Morgunblaðið - 02.10.2015, Síða 38

Morgunblaðið - 02.10.2015, Síða 38
38 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2015 BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Iðulega eru skógræktarmenn í Þjórsárdal spurðir hvers vegna tré hafi verið gróðursett í skarðinu á milli Bringu og Hagafjalls í Þjórs- árdal. Þar er nú vaxinn ræktar- legur skógur, en ýmsir halda enn fast í þá mynd sem prýddi bak- hlið 100 króna seðils frá því á fjórða áratug síð- ustu aldar og fram um 1970. Þá var trjágróður ekki að finna á þessum slóðum. Myndin sýndi fjárrekstur sunnan við höfðann og var gerð eftir ljós- mynd Ólafs Magnússonar af fjár- rekstri. Þessi mynd fór víða á sínum tíma og var meðal annars á Heims- sýningunni í New York árið 1939. Sama mynd í tveimur litum Byrjað var að gefa út umræddan 100 króna seðil vorið 1935. Jón Sig- urðsson prýddi framhlið seðilsins, en á bakhlið var teikning af fjár- rekstri við Þjórsá, sunnan við höfð- ann Bringu, gerð eftir ljósmynd Ólafs. Aðallitur var dökkrauður. Í ársbyrjun 1948 tóku nýir seðlar gildi og hafði litum þá verið breytt. Aðal- litur á 100 króna seðlinum var nú orðinn blár og voru þessir seðlar innkallaðir 1970 er nýir seðlar fóru í umferð. Talsmenn skógræktar gefa ekki mikið fyrir þá fortíðarhyggju sem fram kemur í upprifjun á því hvern- ig umhorfs var í Bringuskarði fyrir hátt í 100 árum. Þeir svara því til að vart hafi sést í stein í Þjórsárdal við landnám og hvort ekki sé nær að miða við þann tíma, frekar en þegar skógur og jarðvegur var í mestri niðurníðslu. Ekki rekið um skarðið í áratugi Hreinn Óskarsson, skógarvörður Skógræktar ríkisins á Suðurlandi, hefur þær upplýsingar frá heima- mönnum að margir áratugir séu síð- an fjársafn Gnúpverja og Skeiða- manna var rekið í gegnum Bringu- skarð, slíkt hafi líklega verið aflagt að mestu fyrir 1970. Fé hafi síðustu hálfa öldina verið rekið eftir þjóð- veginum austan við Bringu. Hann segir að ekki hafi heyrst óskir frá fjáreigendum sjálfum um að fá að reka fé í gegnum Bringu- skarðið, enda þyrfti þá að þræða milli girðinga frá Skógræktinni, Ásólfsstöðum og bústaða sem eru í landi Ásólfsstaða nyrst í Bringu- skarðinu. Vegna skógræktar hafi verið girt sunnan við Bringu um 1940, en gömul reiðgata þar sem elsti vegurinn að Þjórsárdal lá, liggi í gegnum skóginn í Bringuskarði. Birki, ösp og lerki „Það hefur margt breyst síðan gamla myndin af fjárrekstrinum var tekin,“ segir Hreinn og nefnir að m.a. hafi uppbyggður vegur verið lagður á eyrum Þjórsár sem gróið hafi upp með sjálfsprottnum skógi. „Þegar myndin fræga var tekin var Bringuskarð illa gróið og skriður og rof í Bringu og sjálfu skarðinu. „Í dag er land innan skógræktar- girðingarinnar orðið að mestu vel gróið, skriður og rof gróin. Það er að miklu leyti vaxið skógi bæði, sjálf- sprottnum birkiskógi og gróðursett- um með ýmsum tegundum. Töluvert var gróðursett af ösp í land norðan í skarðinu. Síðar var gróðursett birki og lerki austan í sjálfa Bringuna.“ Landið sé hluti af landi Skógrækt- arinnar og þarna hafi verið ágætt land til skógræktar. Skógurinn veiti skjól, verndi jarðveg og hamli gegn öskufoki næst þegar Hekla gjósi og ausi ösku yfir Þjórsárdal. Gróður við landnám „Vissulega má gagnrýna skóg- rækt vegna þess að útlit lands breytist, en það er langsótt að mínu mati að halda landi í sama gróður- litla ástandi og það var á þriðja ára- tug 20. aldar, svo reka megi fjársafn þar yfir einn dag á ári,“ segir Hreinn. „Ég vil heldur miða við landið eins og það var um landnám, en þá segja heimildir að ,,hvergi hafi sést í stein í Þjórsárdal“, svo mikill var skóg- urinn. Þó að ekki séu skógar orðnir jafn miklir í Þjórsárdal og þá var, gæti dalurinn og Bringuskarðið orð- ið svipað þeirri mynd, sem reyndar var aldrei tekin, innan nokkurra áratuga. Það hefði verið gaman að sjá þá mynd,“ segir Hreinn. Vildi sjá myndina sem aldrei var tekin  Spurt um skóginn við Bringu og gamla hundraðkallinn Ljósmynd/Hreinn Óskarsson Skógrækt Landið við Bringu við Þjórsá verður stöðugt gróskumeira og hefur verið girt af. Ljósmynd/Ólafur Jónsson Sauðfé, hestar og menn Áð undir Bringu að loknum göngum fyrri hluta síðasta mánaðar. Hundraðkallinn Um miðbik síðustu aldar prýddi mynd af fjárrekstri sunn- an við Bringu bakhlið 100 króna seðilsins, fyrst í rauðum lit, síðan bláum. Hreinn Óskarsson Sjúkratryggingar Íslands, SÍ, hafa boðið rekstraraðilum hótela og gisti- heimila á Akureyri að gerast aðilar að rammasamningi um fast verð á hverja gistinótt með fullu fæði fyrir einstaklinga sem þurfa heilsu sinnar vegna að dvelja fjarri heimili sínu vegna rannsókna og/eða meðferðar, en þurfa ekki sjúkrahúsdvöl. Býðst þá einstaklingum að velja milli þeirra gististaða sem aðilar eru að samningnum. Markmiðið með þessum samningi er að auka þjónustu og bæta aðgengi þeirra sem koma um langan veg til að fá heilbrigðisþjónustu á Akureyri. Vinnan er komin á lokastig og áætl- að er að farið verði að starfa sam- kvæmt samningi þessum á næstu vikum. Greiðsluhluti einstaklinga er ákveðinn samkvæmt reglugerð og er nú 1.200 kr. á dag. Sjúkra- gisting á Akureyri Hæ sæti, hvað ert þú að borða? – fyrir dýrin þín Bragðgott, hollt og næringarríkt Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | sími 511-2022 AMH – Akranesi – sími 431-2019 | www.dyrabaer.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.