Morgunblaðið - 02.10.2015, Page 77
Skáta- og hjálparsveitarhópurinn
hittist reglulega ásamt mökum og
síðari ár hafa ferðalög á erlenda
grund orðið tíðari.
Björn sat í stjórn Heimdallar í
fimm ár og var varaformaður félags-
ins í tvö ár. Hann sat í SUS, Varð-
bergi, samtökum um vestræna sam-
vinnu, stjórn neytendasamtakanna,
stjórn Kaupstefnunnar, stjórn
knattspyrnudeildar Vals og auglýs-
ingastofunnar Hvíta hússins. Í
tengslum við starfið fyrir björg-
unarsamtökin sat hann í almanna-
varnanefnd Reykjavíkur, slysa-
varnaráði landlæknis, í stjórn
Íslenskra söfnunarkassa og ýmsum
nefndum og ráðum.
Hjá Birni er afmælisdagurinn allt-
af þrefaldur því hann og eiginkonan,
Berglind, giftu sig þennan dag 1977
og Anna Regína, dóttir þeirra, fædd-
ist þennan dag.
Fjölskylda
Eiginkona Björns er Berglind
Helgadóttir, f. 22.9. 1956, sjúkra-
þjálfari sem starfar í heilsuteymi á
mannauðssviði Landspítalans. For-
eldrar hennar: Helgi Kristinn Jóns-
son, f. 27.5. 1932, d. 3.4. 1993, prent-
ari, og Þóra Guðmundsdóttir, f. 16.2.
1932, húsfreyja og aðstoðarkona
sjúkraþjálfara, búsett í Kópavogi.
Börn Björns og Berglindar eru
Birna, f. 22.10. 1980, læknir, að ljúka
sérnámi í heimilislækningum, búsett
í Kópavogi en maður hennar er
Höskuldur Andrés Þorsteinsson,
flugmaður hjá Icelandair, og eru
börn þeirra Þorsteinn Már, f. 2003,
Rakel Ósk, f. 2008, og Bryndís Anna,
f. 2010; Anna Regína, f. 2.10. 1982,
verkfræðingur og forstöðumaður
hjá Vífilfelli, búsett í Kópavogi en
maður hennar er Birkir Hannesson
flugvirki hjá Flugfélagi Íslands og
eru börn þeirra Berglind Edda, f.
2009, og Þórey Birna, f. 2011; Helgi
Kristinn, f. 27.1. 1989, lækna-
kandídat á Landspítalanum, búsett-
ur í Reykjavík en unnusta hans er
Kristín Sigurðardóttir, nemi í
Listaháskólanum.
Systkini Björns eru Matthildur, f.
22.11. 1951, framkvæmdastýra
reiknistofu lífeyrissjóða, búsett í
Reykjavík; Páll f. 18.2. 1953, hafnar-
stjóri í Nuuk á Grænlandi; Ingi Þór,
f. 25.3. 1961, forstöðumaður hjá
Samskipum, búsettur í Kópavogi;
Hermann, f. 11.2. 1969, forstöðu-
maður í Landsbanka Íslands, bú-
settur í Kópavogi.
Foreldrar Björns: Sveinbjörn
Hermann Þorbjarnarson, f. 4.4.
1929, d. 30.9. 1979, loftskeytamaður
frá Akureyri, og Anna Regína Páls-
dóttir, f. 16.5. 1928, húsfreyja og
sundlaugarstarfsmaður, frá Vest-
mannaeyjum.
Úr frændgarði Björns Hermannssonar
Björn
Hermannsson
Aðalbjörg Sigvaldadóttir
húsfr., frá Stórutungu í Bárðardal,
Sigtryggur Hallgrímsson
b. á Hóli í Köldukinn
Ingibjörg Herdís
Sigtryggsdóttir
húsfr. á Akureyri
Þorbjörn Kaprasíusson
vélstj. og vélgæslum. á Akureyri
Hermann Þorbjörnsson
loftskeytam., síðast í Rvík
Guðrún Gísladóttir
síðast á Akureyri
Kaprasíus Guðmundsson
húsm. á Augastöðum í
Hálsasveit
Ísleifur A. Pálsson
framkvæmdastj
Haukur Þorbjörnsson
bifreiðastj. á Akureyri
Oddgeir Pálsson at-
hafnam. í Los Angeles
dr. Ólafur Ísleifs-
son hagfræðingur
Valgeir Hauksson
sjóm. í Rvík
Bergljót Pálsdóttir,
verslunarstj. á Akureyri
Sigtryggur Þorbjörns-
son rafverktaki
Páll Tryggva-
son barna- og
unglingageðlæknir
Guðrún Sigtryggs-
dóttir lögfræðingur
Margrét Andrea
Gudmundsen húsfr.
í Gaulverjabæ
Árni Pálsson
prófessor í
sagnfr. við HÍ
Sigurlaug Guðmundsdóttir
húsfr. í Kirkjubæ II
Ísleifur Guðnason
b. og sjóm. í Kirkjubæ II í Eyjum
Matthildur Ísleifsdóttir
húsfr. í Eyjum
Páll Oddgeirsson
kaupm. og útgerðarm. í Eyjum
Anna Regína Pálsdóttir
húsfr. og sundl.starfsm.,
búsett í Kópavogi
Anna Guðmundsdóttir
húsfr. á Ofanleiti,
bróðurdóttir Ingibjargar,
konu Jóns forseta
Oddgeir Gudmundsen Þórðarson
pr. á Ofanleiti í Eyjum, af Eyrarætt
og Knudsenætt
Georg Ólafur
Tryggvason
flugumferðarstj. á
Akureyri
Kennslustund Björn sýnir Davíð
borgarstjóra og Vigdísi forseta
hvernig þotuhreyfill virkar, 1983.
ÍSLENDINGAR 77
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2015
Ársæll fæddist í Hlíðarhúsum íReykjavík 2.10. 1901. For-eldrar hans voru Jónas Jón-
asson, trésmiður í Reykjavík, frá
Rútsstöðum í Flóa, og Þuríður Mark-
úsdóttir húsfreyja, frá Flögu í Flóa.
Ársæll lærði segla- og reiðagerð í
Reykjavík og stundaði nám í björg-
unar- og kafarastörfum hjá Björg-
unarfélaginui Em. Z. Svitzer í Kaup-
mannahöfn. Hann var ráðinn á
björgunarskipið e.s. Geir 1918 og
starfaði víða í Evrópu, Asíu og Afríku
á átta björgunarskipum Svitzers-
félagins, var kafari á Geir 1921-24 og
var þá m.a. sendur til Konstantínópel
í Tyrklandi, en starfaði einnig við
björgunarstörf í Danmörku og Nor-
egi og sem 1. kafari á björgunarskip-
inu e.s. Freyju í vesturhluta Miðjarð-
arhafsins, mest við Norður-Afríku og
Frakkland.
Ársæll bjó í Marseille 1929-33, en
flutti þá aftur heim, stofnaði kafara-
og björgunarfyrirtæki, og reiða- og
seglagerð, og var forstjóri þess fyrir-
tækis alla tíð. Hann varð brátt þekkt-
ur sem „Sæli kafari“ fyrir vinnu við
björgunarstörf víða um land.
Eftir að kanadíski tundurspillirinn
Skeena strandaði við Viðey í árs-
byrjun 1945 keypti Ársæll flakið og
varð þar með eini Íslendingurinn sem
átt hefur herskip.
Ársæll kenndi við Stýrimannaskól-
ann í 18 ár og samdi, ásamt Henrik
Th. S. Thorlacius, kennsluritið Verk-
leg sjóvinna I.-II., sem út kom 1952-
53 og var endurútgefið 1985.
Hann stofnaði slysavarnadeildina
Ingólf í Reykjavík sem síðar fékk
nafn hans, var fyrsti formaður deild-
arinnar, var í forystu SVFÍ í 16 ár,
heiðursfélagi SVFÍ og Kafarafélags-
ins, var formaður Reiða- og segla-
meistarafélags Reykjavíkur, starfaði
fyrir Alliance Francaise og á vegum
Ferðafélags Íslands enda mikill
áhugamaður um útivist.
Um Ársæl sagði Hilmar Foss m.a.:
„Sæli, eins og hann var gjarnan
nefndur, var myndarlegur maður og
stoltur, heljarmenni að burðum fram
á efri ár […] Hann var góður félagi og
borgari sem ekkert mannlegt var
óviðkomandi.“
Ársæll lést 3.3. 1990.
Merkir Íslendingar
Ársæll
Jónasson
90 ára
Lilja Sigurðardóttir
85 ára
Guðmundur Elvar Eiríksson
Gunnlaugur Magnússon
Óla Kallý S. Þorsteinsdóttir
Sigríður B. Sigurðardóttir
80 ára
Gunnar Hermannsson
Heiða Guðjónsdóttir
Sigríður G. Jósteinsdóttir
75 ára
Guðrún J. Guðlaugsdóttir
Hanney I. Árnadóttir
Hjördís Hjörleifsdóttir
Jón S. Guðmundsson
Stefán Leifsson
Þór Gunnarsson
70 ára
Einar Guðnason
Elsa Gísladóttir
Erna Jóhannsdóttir
Guðjón Þorkelsson
Hallmann Óskarsson
Inger Nordahl Jensen
Jóhanna Axelsdóttir
Jón Emilsson
Katrín R. Hjálmarsdóttir
Matthías M. Guðmundsson
Páll Sturlaugsson
Selma Guðjónsdóttir
Sigrún Ingibjartsdóttir
Sólrún Mary Vest Joensen
Þuríður K. Sigurvinsdóttir
60 ára
Ásgerður Kristjánsdóttir
Barbara Kryszewska-Zub
Björn Hermannsson
Egill Pétursson
Eiríkur Egill Sigfússon
Hrefna K. Hannesdóttir
Katrín Kristjánsdóttir
Kristján Jóhannsson
Lára Guðmundsdóttir
Magnús Valsson
Ragnheiður
Ingimundardóttir
Rósa Valdimarsdóttir
Sigríður Sveina J
ónsdóttir
Sigurjón Björnsson
Sigurlaug Jóna
Jónasdóttir
Valdís Stefánsdóttir
Vigfús Svavarsson
Þorsteinn Karlsson
Þór Eysteinsson
50 ára
Erna Reynaldsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Hrafnhildur Vilbertsdóttir
Kristín Lára Hjartardóttir
Ólafur Þ. Gunnarsson
Ragnheiður Gísladóttir
Samson Bjarnar Harðarson
Steinunn Ólafsdóttir
Teresa Maria Weglarz
40 ára
Hanna Lovísa Haraldsdóttir
Helena Wilkins
Jón Gunnar Þórarinsson
Margrét S. Sigurðardóttir
Peter Karmark V. Obel
Pétur Ásbjörns Jóhannsson
Róbert Mikael O.’Neill
Stefán Haukdal Jónasson
30 ára
Arnþór Jökull Þorsteinsson
Dagmar Ólafsdóttir
Einar Örn Hafsteinsson
Elísabet Hall Sölvadóttir
Fannberg Jensen
Iuliana Kalenikova
Jökull Larsson
Magnús Lárusson
Þorsteinn Kristjánsson
Til hamingju með daginn
30 ára Kirstín ólst upp í
Reykjavík, býr þar, lauk
BA-prófi í sagnfræði frá
HÍ og er í fæðingarorlofi.
Maki: Helgi Þór Guð-
mundsson, f. 1983, kerf-
isstjóri.
Synir: Guðmundur Árni,
f. 2011, og Ólafur Bene-
dikt, f. 2014.
Foreldrar: Árni Friðrik
Markússon, f. 1944, bif-
reiðastjóri, og Ólafía Sig-
ríður Hansdóttir, f. 1948,
leikskólakennari.
Kirstín Dóra
Árnadóttir
40 ára Sigurður Óli býr í
Reykjavík, lauk MSc.-prófi
í hagfræði og er verkefna-
stj. hjá Íslandsbanka.
Maki: Sveinbjörg Jóns-
dóttir, f. 1977, félags-
fræðingur.
Börn: Sigríður Ragna, f.
1996, Jón Helgi, f. 2000,
Friðrika, f. 2007, og Ólaf-
ur, f. 2011.
Foreldrar: Sigríður
Ragna Sigurðardóttir, f.
1943, og Hákon Ólafsson,
f. 1941.
Sigurður Óli
Hákonarson
40 ára Turid býr í Húna-
vatnshreppi, er sjúkraliði,
snyrtifræðingur, stuðn-
ingsfulltri og er að ljúka
þroskaþjálfafræði frá HÍ.
Maki: Þórhalli Haralds-
son, f. 1971, húsasmíða-
meistari..
Börn: Íris Björg, f. 1999,
Sóley María, f. 2001, og
Þórhalli Gunnar, f. 2006.
Foreldrar: Þuríður Guð-
mundsdóttir, f. 1956, og
Gunnar Ástvaldsson, f.
1948.
Turid Rós
Gunnarsdóttir
4-hjóla stýrðar hjólaskóflur
- tilbúnar í snjómoksturinn
Vinsælasta snjómokstursvélin frá KRAMER var að koma í hús, hlaðin aukabúnaði. T.d. 40 km aksturshraði,
4hjólastýri, framhjólastýri og krabbastýri, PowerFlow glussakerfi og aksturshraði stillanlegur óháð mótorhraða.
Komið og reynsluakið glænýrri KRAMER 8085 hjá okkur að Krókhálsi 16.
ÞÓR HF
Reykjavík:
Krókháls 16
110 Reykjavík
Sími 568-1500
Akureyri:
Lónsbakka
601 Akureyri
Sími 568-1555
Vefsíða:
www.thor.is