Morgunblaðið - 02.10.2015, Qupperneq 82

Morgunblaðið - 02.10.2015, Qupperneq 82
82 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2015 » Það var margt ummanninn á sérstakri hátíðarforsýningu á kvikmynd Rúnars Rún- arssonar, Þröstum, í stóra salnum í Háskóla- bíói í gærkvöldi. Rúnar og aðrir aðstandendur myndarinnar sóttu sýn- inguna og var klappað lof í lófa að henni lok- inni. Hátíðarforsýning á Þröstum fór fram í Háskólabíói í gærkvöldi Ánægð Rúnar Rúnarsson, Rakel B. Björnsdóttir, Atli Fjalarsson, Benedikt Benediktsson og Elín M. Árnadóttir. Bros Þau létu sig ekki vanta, Lilja Pálmadóttir og Baltasar Kormákur. Systur Þær komu saman, Margrét Örnólfsdóttir og Álfrún Örnólfsdóttir. Leikkonur Vel fór á með vinkonunum Nönnu Kristínu og Kristbjörgu Kjeld. Morgunblaðið/Eggert Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Þrestir, nýjasta kvikmynd leik- stjórans Rúnars Rúnarssonar, var forsýnd með viðhöfn í gærkvöldi og verður sýnd á Alþjóðlegri kvik- myndahátíð í Reykjavík, RIFF, kl. 18 í kvöld í Háskólabíói og mun Rúnar sitja fyrir svörum að sýn- ingu lokinni. Almennar sýningar á myndinni hefjast 16. október. Rúnar hlaut fyrstur Íslendinga aðalverðlaun kvikmyndahátíðar- innar í San Sebastián á Spáni, Gullnu skelina, fyrir sex dögum og síðasta kvikmynd hans, Eldfjall, sópaði til sín verðlaunum á sínum tíma. Rúnar segir frábært að hljóta Gullnu skelina. „Það var nógu mik- ill heiður að fá að vera þarna, til að byrja með, það eitt og sér hefur gert framhaldslífi myndarinnar mjög gott. Síðan tútnaði pulsuend- inn út með þessari rúsínu,“ segir Rúnar. Verðlaunin eru þau virtustu sem Rúnar hefur hlotið til þessa og segir hann þau ein af þeim stærri sem íslensk kvikmynd hefur hlotið. Rúnar segir myndina þegar hafa verið bókaða á nokkrar kvik- myndahátíðir, þ.e. áður en hún hlaut þessi verðlaun en vissulega muni þau hjálpa mikið til þegar kemur að sölu og dreifingu. „Þau hjálpa líka til með næstu verkefni, að fjármagna þau,“ segir Rúnar. Klapp á bakið sé alltaf gott. „Þetta er tiltölulega dýr útgerð, það komu þrjú lönd að þessari mynd og það er alltaf gaman þegar allir aðilar uppskera í verkefnum. Þá eru meiri líkur á því að þeir vilji halda samstarfinu áfram.“ Íslensk, dönsk og króatísk – Þú varst spurður að því í Kast- ljósi í vikunni hvers lensk myndin væri, í ljósi þess að hún hefur verið sögð dönsk. Er ekki orðið erfitt að kenna kvikmyndir við eitt land þegar mörg lönd koma að fram- leiðslunni? „Jú og nei. Þessi mynd er náttúr- lega framleidd af íslensku fyrir- tæki í samstarfi við Danmörku og Króatíu. Danir eru stórir aðilar að henni þannig að þetta er íslensk og dönsk mynd og líka króatísk. Mað- ur má ekki vera frekur þegar vel gengur, ekki taka allan heiðurinn sjálfur,“ svarar Rúnar. Myndin ger- ist samt sem áður á Íslandi, fjalli um Íslendinga og leikarar séu ís- lenskir líkt og leikstjórinn. „Auð- vitað er þetta íslensk mynd en þeg- ar margir koma að því að baka köku má maður ekki borða hana einn. Þá verður maður bara feitur og hinir vilja ekki leika við mann,“ segir Rúnar kíminn. – Hvernig finnst þér að frumsýna á Íslandi miðað við erlendis? Kvíðir þú viðbrögðum fólks frekar þegar þú frumsýnir hérna? „Það er alltaf gott að fá fyrstu viðbrögð sem ég hef fengið úti. Síð- an eru þetta auðvitað aðal- viðbrögðin, að sýna fyrir sitt heimafólk. Ég hlakka til þess að það sé búið, þá eru þessar frumsýn- ingar allar búnar og þá losnar mað- ur við fiðrildi og önnur óargadýr úr maganum,“ segir Rúnar. Líkt og sadómasókismi sé frumsýninga- tímabilið vont en um leið dálítið gott. – Á það kannski við um starf leikstjórans á heildina litið? „Það á bara við um allt sem mað- ur brennur fyrir. Til þess að kom- ast upp á fjall og njóta fallegs út- sýnis þarf maður að klífa það.“ Mikil vinna að baki Velgengni íslenskra kvik- mynda erlendis hefur verið lyg- inni líkust hin síðustu misseri. Hross í oss í leikstjórn Benedikts Erlingssonar, Fúsi eftir Dag Kára og Hrútar Gríms Há- konarsonar hafa hlotið fjölda verðlauna á virtum hátíðum á borð við Tribeca, kvikmyndahá- tíðirnar í Cannes og San Sebasti- án og Everest í leikstjórn Baltas- ars Kormáks var valin sem opnunarmynd kvikmyndahátíð- arinnar í Feneyjum. Hvað heldur Rúnar að valdi þessari velgengni íslenskra kvikmynda undanfarið? „Þetta gerist ekki bara upp úr þurru. Allir þessir einstaklingar sem hafa verið nefndir eru búnir að djöflast í þessu til fjölda ára. Ef maður spilar ekki fótbolta og hefur aldrei æft sig getur maður ekki spil- að úrslitaleik í Evrópukeppninni eða á HM. Kvikmyndasjóður og margir aðrir aðilar eru búnir að vera að byggja þetta fólk og fleira upp í tugi ára. Þetta er afraksturinn af því,“ svarar Rúnar og bætir við að allir þeir sem starfi með leikstjórunum, leikarar, tökumenn o.s.frv. eigi ekki síður heiður skilinn. „Það er heill her af fólki á bakvið hverja mynd og allar myndirnar á undan þeim,“ bendir Rúnar á. – Nú hafa dómar um Þresti verið jákvæðir. Hefur eitthvað komið þér á óvart í þeim, hvernig erlendir gagnrýnendur upplifa myndina? „Ja, sumir útlendingar upplifa myndina sem miklu harðari en mér finnst hún vera, finnst veruleikinn harðari en ég sé hann og mitt sam- starfsfólk. Auðvitað sjá Íslendingar sínar sögur á annan hátt en fólk sem er af erlendu bergi brotið.“ Hæfileikarík ungmenni Í Þröstum segir af 16 ára pilti, Ara, sem þarf að flytja á æskuslóðir sínar og búa með föður sínum sem hann hefur ekki talað við í mörg ár. Ara leikur Atli Óskar Fjalarsson, Ingvar E. Sigurðsson föður hans og í öðrum helstu hlutverkum eru Rakel Björk Björnsdóttir, Krist- björg Kjeld og Rade Serbedzija. Rúnar hefur áður leikstýrt Atla Óskari, í stuttmyndinni Smáfuglum og Atli fór einnig með aðal- hlutverkið í Óróa, kvikmynd Bald- vins Z. Rúnar segir Atla Óskar afar hæfileikaríkan og hann sé nú búinn að vera rúmt ár í leiklistarnámi í Bandaríkjunum. Af öðrum ungum leikurum í myndinni nefnir hann Valgeir Hrafn Skagfjörð sem lék í Okkar eigin Osló auk þess að hafa leikið á sviði, Rakel sem hafi leikið í kvikmyndinni Fölskum fugli og Benedikt Benediktsson sem sé þekktur af því að leika kúnstir á BMX-hjóli í Iceland Got Talent. „Við fengum hann í myndina af því hann var svo góður á BMX en svo endaði hann með því að sýna lítið af slíkum kúnstum og hlutverk hans óx. Hann er einn af þessum nátt- úrutalentum sem maður finnur í leikprufum,“ segir Rúnar og bætir við að aragrúi af öðrum krökkum að vestan fari með minni hlutverk í myndinni en Þrestir var tekin upp á Flateyri og nágrenni. Rúnar segir mörg hundruð ung- menni hafa komið í leikprufur fyrir myndina og þau sem urðu fyrir val- inu hafi verið valin út á það sem þau höfðu í sér, náttúrulega hæfi- leika. „Aðalmunurinn á lærðum leikara og ólærðum er að ef eitt- hvað er ekki í þeim þarf maður að finna aðrar leiðir, þeir ólærðu geta ekki notað tæknina sem kennd er í leiklistarnámi,“ segir Rúnar. Leik- stjórnin hefjist með vali á leik- urum. Heill her að baki hverri kvikmynd  Þrestir Rúnars Rúnarssonar sýndir á RIFF í kvöld  „Það var nógu mikill heiður að fá að vera þarna,“ segir hann um kvikmyndahátíðina í San Sebastián þar sem Þrestir hlutu aðalverðlaunin Feðgar Atli og Ingvar í hlutverkum feðganna í Þröstum. Þungamiðja Þrasta er saga feðganna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.