Morgunblaðið - 02.10.2015, Qupperneq 54
54 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2015
Nú er mikið rætt um jafnrétti
kynjanna til þess að fá skipun í
störf. Einkum er þá vikið að
dómarastöðum í Hæstarétti. Mér
sýnist að flestir sem um hafa
fjallað hafi áttað sig á að ekki
megi raða umsækjendum um
dómarastöðu í forgangsröð á
grundvelli kynferðis, þó að fleiri
karlar gegni nú dómaraemb-
ættum við dómstólinn en konur.
En þá hefur gjarnan fylgt með
athugasemd um að við þessar að-
stæður megi velja konu vegna
kynferðis hennar ef hún er talin
standa karli jafnfætis að hæfni.
Er þetta rétt?
Í mannréttindakafla stjórn-
arskrárinnar (2. mgr. 65. gr.) er
að finna svofellt ákvæði: „Konur
og karlar skulu njóta jafns réttar
í hvívetna.“ Ef karl og kona sem
sótt hafa um stöðu þykja standa
jafnfætis að hæfni er samkvæmt
þessu ákvæði óheimilt að velja
annað á grundvelli kynferðis, því
þá er ekki verið að láta umsækj-
endurna „njóta jafns réttar í hví-
vetna“, eins og þetta er orðað í
textanum. Þá er einmitt verið að
gera upp á milli umsækjendanna
á grundvelli kynferðis þeirra.
Hér verða menn að muna að
mannréttindin eru bundin við
einstaklinga en ekki hópa.
Það þarf ekki annað en vera
læs til að geta skilið þennan
texta. Samt hafa margir sem um
hafa fjallað, þar á meðal lögfræð-
ingar, talið að við þessar að-
stæður megi mismuna á grund-
velli kynferðis, það er að segja
velja annan umsækjandann
vegna kynferðis hans. Það reyn-
ist mönnum stundum erfitt að
gera upp á milli skýrra fyrirmæla
í lögum, jafnvel í stjórnarskrá, og
þess sem þeir vildu frekar að
stæði þar.
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jafn réttur
í hvívetna
Höfundur er lögfræðingur.
Umræða um skipan hæstaréttar-
dómara hefur farið hátt undangengna
daga. Slík umræða er nauðsynleg öll-
um ríkjum sem kenna sig við lýðræði
og réttarríki, enda dómstólar einn
þriggja þátta ríkisvaldsins. Í gegnum
árin hefur umræða í aðdraganda skip-
unar dómara jafnan snúist um sjálf-
stæði dómstóla og hvernig tryggja
beri að þeir verði óháðir hinum tveim-
ur þáttum ríkisvaldsins, þ.e. lög-
gjafar- og framkvæmdavaldi. Sú um-
ræða er mikilvæg.
Árið 2010 var gerð breyting á lög-
um um dómstóla með það að markmiði
að auka sjálfstæði þeirra. Fimm
manna nefnd var þá falið að fjalla um
hæfni umsækjenda um dómarastöður.
Til að tryggja sérstaklega sjálfstæði
dómstóla var kveðið á um að ráðherra
væri óheimilt að skipa í dómaraemb-
ætti umsækjanda sem dómnefndin
hefur ekki talið hæfastan. Þrátt fyrir
að ráðherra beri ábyrgð á skipun
dómara, var valdið þannig tekið frá
honum og fært hinni sjálfstæðu nefnd.
Í undantekningartilvikum er ráðherra
þó heimilt að bera undir atkvæði Al-
þingis heimild til að skipa annan aðila í
embætti en þann sem nefndin hefur
talið hæfastan.
Deila má um hvort tilhögun þessi
tryggi í raun sjálfstæði dómstóla og
hvort heppilegt sé að sjálfstæð nefnd,
án nokkurrar ábyrgðar, hafi svo veru-
legt vægi við skipun dómara. Löggjaf-
inn valdi hins vegar að fara þessa leið
og henni verður ekki breytt nema með
nýrri ákvörðun löggjafa. Nú bregður
svo við að opinber umræða snýst ekki
um sjálfstæði dómstóla. Nú snýst um-
ræðan um kynferði; annars vegar um
kynferði nefndarmanna dómnefndar-
innar og hins vegar um kynferði þess
umsækjanda sem nefndin taldi hæf-
astan til skipunar í embættið.
Að því er fyrra atriðið varðar, þá
hefur dómnefnd verið skipuð einvörð-
ungu karlmönnum frá miðju ári 2014,
en þá gekk ein kona úr nefndinni og
karlmaður, tilnefndur af Alþingi, kom
í hennar stað. Sem dæmi má nefna að
frá þeim tíma hefur nefndin þrívegis
fjallað um hæfni umsækjenda í dóm-
arastöður við héraðsdóm. Í tveimur
tilvika komu konur að matinu vegna
vanhæfis aðalmanna í nefnd, en í mati
nefndarinnar frá 23. febrúar sl. lögðu
einvörðungu karlmenn mat á um-
sækjendur. Í hópi umsækjenda voru
bæði karlar og konur. Kona var þá tal-
in hæfust til að hljóta setningu í emb-
ættið. Vegna umræðunnar nú er rétt
að vekja athygli á þessu og þeirri
staðreynd að lítið fór fyrir opinberri
umræðu um skipun nefndarinnar á
fyrrgreindu tímabili.
Höfundar þessarar greinar eru allir
lögmenn og vilja gjarnan auka hlut
kvenna til þjónustu við réttarríkið.
Aukinheldur á umræða um skipun
jafn mikilvægrar nefndar og þessarar
allan rétt á sér. Sú umræða þarf þó að
vera málefnaleg og óháð einstökum
álitum nefndarinnar. Sé tilhögun við
skipun nefndarmanna talin óheppileg
eða í andstöðu við lög um jafna stöðu
og jafnan rétt kvenna og karla, þarf að
breyta því. Þessi staða hefur þó verið
þekkt frá öndverðu og ráðherra á
hverjum tíma hefur skipað í nefndina.
Nýjasta álit nefndarinnar hefur því
sama vægi og fyrri álit. Núverandi
skipan nefndarinnar réttlætir því ekki
þá kröfu sem fram er komin, um að
ráðherra grípi til þröngrar undan-
þáguheimildar og leggi til við Alþingi
að annar umsækjandi verði skipaður.
Kemur þá að síðargreinda atriðinu
sem hefur verið til umræðu í tengslum
við niðurstöðu nefndarinnar, þ.e. að
karlmaður hafi verið talinn hæfastur
umsækjenda. Eðli máls samkvæmt
Skipan dómara
Eftir Heiðrúnu Lind Marteins-
dóttur hdl., Huldu Árnadóttur
hdl., Kristínu Edwald hrl. og
Þórunni Guðmundsdóttur hrl.
»… eru því engin rök
sem standa til þess
að ráðherra gangi
framhjá mati nefndar-
innar og leggi til við Al-
þingi að annar umsækj-
andi verði skipaður í
embættið.
Þórunn
Guðmundsdóttir
Kristín
Edwald
Hulda
Árnadóttir
Heiðrún Lind
Marteinsdóttir