Morgunblaðið - 02.10.2015, Qupperneq 28
28 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2015
Bæjarlind 1-3
201 Kópavogur
sími 571 5464
www.tiskuhus.is
Finndu þinn eigin fatastíl
Stærðir 38-54
Yrsa
Reykjavík
Úrið er sjálfvinda
og íslensk hönnun
verð 29.500.-
Einnig erum við
með Pierre Lannier,
frönsk gæða úr og
mikið úrval
af skartgripum
Laugavegi 8 | 101 Reykjavík | S. 534 5956
Skoðaðu úrvalið á
Benedikt Bóas
benedikt@mbl.is
„Ég ráðlegg fótboltaáhugafólki að
kaupa nýjar rafhlöður í fjarstýr-
inguna. Það er ljóst að það þarf að
flakka á milli stöðva,“ segir Elvar
Geir Magnússon, ritstjóri vefsíðunn-
ar fótbolta.net. Sannkallaður risa-
sunnudagur er framundan þar sem
borgar- og toppslagir verða leiknir
um alla álfuna. Tveir Íslendingar
verða í eldlínunni; Alfreð Finn-
bogason með liði sínu Olympiakos og
Gylfi Sigurðsson með Swansea.
Aðrir Íslendingar verða einnig
að spila en ekki í topp- eða borgar-
slag. Jóhann Berg Guðmundsson
verður með Charlton í ensku
Championship-deildinni, Birkir
Bjarnason með Basel og þá spila
fjölmargir aðrir, bæði karlar og
konur, með liðum í Skandinavíu á
sama tíma.
Raðast skemmtilega
„Það væri best ef veðrið yrði
vont, rigning og frekar kalt. Þetta
er mögnuð dagskrá og skemmtilegt
fyrir fótboltaáhugamenn að þetta
skuli hafa raðast svona niður þann-
ig að það verða margir límdir við
sófann,“ segir Elvar en hann ætlar
að fylgjast vel með þrátt fyrir að
ætla upp í sumarbústað.
„Ég hef verið að lýsa þýska
boltanum í vetur en verð í fríi þessa
helgina. Þrátt fyrir það verður
fylgst vel með þessum leikjum. Ég
missi reyndar af síðari hálfleik í
borgarslagnum í Madríd því við
ætlum að enda helgina á því að fara
á Bubbatónleika í Kjósinni. Þessum
degi verður eiginlega breytt í laug-
ardag,“ segir hann fullur tilhlökk-
unar. Elvar bendir á að leikirnir um
helgina séu margir mjög spennandi
en sjálfur er hann spenntastur að
sjá Arsenal – Man. Utd., Bayern
München – Dortmund og borgar-
slaginn í Madrid.
„Arsene Wenger virðist vera
kominn á endastöð með Arsenal.
Uppstilling hans var stórfurðuleg
gegn Alfreð og félögum í Meistara-
deildinni og ég held að hans tími sé
kominn. Í viðureign Bayern og
Dortmund er ákveðin hætta á að
þýski boltinn klárist einfaldlega ef
Bayern vinnur þann leik þannig að
allir hlutlausir vonast eftir sigri
Dortmund. Slagur Atletico og Real
um montréttinn í Madrid er svo rús-
ínan í pylsuendanum. Ég get eig-
inlega ekki beðið,“ segir Elvar.
Topp- og borgarslagir um alla álfu
Einn stærsti
sunnudagur í
knattspyrnusögunni
Svakalegur sunnudagur
Enski
Everton - Liverpool 14:30
Arsenal - Manchester United 17:00
Swansea - Tottenham 17:00
Staðan:
1. Manchester United 7 5 1 1 12 - 5 16
4. Arsenal 7 4 1 2 10 - 7 13
5. Everton 7 3 3 1 11 - 7 12
9. Liverpool 7 3 2 2 7 - 9 11
6. Tottenham 7 3 3 1 9 - 5 12
11. Swansea 7 2 3 2 8 - 8 9
Spænski
Atlético Madrid - Real Madrid 20:30
3. Real Madrid 6 4 2 0 14 - 1 14
5. Atlético Madrid 6 4 0 2 9 - 3 12
Þýski
Bayern München - Borussia Dortmund 17:30
1. Bayern München 7 7 0 0 23 - 3 21
2. Borussia Dortmund 7 5 2 0 21 - 6 17
Ítalski
Milan - Napoli 20:45
10. Napoli 6 2 3 1 12 - 7 9
11. Milan 6 3 0 3 8 - 9 9
Franski
Paris Saint-Germain - Marseille 21:00
1. Paris Saint-Germain 8 6 2 0 17 - 4 20
15. Marseille 8 2 2 4 13 - 9 8
Hollenski
Ajax - PSV Eindhoven 14:30
1. Ajax 7 6 1 0 18 - 2 19
4. PSV Eindhoven 7 4 2 1 17 - 7 14
Austurríski
RapidWien - Red Bull Salzburg 16:30
1. Rapid Wien 10 7 1 222 - 12 22
2. Red Bull Salzburg 10 5 3 224 - 16 18
Gríski
PAOK - Olympiakos 19:30
1. Olympiakos 5 5 0 0 16 - 3 15
3. PAOK 5 3 1 1 8 - 5 10
Stærstu lið Evrópu í knattspyrnu etja kappi á sunnudag víðsvegar um álfuna
AFP
Mættur Daniel Sturridge er byrj-
aður að spila á ný með Liverpool.
AFP
Niðurlútur Arsene Wenger hefur
ekki brosað oft að undanförnu.
AFP
Hetja Alfreð Finnbogason tryggði
Olympiakos sigur gegn Arsenal.
Knattspyrnusamband Íslands mun
ekki skipuleggja neina sigurhátíð til
heiðurs íslenska landsliðinu í knatt-
spyrnu en síðasti heimaleikur lands-
liðsins fer fram eftir viku gegn Lett-
landi. Nokkrum klukkutímum eftir
að flautað verður af gegn Lettum
þarf íslenska liðið að stíga um borð í
flugvél og fljúga til Tyrklands þar
sem lokaleikur undankeppninnar
fer fram. Eftir þann leik fara lands-
liðsmenn Íslands til sinna félagsliða.
Klara Bjartmarz, formaður KSÍ,
segir að tíminn sé einfaldlega ekki
nægur til að halda neina sigurhátíð.
„Eins og staðan er núna þá eru allir
að einbeita sér að því að klára mótið
með sæmd og við höfum ekki skipu-
lagt neitt í næstu viku,“ segir hún.
Skv. reglum FIFA eiga knatt-
spyrnusamböndin að skila sínum
leikmönnum til félagsliða þeirra
þannig að ekki er hægt að fljúga
heim með strákana í sigurhátíð.
„Við eigum enn tvo leiki eftir og það
þarf að klára þá leiki með sóma. Það
er ekkert hægt að fara í eitthvert
rugl þó sætið sé tryggt,“ segir hún.
Skv. upplýsingum frá Tólfunni
munu fáir fara til Tyrklands þó enn
séu sæti laus í ferð með Icelandair á
leikinn.
Engin sigurhátíð skipulögð
eftir Lettlandsleikinn
Stuð Eftir að sæti á EM var tryggt héldu landsliðsstrákarnir niður í miðbæ
Reykjavíkur að fagna. Trúlega verða það einu fagnaðarlætin.
Eins og flestir vita skoraði Alfreð
Finnbogason sigurmark Olympia-
kos gegn Arsenal í Meistaradeild-
inni. Elvar Geir Magnússon, rit-
stjóri fótbolti.net, segir að markið
gæti skipt sköpum fyrir hann nú
þegar vika er í næsta landsleik.
„Hann er kominn nánast í guða-
tölu þarna í Grikklandi eftir þetta
mark. Ég vona að þetta sé upphafið
að einhverju ævintýri hjá honum og
vonandi fær hann fleiri spila-
mínútur í kjölfarið því hann hefur
þurft að sætta sig við of mikla
bekkjarsetu að mínu mati.
Ég vona að hann fái að byrja inná
annaðhvort gegn Lettlandi eða
Tyrklandi í þessum lokaleikjum í
undankeppninni, fyrst þetta eru
leikir sem eru, þannig lagað, und-
irbúningsleikir fyrir EM. Ég held
að það sé kjörið að fikta aðeins með
Alfreð, því hann hefur hæfileikana
til að spila stærra hlutverk með
landsliðinu en hann hefur gert
hingað til. Ég vona að hans tími sé
kominn.“
Gylfi alltaf góður
Elvar segist ekki hafa neinar
áhyggjur af Gylfa Sigurðssyni en
hann hefur farið fullrólega af stað
að mati margra í ensku úrvalsdeild-
inni.
„Hann er kominn með markið
sem hann þurfti og Gylfi er þannig
leikmaður að hann er alltaf góður,
þótt breska pressan sjái það ekki
alltaf. Hann verður flottur í lands-
leikjunum sem framundan eru.“
Vonandi upphafið hjá Alfreð
Morgunblaðið/Golli
Topptvenna Gylfi Þór Sigurðsson
og Alfreð Finnbogason í landsleik.