Morgunblaðið - 02.10.2015, Page 69

Morgunblaðið - 02.10.2015, Page 69
MINNINGAR 69 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2015 og skemmtilegur faðir og hann hefur ekki síður notið sín í afa- hlutverkinu. Sumarið 1987 lögðum við Himmi land undir fót, ásamt Óli- ver, syni hans, og Sunnu og Sindra, börnum mínum, og fór- um til Austurríkis. Georg var þá hjá móður sinni, Claudíu, í Ástr- alíu. Það er ógleymanleg ferð, þar sem við skíðuðum uppi á Kapr- ún-jökli, syntum í austurrískum fjallavötnum, Walchsee og Zell am See, lékum okkur, nutum lífsins og náttúrunnar. Við höf- um oft rifjað þá ferð upp, ekki síst þegar Hilmar kenndi við Menntaskólann á Laugarvatni, sem hann gerði nánast allan sinn starfsferil. Þá var skemmtilegt að skreppa í helgarferðir til Himma, ýmist með Sunnu og Sindra, eða Íris systur og Binna bróður, spila brids, fara í sund og göngutúra, spjalla út í eitt, leika við hundana hans og njóta konunglegra veitinga, því Himmi var höfðingi heim að sækja, frá- bær gestgjafi og afburðakokkur. Þegar ég vissi hvert stefndi í síðustu viku skrapp ég vestur á Ísafjörð til þess að kveðja bróð- ur minn. Til marks um það hvað hann var með á nótunum alveg til hinstu stundar þá vildi hann horfa með mér á landsleik stelpnanna í fótbolta, gegn Hvít- Rússum, á Sjúkrahúsinu á Ísa- firði. Hann fagnaði fyrsta markinu, hann, Claudia og ég skáluðum í klakavatni og skömmu síðar sagði hann af veikum mætti: „þetta var víti“, sem var hárrétt hjá honum! Seinni hálfleikinn svaf Himmi af sér, en fékk að sjá samantekt morguninn eftir með aðstoð Georgs og tækninn- ar. Nú þegar ég kveð ástkæran bróður minn og þakka honum allt og allt vil ég votta elsku Óli- ver, Helgu og dætrum þeirra, Urði og Iðunni, Georg, Fríðu og börnum þeirra Brimi, Særúnu og Claudíu mína dýpstu samúð. Harmur okkar allra er mikill, en þeirra er hann mestur. Guð veri með ykkur öllum. Agnes Bragadóttir. Það er svo erfitt að trúa því að í dag kveðjum við elsku Hilm- ar frænda í hinsta sinn. Að við séum ekki að fara í heimsókn á nýja heimilið hans á Ísafirði við næsta tækifæri. Þau voru ófá sumrin í æsku sem við systkinin, annað eða bæði, fengum að eyða viku eða svo á Laugarvatni. Fyrir okkur borgarbörnin var þetta sannköll- uð ævintýraveröld þar sem við komumst í kynni við náttúruna, tókum upp kartöflur, aðstoðuð- um við sultugerð, lærðum mann- ganginn, lékum okkur við vatnið og einn af hápunktunum var að fá að taka þátt í hverabrauðs- gerð. Alltaf vorum við velkomin og Hilmar til í að bardúsa eitt- hvað skemmtilegt með okkur. Eftir því sem við eltumst urðu heimsóknirnar hóflegri í lengd, en viðmótið sem tók á móti okk- ur þegar barið var að dyrum hjá Hilmari frænda var alltaf jafn hlýtt og nærveran góð. Ef við áttum leið um nágrennið, hvort sem það var á Laugarvatni eða í Svarfaðardal, tók hann á móti okkur og galdraði fram kræs- ingar og skemmtilegar samræð- ur, enda frásagnargleðin engu lík. Hann var svo fullur af lífi, hress og áhugasamur um allt milli himins og jarðar, og hann sá jákvæðu og fyndnu hliðarnar á tilverunni. Þannig er Hilmar ennþá í okkar huga, og þess vegna er svo sárt og erfitt að sætta sig við að hann sé farinn, eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Við samhryggjumst ykkur innilega, Claudia, Óliver, Helga, Georg, Fríða og börn. Minning Hilmars mun lengi lifa. Sunna og Sindri. Við kveðjum elsku Hilmar okkar með djúpri sorg sem ekki verður lýst með orðum. Minn- umst unaðsstunda í gegnum tíð- ina. Þær hefðu mátt vera fleiri hin síðustu ár. Minningarnar eru ómetanlegar með þessum nátt- úruunnanda, mann- og dýravini, heimspekingi, barnagælu, tryggðatrölli og lífslistamanni. Og er þá fátt eitt talið. Börnin okkar, ekki síst strákarnir, eiga minningu hans sannarlega skuld að gjalda og þau syrgja hann öll sárt. Við sjáumst ekki í sumar og þó sé ég þig: er blómin horfa himins til og hneigja sig þá yfir í þinn huliðsheim þú heillar mig. Því vetrarstríð á enda er nú undrumst við hve dauðinn veitir dýra hvíld og djúpan frið og heyrum lífið líða hjá sem lækjarnið. Og allir þeir sem unnir þú og unnu þér þeir sjá hvar logi lífs þíns rís og lyftir sér í þessa lygnu líknarnótt sem ljómar hér. Er birtan sendir bláan draum í bæinn inn? og geislaflugið fellur létt á fagurkinn það vermir litlar ljúfur þrjár sem lófi þinn. (Jóhannes úr Kötlum.) Óliver, Georg, Claudiu og fjöl- skyldum þeirra sendum við sam- úðarkveðjur og allar okkar bestu hugsanir. Viggó og Hulda. Kynni okkar hjóna og Hilm- ars Bragasonar hófust haustið 1984 þegar við komum aftur til kennslu við Menntaskólann að Laugarvatni eftir árs frí í Reykjavík en Hilmar hafði byrj- að kennslu sína þar haustið áð- ur. Hafa þau góðu kynni staðið óslitið síðan og ekki spillti fyrir að drengir Hilmars og drengir okkar voru á svipuðum aldri og urðu góðir félagar. Hilmar var glaðsinna og fé- lagslyndur, hafði gaman af íþróttum, var góður skíðamaður og hafði yndi af allri útivist og ferðum um landið og hafði mik- inn áhuga á jarðfræði og nátt- úrufræði. Hilmar var og liðtæk- ur skákmaður og má segja að hann hafi um árabil haldið uppi skáklífi í Laugardalnum en þar bar hið svonefnda Lindarmót hæst en á það mættu ekki ein- ungis Laugdælir heldur einnig skákmenn frá Selfossi og ná- grenni og úr Reykjavík. Á þessum árum kenndi ég esperanto í vali og 12. mars 1989, á afmælisdegi esperantist- ans mikla, Þórbergs Þórðarson- ar, byrjaði ég að gefa út lítið tímarit með þýðingum á og úr esperanto. Fyrsta ritið samdi ég einn en fékk síðan nemendur mína í esperanto til að spreyta sig á að þýða ýmsa íslenska texta á esperanto fyrir ritið og slóst Hilmar þegar í þann hóp. Birtist fyrsta hópvinnuþýðingin þegar í 2. hefti tímaritsins þá um sumarið, þjóðsagan af Búkollu á esperanto. Blaðið kom út næstu árin uns komin voru af því 60 hefti og var það einkum Hilmari að þakka sem sá einn um fjölritun þess og dreifingu eftir að ég var farinn frá Laugarvatni haustið 1992. Síðasta heftið kom út 12. mars 2010 en þá um vorið lét Hilmar af störfum við skólann og flutti að Tjarnargarðshorni í Svarfað- ardal þá um haustið í nágrenni við Óliver son sinn og fjölskyldu hans sem þá var flutt að Más- stöðum í Skíðadal. Saman unnum við Hilmar að þýðingum bókmennta úr ís- lensku á esperanto, stundum ásamt fleirum úr esperanto- hópnum á Laugarvatni. Má þar meðal annars nefna Dimmalimm eftir Mugg og Opinskánandann eftir Þórarinn Eldjárn. Þá þýddi Hilmar einn ýmis verk á esper- anto, til dæmis: Jón í Brauð- húsum eftir Laxness og Þetta kvöld eftir Fríðu Sigurðardóttur og einnig birti Hilmar í La Tra- dukisto kínverskar matarupp- skriftir þýddar úr esperanto á íslensku en matargerð var eitt af fjölbreyttum áhugamálum hans og hjá honum nutum við jafnan hinnar mestu gestrisni. Eins og margir sem hrifist hafa af frið- arhugsjónum esperantohreyf- ingarinnar sótti Hilmar nokkur alþjóðaþing esperantista. Sótti hann meðal annars Alþjóðaþing- ið í Montpelier í Frakklandi og kynntist þá fyrst vinkonu sinni, Taeko Osioka frá Japan á for- þinginu í París. Hélst sú góða vinátta þeirra alla tíð síðan. Síð- ast hittumst við Hilmar og Taeko á Alþjóðaþinginu í Lille í sumar. Sambandið milli okkar Hilm- ars hélst eftir að hann flutti norður í Svarfaðardal ýmist sím- leiðis eða í tölvupósti og oftast kom Hilmar við hjá okkur á Drafnarstígnum þegar hann átti leið til Reykjavíkur. Sonum Hilmars, fjölskyldum þeirra og öðrum aðstandendum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Kristján, Sigurborg, Steinn, Eiríkur og Sigrún. Æskuvinur minn, Hilmar Bragason, er látinn. Í hugann streyma minningar frá uppvaxt- arárum okkar í Hólmgarðinum upp úr miðri síðustu öld. Þangað fluttum við fjögurra ára gamlir og urðum strax leikfélagar og vinir. Sameiginleg áhugamál og skólaganga treystu vináttubönd- in enn frekar. Við lékum hand- bolta og fótbolta með Víkingi og urðum samstúdentar frá MR 1968. Eftir það skildu leiðir eins og gengur en sambandið rofnaði aldrei. Tilviljun réð því að við fórum báðir til náms í Þýska- landi, hann í München en ég í Hannover. Hilmar var glaðlyndur og góður félagi. Hann lagði meira upp úr innihaldinu en umbúð- unum og tók ekki þátt í lífs- gæðakapphlaupinu svokallaða. Vandvirkni og trúmennska í öllu sem honum var falið voru hans aðalsmerki. Áhugamálin voru fjölmörg. Hann var mikill „Víkingur“ alla tíð, skíðamaður góður og nátt- úruunnandi. Hann var bók- hneigður, tefldi mikið og spilaði. Þá var hann virkur félagi í al- þjóðahreyfingu esperantista og talaði málið reiprennandi. Ævistarf Hilmars varð menntaskólakennsla, lengst af á Laugarvatni. Átti starfið vel við hann. Auk þess fór hann nokkur sumur sem leiðsögumaður með útlenda ferðamenn um landið. Í Þýskalandi kynntist Hilmar fyrrverandi sambýliskonu sinni, Claudiu, og eignaðist með henni tvo syni, Óliver og Georg. Þó sambúð þeirra yrði ekki löng, hélst vináttan allt til hinsta dags. Hilmar tók mikinn þátt í uppeldi sona sinna og var félagi þeirra og vinur. Hann var afi af guðs náð og lét sér annt um barna- börnin. Að leiðarlokum kveð ég mæt- an vin með söknuði og þakklæti. Fjölskyldu hans votta ég mína dýpstu samúð. Rúnar. Hilmar Braga, eins og hann var oftast nefndur meðal nem- enda og samstarfsfólks, starfaði við Menntaskólann að Laugar- vatni frá árinu 1983 til 2010 er hann lét af störfum vegna ald- urs. Hilmar var afburðakennari, kröfuharður, ekki síst á sjálfan sig, en sanngjarn gagnvart nem- endum sínum. Hann kenndi aðallega efna- fræði, en einnig stærðfræði, jarðfræði og fleiri raunvísinda- tengdar námsgreinar þegar þörf var á. Eins kenndi hann esper- anto sem valgrein í nokkur skipti, enda esperantisti og virk- ur á þeim vettvangi. Fyrrverandi nemendur Hilm- ars hafa haft orð á því hversu góðan undirbúning hann veitti þeim til háskólanáms. Það er þakkarvert að hafa fengið góða leiðsögn gegnum frumskóg fræðanna. Stéttvísi var Hilmari í blóð borin enda valdist hann til ým- issa trúnaðarstarfa í Kennara- félagi ML og sinnti hann þeim af alúð og festu. Samstarfsmaður var hann góður, traustur, með mikla reynslu og víða sýn. Það er með söknuði sem ég kveð góðan samstarfsmann til margra ára og vin. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur sendi ég sonum hans, Óliver og Georg, og fjölskyldum þeirra. Minningin um góðan mann lif- ir. Halldór Páll Halldórsson. ✝ Sigríður Guð-mundsdóttir var fædd í Hafnar- firði 19. júní 1926. Hún lést 25. sept- ember 2015. Sigríður var dóttir hjónanna Guðmundar Ágúst- ar Jónssonar og El- ísabetar Einars- dóttur. Systkini hennar voru 1. Ein- ar, f. 19.4. 1924, d. 20.12. 2005, 2. Hrefna, f. 27.5. 1925, 3. Jóhann- es, f. 1.7. 1928, d. 6.12. 2002, 4. Guðjón, f. 17. 9. 1932, 5. Birgir, f. 29.3. 1936. Sigríður giftist Ingvari Helga- syni, forstjóra, 13. nóvember rún, f. 7.8. 1952, gift Markúsi Möller. 5. Áslaug Helga, f. 21.6. 1954. 6. Guðrún, f. 20.7. 1955, gift Jóhanni G. Guðjónssyni. 7. Elísabet, f. 20.7. 1955, d. 24.6. 1958. 8. Elísabet, f. 5.9. 1957, gift Gunnari Haukssyni. 9. Ingvar, f. 5.6. 1960, kvæntur Helgu H. Þor- leifsdóttur. Barnabörn Sigríðar og Ingvars eru 24 og barna- barnabörnin 27. Sigríður gekk í Barnaskóla Hafnarfjarðar og lauk þaðan fullnaðarprófi. Á 6. og 7. ára- tugnum sinnti hún húsmóður- störfum en eftir því sem fyrir- tæki þeirra Ingvars óx á sviði bílainnflutnings, tók hún við stjórn í gjafavöru- og leikfanga- deildinni Bjarkey, sem upp- haflega var kjarni rekstursins. Sigríður missti mann sinn 1999 og glímdi síðustu árin við alzheimers-sjúkdóminn. Sigríður verður jarðsungin frá Bústaðakirkju í dag, 2. októ- ber 2015, klukkan 15. 1948. Ingvar lést 18. september 1999. Hann var sonur hjónanna Helga Ingvarssonar, yfir- læknis á Vífils- stöðum, og konu hans Guðrúnar Lár- usdóttur. Börn Sig- ríðar og Ingvars: 1. Helgi, f. 9.4. 1949, d. 13.7. 2005. Fyrri kona hans var Hall- dóra G. Tryggvadóttir, d. 1988. Seinni kona hans (1990) var Sig- ríður Gylfadóttir. 2. Guðmundur Ágúst, f. 13.4.1950, kvæntur Guðríði Stefánsdóttur. 3. Júlíus Vífill, f. 18.6. 1951, kvæntur Svanhildi Blöndal. 4. Júlía Guð- Sigríður tengdamóðir mín var glæsileg kona og á góðum degi geislaði af henni. Ég kynntist henni þegar upp komst um samdrátt okkar Júlíu dóttur hennar. Hún mældi mig út eins og til að sjá hvort mér væri treystandi fyrir stúlkunni. Ég var, held ég, kominn í náðina eftir sautján ár og þrjú börn. Hún ólst upp í foreldrahúsum í Hafnarfirði og gekk snemma til vinnu. Hún var ung og glöð og spilaði handbolta með Hauk- um í Engidal og söng svo undir tók í Fríkirkjunni. Svo kom lukkan í líki renglulegs pilts frá Vífilsstöðum sem hún kallaði Inda. Hann féll fyrir rauðhærðu glæsipíunni úr Firðinum. Þau fóru að búa og fengu inni vestur á Hávallagötu í 50 fermetra íbúð sem líklega var rúm þegar þau fluttu inn. Hún þrengdist er þau eignuðust sjö börn á sjö ár- um og Ingvar stofnaði heildsölu í stofunni. Sigríður naut sín við að hlúa að hópnum sínum, elda í hann og sauma, og til þess var tekið hve börnin hennar voru vel klædd og snyrtileg þótt efn- in væru ekki mikil. Það var fyr- ir næturvökur og myndarskap Sigríðar. En þá kom áfall. Næstyngsta telpan var með hjartagalla, sem reyndist óviðráðanlegur. Hún lést rétt fyrir þriðja afmælis- daginn. Þessi missir sat í Sigríði alla ævi. Hún mátti ekki aumt sjá, en síst veik börn. Eftir að efnin jukust, sendi hún árum saman veglegar jólagjafir á barnadeild Landkotsspítala. Enginn mátti vita hver send- andinn var. Sigríður bar ekki góðverk sína á torg. Árið 1956 fluttu Ingvar og Sigríður í stærri íbúð við Lyng- haga og eignuðust þar tvö börn. 1961 fluttu þau að Vonarlandi við Sogaveg, fyrst í húshluta en eignuðust smám saman allt hús- ið. Heildsalan óx og fékk umboð fyrir hinn austur-þýska Trabant 1963, fyrir Nissan 1971 og Sub- aru 1976. Eftir því sem bílasal- an efldist og og börnin stækk- uðu, tók Sigríður við leikfanga- og gjafavörusölunni, sem var rótin að rekstrinum. Síðustu árin þeirra Ingvars voru þeirra gullöld. Þau höfðu snemma lagst í ferðalög því Ingvar fór ekki út fyrir poll án Siggu sinnar. Með tímanum lengdu þau ferðirnar og fóru víða, sem átti vel við þetta ævi- langa kærustupar. 1986 keyptu þau Valshamar á Skógaströnd og gerðu upp, svo þar mátti hýsa her manns. Frá Valshamri eiga börn þeirra og barnabörn dýrmætar minningar. Sigríður missti Inda sinn eft- ir skamma sjúkdómsglímu árið 1999, eiginmann, einkavin og fé- laga í öllu. Áfallið var gríðar- legt, en hún bar það eins og hetja og hélt sér uppi á vinnunni og börnunum sínum. En sjaldan er ein báran stök. Fyrirtæki þeirra Ingvars lentu í hremmingum og voru seld árið 2004. Svo veiktist elsti sonur- inn, Helgi, og lést árið 2005, langt fyrir aldur fram. Eftir slík áföll hlaut nokkuð undan að láta. Fáeinum árum síðar greindist Sigríður með alzheim- erssjúkdóminn, sem allir skelf- ast. Hún flutti svo á hjúkrunar- heimilið Skógarbæ og naut þar umönnunar til æviloka. Hún hélt reisn sinni og ljúfmennsku ótrúlega lengi, en að lokum bar sjúkdómurinn hana ofurliði. Hún lést 25. september sl. Við sem nutum glaðværðar hennar, umhyggju og hlýju, minnumst hennar með söknuði og þakk- læti. Markús Möller. Við Sigríður hittumst í fyrsta sinn á fæðingardeild Landspít- alans, þar sem við Júlía, dóttir hennar, vorum hlið við hlið í vöggu og mæður okkar sambýl- ingar. Júlía og fjölskylda flutt- ust í Smáíbúðahverfið þegar við vorum báðar níu ára. Þá sagði mamma okkur Júlíu þessa sögu og bætti við að þetta hefði verið í fyrsta sinn sem hún sá ban- ana, þegar Ingvar, pabbi Júlíu, færði Siggu banana á sængina. Heimili Siggu og Ingvars var mér ætíð opið. Þar ríkti frábær heimilisandi. Einstök hlýja, gestrisni, glaðværð og einstakur og frábær húmor. Sigga stjórn- aði sínu heimili með öllum sín- um börnum, skipti aldrei skapi og allir voru velkomnir, stór- glæsileg eins og fegurðar- drottning. Vildi mér allt það besta. Ég var kölluð „tengda- dóttir“ á heimilinu og ég mátti velja, alla nema Ingvar, sem var yngstur. Í fermingarveislunni hans var ég kynnt sem tengda- dóttir, en átti bara eftir að velja. Mér var boðið í ferð með fjöl- skyldunni upp að Heklurótum þegar Hekla gaus 1970. Þá bjargaði Sigga höndunum á mér þegar ég ætlaði að grípa gló- andi hraunmola. Notaði ég tref- ilinn minn og á hann kom stórt gat. Sigga og Ingvar seldu mér fyrsta bílinn minn, sem var nýr Datsun, á hagstæðu verði, og sýndi það einstakan hug til mín. Sigga studdi okkur Júlíu til að fara sem au pair til Hann- over. Hennar stuðningur gerði gæfumuninn. Við Júlía vorum að fara okkar fyrstu utanlands- ferð. Mín kæra vinkona stóð þétt við hlið móður sinnar til hinstu stundar. Dótturkærleikurinn var tær og hreinn. Ég votta Júl- íu og fjölskyldunni allri mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning Sigríðar Guðmundsdóttur. Jórunn Sigurjónsdóttir. Mikil merkis- og heiðurskona er látin, tæplega níræð. Hún hafði átt við vanheilsu að stríða síðustu árin. Hennar lífsstarf var að eiga og ala upp átta mannvænleg börn, sem var ærið starf, auk þess sem hún stóð við bakið á eiginmanni sínum, Ingvari, í hans umsvifamikla rekstri og voru þau hjón mjög samrýnd. Var sá stuðningur ómetanleg- ur, en hún var rólynd, glaðlynd og ævinlega bjartsýn á hverju sem gekk. Yndisleg og glæsileg manneskja á allan hátt. Hún var ekki í neinu, eða litlu félagsmálavafstri, en var forstjóri fyrir gjafavöru og leik- fangaversluninni Bjarkey með- an það fyrirtæki starfaði á Sæv- arhöfða 2. Ég þekkti fyrirtækið hjá Ingvari mjög vel fyrstu árin. Var þar fyrsti starfsmaður 1960 og starfaði þar í um 12 ár og síðar oft í ígripavinnu allt þar til um 1990, er þau tengsl slitn- uðu. Hlíf starfaði þar líka smátíma á upphafsárunum. Synir okkar unnu einnig hjá þeim, lengst og mest þeir Jóhannes og Hjálmur Ingvar og voru þar í allmörg ár. Þeir báru mikla virðingu og væntumþykju til Sigríðar. Sem dæmi um náin tengsl þeirra, þá kölluðu þeir hana ávallt ömmu. Þau hjón voru miklir vinir okkar og söknum við þeirra sár- lega, en allt hefur sinn gang. Við þökkum Siggu, og þeim hjónum báðum, fyrir áralanga vináttu og samstarf og sendum innilegar samúðarkveðjur til barna þeirra og fjölmargra af- komenda og aðstandenda. Hlíf og Agnar. Sigríður Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.