátt
fyrir hlutfallslega miklu minni veiði
frá 2005 samanborið við árin fyrir
2003 hefur Z2-dánarstuðullinn verið
mjög breytilegur síðan.
Jón Gunnar skrifar að mikilvægt
sé að fá svar við því hvort aukin af-
föll samfara veiðum séu raunveruleg
eða hvort þau tengist á einhvern
hátt þeim forsendum sem útreikn-
ingarnir byggjast á. Sú vinna er haf-
in og fyrstu niðurstöður benda til
þess að stofnstærð hafi verið ofmet-
in og veiðiafföll þar með vanmetin.
Morgunblaðið/Sverrir
Minni heildarveiði
Stjórnun rjúpnaveiða hefur gengið
vel í meginatriðum eftir veiðibannið