Morgunblaðið - 02.10.2015, Page 78
78 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2015
Mikið úrval af snögum
og snagabrettum
Snagabretti frá kr. 1170
Snagar frá kr. 265
Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | brynja@brynja.is
Opið
virk
a
dag
a frá
9-18
lau
frá 1
0-16
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú ættir að kaupa inn til heimilisins
því ættingjar þínir munu líklega kíkja í heim-
sókn. Láttu vináttuna ekki blinda þér sýn í
þetta sinn.
20. apríl - 20. maí
Naut Einhver telur sig vita hvað þér er fyrir
bestu. Heilbrigð skoðanaskipti eru af hinu
góða og sá er vinur sem til vamms segir.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Með sama áframhaldi mun vinna
þín skila þér arði og ánægju. Bækurnar sem
þú lest og fólkið sem þú hlustar á hefur mikil
áhrif á þig.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Satt er að flestu fólki líkar við aðra
sem hugsa líkt og það. Mundu að allir eiga
leiðréttingu orða sinna.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það er sótt að þér úr öllum áttum svo
þú mátt hafa þig allan við að verja þig og
þína. Fáir eru jafn leiðir og sá sem engu skilar.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Nú þarf að hefja viðræður og komast
að samkomulagi. Sparsemi og aðgætni eru
kjörorð dagsins. Einhver mun hugsanlega
gefa þér gjöf eða gera þér greiða.
23. sept. - 22. okt.
Vog Farðu varlega í ferðaáætlanir í dag því þú
gætir lent í því að þurfa að afbóka. Hafðu það
í huga þegar þér nú finnst grænna hinum
megin við girðinguna.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þér hefur gengið vel að und-
anförnu og ættir að leyfa öðrum að njóta
þess með þér. Ekkert fer framhjá þér og auga
þitt fyrir smáatriðum er einstakt.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þeir sem hvörfluðu frá þér koma
nú aftur, þegar þú hefur staðið við þitt og
stendur með pálmann í höndunum. Farðu
aðra leið heim úr vinnunni og í aðrar búðir en
venjulega.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Reyndu að skipuleggja þig betur
því annars fer allt úr böndunum og þú situr
bara uppi með sárt ennið. Stundum er betra
en ekki að fara sér hægar og hafa góða yf-
irsýn.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Manneskjan sem þú ert að bíða
eftir er líka að bíða eftir þér! Þú þarft að
brjótast út úr mynstrinu. Gefðu þér tíma til
þess að vega tækifærin og meta, því nú er
valið þitt.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Samræður við maka hafa yfir sér al-
varlegan blæ í dag. Losaðu þig við það sem
miður er og temdu þér aðrar og betri venjur.
Ögrun af þinni hálfu gæti komið þér í klandur.
Páll Imsland heilsaði Leirliði áóræðum degi:
„Ég var í liðinni viku að flækjast í
þeim fornfræga menntastað Upp-
sölum í Svíþjóð þar sem háskóli var
stofnaður árið 1477. Þar var dóttir
mín, föðurbetrungur, að ljúka dokt-
orsprófi, svo ég monti mig aðeins.
Á göngu um miðbæinn varð þessi
til, m.a. með hliðsjón af augljósum
kontrasti til miðbæjarins í höfuð-
borg okkar Íslendinga.
Ég gekk mér í gærdag til Uppsala
þar sem göturnar eru án uppsala.
En þeir byggja og byggja
og að byggingum hyggja
svo að gróðavæn gengur þar upp sala.
Davíð Hjálmar Haraldsson sagði
á Leirnum á mánudaginn að nýj-
ustu upplýsingar frá Mars gætu
leitt til úrlausnar áður óleysanlegra
vandamála:
Nú er heiðríkt, horfin ský;
með harðfisk, brauð og fars
sendum Fíu óhrædd í
afvötnun á Mars.
Fía á Sandi tók þessu með ró,
lauk eldamennskunni og skrifaði
síðan: „Hæ aftur! Búin að elda,
borða og horfa á imbann, svo hér er
svarið:
Með rjóma át ég rúgbrauð seydd
og rauðvínslegið fars.
Aldrei fer ég ótilneydd
í afvötnun á Mars.
„Enda virðist Mars afleitur kost-
ur,“ bætti Sigurlín Hermannsdóttir
við sunnan heiða og:
Vísindamenn væntu svars
sem veröld núna tel ég þekki:
Bara saltvatn býðst á Mars
brennivínið finnst þar ekki.
Á þriðjudagsmorgun hafði Ár-
mann Þorgrímsson þetta að segja
um búsetuskilyrði á Mars:
Áður kynna ætla mér
ef ég skyldi þangað fara
hvort þar vaxi krækiber
krefst ég um það skýrra svara.
Sem Fía tók heils hugar undir:
Að vera þar er varla grín
vondur staður, þykir mér
ef að þar er ekki vín
og ekki heldur krækiber.
Ólafur Stefánsson var með á nót-
unum:
Vont þykir vatnið á Mars,
það varla er nothæft í fars.
Ef Fíu ég þekki
hún fílar það ekki,
en leitar á Vogi fyrr vars.
Ármann Þorgrímsson er eflaust
kominn af Helga magra og sver sig
í ættina hvað hagsýnina varðar:
Heilög ritning hentug er
hana les á köldum vetri,
en þegar skortir þræla hér
þá er heiðinn dómur betri.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af Uppsala og Mars
Í klípu
„ÞETTA ER VOND FLENSA. HNERRAÐI
SVO FAST Í HANDLEGGINN MINN AÐ
HANN BROTNAÐI.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÞETTA HEFUR VERIÐ MJÖG ÞUNG
FERÐATASKA!“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að muna að við mun-
um alltaf hafa París.
ÉG HELD ÉG
ÆTLI AÐ SLEPPA
PÖBBNUM Í
KVÖLD...
Í ALVÖRUNNI
?!
HVAÐ MYNDI
HALDA ÞÉR Í
BURTU?!
TRÚBADOR Á
FIMMTUDÖGUM
ÉG HEF VERIÐ AÐ LESA
BÓKINA SEM LÍSA GAF MÉR
ÞÁ FÉKK
ÉG VERK Í
HEILANN
ÉG NÆ Í
MÓTEFNIÐ!
NÚ ER
HANN
DOFINN
HÉRNA! LESTU
MYNDASÖGUR!Skömmu fyrir klukkan níu undan-farna morgna hefur umferðin sil-
ast í átt að miðbæ Reykjavíkur enda
aðeins um þrjár leiðir að ræða, tvær
úr Kópavogi og Suðurnesjum og eina
frá Suðurlands- og Vesturlandsvegi.
x x x
Á Vesturlandsveginum hefur bíla-röðin niður Miklubraut og
Hringbraut vestur á Granda á þess-
um tíma náð að Víkurvegi og jafnvel
lengra. Samt hefur borgarstjóri ekki
enn klippt á borðann á risahóteli við
Hörpu og öðru risahóteli í Vatnsmýr-
inni, Valsmenn ekki reist risabyggð á
Hlíðarenda og nýr risaspítali á sama
svæði er ekki enn risinn.
x x x
Bíleigendur, sem þurfa að vera áferðinni á helstu umferðargötum
borgarinnar á þessum tíma, eru
örugglega ekki ánægðir með gang
mála en þetta er í anda stefnu borg-
arinnar. Fólk á að vinna sem næst
heimilinu og ganga eða hjóla á milli.
Teppan á því ekki að koma á óvart,
ekki frekar en rigningin og rokið á
þessum árstíma.
x x x
Vinur Víkverja segist ekki hafaáhyggjur af þessu. Hann sé
kominn á þann aldur að hann sé
hættur að hafa áhyggjur af daglegu
klúðri borgarstjóra og því hvenær
Birgitta verði forsætisráðherra. Að-
alatriðið sé að eiga áhyggjulaust ævi-
kvöld.
x x x
Ekki er ráð nema í tíma sé tekið.Undanfarnar vikur hafa auglýs-
ingar um jólatónleika dunið á lands-
mönnum. Í sumum tilfellum er aug-
lýst að hinir og þessir komi fram á
árlegum tónleikum, í öðrum tilfellum
er auglýst að uppselt sé á jóla-
tónleikana en landsmenn þurfi ekki
að örvænta því ákveðið hafi verið að
bjóða upp á nokkra aukatónleika.
Ekki hefur Víkverji enn heyrt um
messufall á þessum vettvangi og
hann þakkar fyrir að ekki er enn
byrjað að bjóða upp á tónleika milli
klukkan átta og níu á morgnana.
Þegar það gerist er hætt við að
margir missi af lestinni góðu.
víkverji@mbl.is
Víkverji
Enginn hefur nokkurn tíma séð Guð.
Ef við elskum hvert annað þá er Guð í
okkur og kærleikur hans er fullkomn-
aður í okkur. (1. Jh. 4.12)