Morgunblaðið - 02.10.2015, Side 62

Morgunblaðið - 02.10.2015, Side 62
Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is Þau Charles og Ray Eames voru á margan hátt frumherjar á sínu sviði og voru óhrædd við að spreyta sig á nýjum og nýstárlegum efniviði ef þau töldu hann henta fyrir tiltekna hönnun. „Sem dæmi má nefna við- arþynnustólinn [sem heitir Molded Plywood Lounge Chair] en hann verður til upp úr því að þau hjónin eru að búa til fótspelkur úr sveigð- um krossviði fyrir hermenn eftir seinna stríð,“ útskýrir Guðni. „Það er þá sem þau komast upp á lagið með að formbeygja krossvið í þrí- vídd. Þau voru frumherjar í því að sveigja viðinn fyrir setur og bak og þessa tækni notuðu þau óspart í framhaldinu og margir merkir stólar urðu til upp úr því.“ Plastið, álið og allskonar Sama var uppi á teningnum þegar þau hönnuðu það sem er í dag lík- lega vinsælasti borðstofustóll á Ís- landi og eflaust víðar, Eames Plastic Side Chair sem fyrst kom fram á sjónarsviðið árið 1950. Guðni hefur að eigin sögn selt hann í þúsundum eintaka hér á landi og sér ekki fyrir endann á. „Þarna voru þau algerlega að gera nýjan hlut á sínum tíma, að búa til skel í sæti úr plasti. Markmið þeirra var einfalt,“ segir Guðni og fer svo hátíðlega með tilvitnun: „Getting the most of the best, to the greatest number of people, for the least.“ Hjónin unnu líka fyrsta húsgagnið úr steyptu, gegnheilu áli, þar sem stóllinn Aluminum Chair EA 115 er frá 1958. Hann er á sýningunni í ýmsum útfærslum og þar gefur líka að líta Lobby Chair, en í slíkum stól- um sátu Bobby heitinn Fischer og Boris Spassky er þeir háðu skákein- vígi aldarinnar í Reykjavík árið 1972. Ekki má gleyma Eames Lounge Chair, hægindastólnum goðsagna- kennda með skammeli. Hann hefur verið stofustáss og stöðutákn um áratugaskeið og flestir eru sammála um að fallegri hægindastóll hafi trauðla verið hannaður og Guðni kann góða sögu sem er til marks um gæði stólsins. „Hingað á sýninguna um daginn kom vinur okkar Hjalti Geir Krist- jánsson innanhússarkitekt sem lengi var framkvæmdastjóri KS, Krist- jáns Siggeirssonar. Hann hafði keypt svona stól árið 1958 og hefur á þeim tíma einu sinni komið með stól- inn til okkar í minni háttar lagfær- ingu, en annars er hann eins og nýr. Þetta er eilífðareign.“ Sýningunni í Pennanum lýkur á sunnudaginn, 4. október. Frumherjar á sviði húsgagnahönn  Penninn Húsgögn við Skeifuna hýsir nú farandsýningu með helstu verkum Eames- hjónanna. Sýningunni lýkur um helgina. Upphafið Aluminum Group heita þeim saman, stólarnir sem hjónin hönnuðu og smíðuðu úr steyptu áli. Það var í fyrsta sinn sem sú aðferð og sá efniviður var notaður til húsgagnagerðar. Skúlptúr Plastbekkurinn La Chaise er einhvers staðar á milli þess að vera húsgagn og högg- mynd. Mubla þessi var Tom Ford meðal annars innblástur við hönnun á hvítum galakjól. Draumurinn „Lounge Chair and Ottoman“ heitir frægasti hægindastóll allra tíma og er að líkindum draumahúsgagn býsna margra smekkmanna. Morgunblaðið/Golli Frumherjar Farandsýningin í Pennanum á helstu verkum Eames-hjónanna á sviði húsgagnahönnunar er hvalreki á fjörur áhugafólks um hönnun, enda þau hjónin brautryðjendur á sínu sviði eins og Guðni Jónsson segir frá. Hvítur Lounge Chair er ekki síður fallegur í hvítu leðir og ljósum við. 62 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2015 HEIMILI og hönnun Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is Opið:Mán. - föst. kl. 09-18 Laugardaga kl. 11-15 INNRÉTTINGAR DANSKAR Í ÖLLHERBERGIHEIMILISINS FJÖLBREYTTÚRVALAFHURÐUM, FRAMHLIÐUM,KLÆÐNINGUMOGEININGUM, GEFAÞÉR ENDALAUSAMÖGULEIKAÁ AÐSETJASAMANÞITTEIGIÐRÝMI. STERKAR OG GLÆSILEGAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.