Morgunblaðið - 02.10.2015, Qupperneq 61
það er hreinlega ómetanlegt. Það
hefur enginn tapað pening á því að
versla við okkur,“ bætir Kjartan
við. „Það hefur bara ekki gerst.“
Með vörur á breiðu verðbili
Kjartan bætir því við að Epal
hafi bætt vel við vöruvalið og
breikkað mjög allt framboð. „Þó
við séum að einhverju leyti ennþá
verslun sem er fyrir dýr húsgögn
sem eru sígildar hönnunarvörur,
höfum við stóraukið gjafavöruúr-
valið og líka bætt við gripum í
milliverðflokki. Það má því segja
að við séum með alla flóruna.“
Það breyti því þó ekki að dýru
húsgögnin, eftir dönsku risana
Arne Jacobsen, Hans J. Wegner,
Börge Mogensen og fleiri, séu enn
með því söluhæsta í búðinni. „Eftir
hrunið þá finnst mér fólk leita í
auknum mæli eftir því klassíska, í
hluti sem eru örugg fjárfesting,“
segir Kjartan og vísar þar til þess
að nærfellt allir hinir sígildu stólar
dönsku meistaranna eigi sér líf-
legan eftirmarkað og vandalaust sé
að koma notuðum mublum eftir þá
í gott verð. Svanurinn, Y-stóllinn,
Sjöan, Eggið og allt hitt selst allt
saman mjög vel.“
Það var svo þann 16. júlí síðast-
liðinn sem slétt fjörutíu ár voru
liðin frá því Epal hlaut sitt op-
inbera auðkennisnúmer í fyr-
irtækjaskrá Hagstofu Íslands. Frá
afmælisdeginum í ár og allt til 16.
júlí á næsta ári verða ýmsir við-
burðir skipulagðir í versluninni til
að fagna tímamótunum og nú í gær
hófst annar áfangi afmælishátíð-
arinnar. Þá var hulunni svipt af
tveimur innsetningum á efri hæð-
inni í verslun Epal sem listamenn-
irnir Eske Kath og Haraldur Jóns-
son hafa unnið sérstaklega fyrir
þetta tilefni. Einnig kynnti Epal
rúmföt hönnuð af Ingibjörgu
Hönnu ásamt afmælisútgáfu af
Vaðfuglinum eftir Sigurjón Páls-
son.
Fleiri viðburðir eru svo skipu-
lagðir út afmælisárið, sem sagt
verður frá í fyllingu tímans.
Fallegur Y-stóllinn eftir Hans. J
Wegner. Alltaf jafn fínn.
Gæði „Eftir hrunið þá finnst mér fólk leita í auknum mæli eftir því klassíska, í hluti sem eru
örugg fjárfesting,“ segir Kjartan um vinsældir Epal eftir kreppuna. Sígild hönnun selst ennþá.
Epal Að sögn Kjartans Páls hefur verslunin stóraukið gjafavöruúrvalið, eins og glöggt má sjá.
Sívinsæl Sjöan hans Arne Jacobsen er hálfgerður stað-
albúnaður, við borðstofuborð landsmanna og víðar.
61
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2015
Náttúrulega
í vinnuna
Við erum ánægðmeð fólkið okkar!
starfsmennmeð
samgöngusamning
yfir sumartímann
46%Vínbúðin hefur lengi stutt starfsfólk í að taka upp vistvænan samgöngumáta, bæði með samgöngu-samningum og öflugri fræðslu. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Nýlega var VínbúðinniveittSamgönguviðurkenning Reykjavíkurborgar og Hjólaskálin frá Hjólafærni og Landssamtökum
hjólreiðamanna fyrir að stuðla að grænum samgöngumáta starfsfólks. Það er þó ekki síður gleðiefni að
samgöngustyrkirnir hafa skilað sér margfalt til baka í bættu heilsufari og betri líðan starfsfólksins okkar.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
7
0
9
9
9