Morgunblaðið - 02.10.2015, Síða 24

Morgunblaðið - 02.10.2015, Síða 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2015 BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Stóraukinn útflutningur á skyri er mikil búbót fyrir Mjólkursamsöl- una. Útflutningur og leyfisgjöld skila fyrirtækinu nokkur hundruð milljónum króna á ári. Er það svip- uð upphæð og allur annar rekstur fyrirtækisins hefur skilað að með- altali síðustu ár. MS og samstarfs- fyrirtæki þess á Norðurlöndunum selja í ár um 100 milljónir skyr- dósa á erlendum mörkuðum og er verðmæti sölunnar um 10 millj- arðar króna. Skyrið er til sölu í um 5.000 verslunum. Útlit er fyrir áframhaldandi aukningu. Mjólkursamsalan seldi 3.200 tonn af skyri erlendis á síðasta ári og útlit er fyrir að salan verði 5.500-6.000 tonn í ár. Meginhluti skyrsins er seldur í Finnlandi en einnig er skyr flutt til Bandaríkj- anna, Sviss og Færeyja. Tollfrjáls innflutningskvóti til Evrópusam- bandsins sem Finnland tilheyrir gerir það að verkum að óhag- kvæmt er að selja þangað skyr sem hér er framleitt, umfram 390 tonna tollkvóta. Er því megnið af skyrinu sem selt er á þeim mark- aði framleitt í litlu mjólkurbúi í Danmörku fyrir MS og flutt þaðan til Finnlands. Söluverð skyrsins var um 1.750 milljónir á síðasta ári og stefnir í tæpa 3 milljarða í ár. Til viðbótar þessu hefur MS gert sérleyfissamninga við fyrirtæki í Danmörku, Noregi og Svíþjóð um framleiðslu og sölu á skyri. Útlit er fyrir að samstarfsaðilarnir selji um 8.800 tonn af skyri í ár, einkum í Danmörku og Noregi, fyrir 5-6 milljarða króna. MS fær leyfisgjöld af þessari sölu. Tollkvótinn hamlar útflutningi Mesta undrið er í Finnlandi. Jón Axel Pétursson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs MS, segir að frumkvöðlarnir þar hafi með dugnaði og harðfylgi náð að vinna upp góðan markað fyrir skyr. Í upphafi hafi ætlunin verið að nýta tollfrjálsa kvótann til útflutnings frá Íslandi en hann hafi ekki dug- að nema í tvö ár. Þess vegna hafi verið farið að framleiða skyrið í Danmörku. Ekki er grundvöllur fyrir því að framleiða skyr á Íslandi og flytja inn í Evrópusambandið vegna hárra tolla. Þá segir Jón Axel að ekki sé framleidd næg mjólk hér á landi til að búa til skyr fyrir alla þá markaði sem búið er að vinna upp. Ef ekki hefði verið farið út í að veita framleiðsluleyfi hefðu ein- hverjir aðrir hlaupið í skarðið á markaðnum. Verið er að athuga með þetta fyrirkomulag í fleiri löndum Evrópusambandsins. Hægt er að flytja skyr frá Ís- landi á markaði utan ESB, eins og til dæmis í Sviss. Sá markaður er vænlegur og hefur tekið vel við sér. Þá er verið að undirbúa nýja útrás á Bandaríkjamarkaði í sam- vinnu við fjárfesta. Nýgerðir tollasamningar við Evrópusambandið auka möguleika til útflutnings þangað á næstu ár- um. Heimildin verður 4.000 tonn á ári, innan fárra ára. Jón Axel segir að kvótinn geti nýst við útflutning á skyri til Bretlands en MS er í samningaviðræðum við kaupendur þar. Skyrið skapar verðmæti Ákveðinn efnahalli er í mjólk- urframleiðslunni hér á landi af því að meira selst af fitu en próteini. Framleiðslukvótinn miðast alltaf við þann efnaþátt sem meira selst af, til að ekki verði vöntun á nein- um afurðum. Undanrennan er þurrkuð í duft og seld á lágu verði á heimsmarkaði. Það myndi koma sér vel fyrir MS og eigendur þess, kúabændur í landinu, ef hægt væri að nýta undanrennuna að fullu til að framleiða skyr og flytja út. Ef vel tekst til við að nýta aukinn út- flutningskvóta ESB og útflutn- ingur til Sviss heldur áfram að aukast, eru líkur á að verulega gangi efnahallinn á næstu árum, að sögn Jóns Axels. Egill Sigurðsson, bóndi á Beru- stöðum og formaður stjórnar MS, segir að það myndi hjálpa fyr- irtækinu mikið ef hægt væri að breyta undanrennunni í skyr og fá fullt verð fyrir. Ari Edwald, forstjóri MS, segir að fyrirtækið hafi nokkur hundruð milljóna króna tekjur af skyrút- flutningnum. Það styrki fyrirtækið. Nefnir hann að þótt Mjólk- ursamsalan selji vörur fyrir um 25 milljarða á ári sé álagning á vör- urnar lág og lítið verði eftir. Raun- verulegur hagur af starfseminni utan Íslands sé orðinn svipaður og meðalhagnaður af rekstri fyrirtæk- isins í heild á undanförnum árum. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Helsinki Finnar eru mikil mjólkurneysluþjóð. Þeir hafa tekið íslenska skyrinu opnum örmum, ekki síst unga fólkið, enda tekist að markaðssetja það sem heilsusamlega og góða afurð. Mikil búbót fyrir Mjólkursamsöluna  Íslenska skyrið er í mikilli útrás  MS og samstarfsaðilar á Norðurlöndunum selja í ár um 100 milljónir skyrdósa á erlendum mörkuðum  Skyrið er til sölu í um 5.000 verslunum í Evrópulöndum Stórmarkaður Íslenska skyrið hefur gott hillupláss í helstu stórmörkuðum Finnlands. Hér sést dæmi um það, hjá Stockmanns í miðborg Helsinki. „Mér líst vel á. Þeir ungu menn sem hér starfa leggja líf sitt og sál í starfið,“ segir Egill Sigurðsson, formaður stjórnar Mjólkursamsöl- unnar, um markaðsstarfið í Finn- landi en hann var einn þeirra stjórnenda MS sem fóru á skyrhá- tíðina í Finnlandi um síðustu helgi til að samgleðjast eigendum Skyr Finland oy vegna fimm ára starfs- afmælis og góðs árangurs á mark- aði. „Það er mikilvægt að vel takist til í útflutningi. Vonandi gengur okkur eins vel á öðrum mörk- uðum,“ segir Egill og tekur fram að ekki sé jafn mikill gangur í söl- unni á öllum mörkuðum. Spurður að því hvað MS geti lært af velheppnuðu markaðsstarfi Finnanna kemur fyrst upp í huga Egils að menn þurfi að hafa trú á vörunni sem þeir eru að framleiða. Það sé ekki sjálfgefið. Þá hafi Finnarnir náð til unga fólksins og það gefi vonir um að árangurinn vari lengur en ella. Hann bætir við: „Ef okkur gengur vel með vörulínu úti fáum við meiri jákvæðni út á hana heima.“ Nefnir hann að sam- starfið við Finnana hafi ýtt undir vöruþróun og nýjungar á Íslandi. Fáum meiri jákvæðni heima STJÓRNARFORMAÐUR MS ÁNÆGÐUR MEÐ FINNA Bragðprufa Guðfríður Erla Traustadóttir, Jón Axel Pétursson og Egill Sig- urðsson gæða sér á skyrdrykk með poppkornsbragði og líkar bara vel. Verið er að stofna fyrirtæki í Bost- on til að markaðssetja og selja ís- lenskt skyr á Bandaríkjamarkaði. Bandarískir og íslenskir fjárfestar standa að því í samvinnu við Mjólkursamsöluna. Ari Edwald, forstjóri MS, segir að MS leggi til þekkingu og fái framlag sitt greitt í hlutafé í skyr- fyrirtækinu en ekki með hefð- bundnum sérleyfisgreiðslum. MS flytur út skyr til Bandaríkj- anna, aðallega fyrir verslanir Whole Foods Market. Nýja fyrir- tækið tekur við viðskiptunum nú um áramótin. Ari segir þó ráðgert að skyrið verði framleitt hér á landi og flutt út í að minnsta kosti eitt og hálft ár. Eftir því sem mark- aðurinn stækki og salan aukist megi búast við því ekki verði hægt að anna eftirspurn og fyrirtækið verði að láta framleiða fyrir sig skyr í Bandaríkjunum. Þar eru fyrir tveir söluaðilar á skyri sem fram- leitt er með ís- lenskum aðferð- um. Þetta er stór og flókinn mark- aður. „Við höfum vísbendingar um það í gegnum okkar sölu og annarra að eftirspurn sé eftir vörunni. Samstarfsaðilar okkar hafa mikla trú á að fyrirtækið geti stækkað. Ef vel gengur eykst verðgildi hlutafjár okkar. Það er heldur ekki loku fyrir það skotið að hægt verði að hefja útflutning á fleiri vörutegundum,“ segir Ari. Að fyrirtækinu í Boston standa bandarískir og íslenskir fjárfestar. Einar Sigurðsson, fyrrverandi for- stjóri MS, vinnur að verkefninu og verður fulltrúi Mjólkursamsölunnar í stjórn. Stofna fyrirtæki til að selja skyr á Bandaríkjamarkaði BANDARÍSKIR OG ÍSLENSKIR FJÁRFESTAR TIL SAMSTARFS Ari Edwald Austurveri, Háaleitisbraut 68 • sími 568 4240 Barnastígvél Woddy pop loðfóðruð stígvél. Náttúrurlegt gúmmí í þremur litum St. 24-38 Luego Kuldaskór. Margir litir. St. 25-40 Lolly Pop print með stjörnumynstri sembreyta litum í bleytu. Náttúrulegt gúmmí. St 22-32 Opið: mán.–fös. 10–18, lau. 10–15
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.