Morgunblaðið - 02.10.2015, Qupperneq 88

Morgunblaðið - 02.10.2015, Qupperneq 88
88 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 2015 Það er ekki að ástæðulaususem nafn sænska kvik-myndaleikstjórans Ing-mars Bergman hefur verið nefnt í tengslum við nýjustu kvik- mynd danska leikstjórans Bille Aug- ust, Stille hjerte. Hér er á ferðinni lágstemmt fjölskyldudrama sem bor- ið er uppi af framúrskarandi leik og fallegri myndatöku. Þegar myndin hefst hafa hjónin Esther (Ghita Nørby) og Poul (Mor- ten Grunwald) boðið afkomendum sínum og náinni vinkonu til margra áratuga í heimsókn. Ætlunin er að eyða saman helginni og halda jólin í síðasta sinn þó aðeins sé snemmbúið haust. Fljótlega verður ljóst að þegar helginni lýkur hyggst Esther binda enda á eigið líf með aðstoð eigin- manns síns, sem er læknir á eftir- launum, en Esther er langt leidd af hreyfitaugahrörnunarsjúkdómnum ALS (Amyotrophic lateral sclerosis) og hugnast ekki sú tilhugsun að enda líf sitt lömuð í öndunarvél. Þar sem væntanlegt athæfi þeirra hjóna er ekki löglegt skiptir máli að Esther taki lyfjakokteil eiginmanns síns meðan hún hefur enn mátt í hendinni svo hægt sé að láta líknardrápið líta út eins og sjálfsmorð. Allir sem mættir eru vita hvernig í pottinn er búið og hafa lagt blessun sína yfir ákvörðun Estherar, en þeg- ar kveðjustundin nálgast fara ýmsar efasemdir að láta á sér kræla. Sanne (Danica Curcic), yngri dóttirin, glímir við andleg veikindi og er ekki tilbúin að kveðja móðurina sem verið hefur stoð hennar og stytta á erfiðum tím- um. Hún lætur sig því dreyma um nokkra mánuði til viðbótar með henni. Heidi (Paprika Steen), eldri dóttirin, telur að virða beri ákvörðun móðurinnar í einu og öllu og reynir sí- fellt að létta andrúmsloftið. Sorg og áhyggjur Heidi birtast hins vegar í því að hún reynir að hafa fullkomna stjórn á jafnt útliti sínu og hegðun annarra í erfiðum aðstæðum. Heidi mislíkar val Sanne á kærasta, en Dennis (Pilou Asbæk) er hasshaus með tilfinningagreind á við átta ára barn, eins og Heidi orðar það við hann, sem leggur ávallt á flótta þegar eitthvað bjátar á í sambandinu. Sjálfri reynist Heidi ekki auðvelt að ræða tilfinningamál við Michael (Jens Albinus), eiginmann sinn til 15 ára. Handrit Christians Torpe er vel unn- ið. Allar persónur myndarinnar eru skýrt mótaðar og hvörfin sem verða eru áhugaverð og vel útfærð. Ghita Nørby er stórkostleg í hlut- verki sínu sem Esther. Hún dregur upp trúverðuga mynd af konu sem þjökuð er af sjúkdómi sínum og fund- ið hefur sátt við dauðann þó hún sé vissulega líka hrædd við hið óþekkta. Erfiðast finnst henni þó að geta ekki huggað afkomendur sína og uppfyllt óskir þeirra um meiri samveru. Mor- ten Grunwald fer fallega með hlut- verk eiginmannsins sem styður konu sína samtímis því sem hann minnir hana reglulega á að hún geti hætt við ákvörðunina. Oskar Sælan Halskov er góður í hlutverki Jonathans, 14 ára sonar Heidi og Michaels. Stille hjerte er eðli málsins sam- kvæmt full af sorg, en á sama tíma einnig allnokkrum húmor. Eins og t.d. þegar fjölskyldan, að ósk Esth- erar, reykir saman eina af jónum Dennis. Bille August og sam- verkafólk hans á hrós skilið fyrir að fjalla um jafn vandasamt efni og líkn- ardráp er í fallegri, hlýrri og tilfinn- ingaríkri mynd. Aðeins ein sýning var á myndinni á RIFF, en Græna ljósið hyggst sýna hana á Norrænni kvik- myndaveislu í Háskólabíói dagana 23.-27. október ásamt þeim fjórum myndum öðrum sem tilnefndar eru til Kvikmyndaverðlauna Norðurlanda- ráðs í ár. Á göngu Leikarnir Curcic, Albinus, Asbæk, Halskov, Bro, Nørby, Grunwald og Steen í hlutverkum sínum, en í fjarska má sjá íbúðarhús gömlu hjónanna. Þegar haustar að RIFF Stille hjerte bbbbn Leikstjórn: Bille August. Handrit: Christian Torpe. Leikarar: Ghita Nørby, Paprika Steen, Danica Curcic, Morten Grunwald, Jens Albinus, Pilou Asbæk, Vigga Bro og Oskar Sælan Halskov. Danmörk, 2014. 98 mín. Flokkur: Sjón- arrönd: Danmörk. Sýnd í Bíó Paradís 30. september 2015. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR KVIKMYNDIR RIFF | ALÞJÓÐLEG KVIKMYNDAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK | 2013 Sicario 16 Alríkislögreglukonan Kate er ráðin í sérsveit sem vinnur á svæði við landamæri Banda- ríkjanna og Mexíkó þar sem ríkir hvorki lög né regla, til að berjast í stríðinu gegn eit- urlyfjum. Metacritic 83/100 IMDb 8,0/10 Laugarásbíó 20.00, 22.30 Smárabíó 20.00, 22.40 Pawn Sacrifice 12 Snillingurinn Bobby Fischer mætti heimsmeistaranum Boris Spassky í einvígi í Reykjavík árið 1972. Æðsti tit- ill skáklistarinnar var að veði en einnig var einvígið uppgjör milli fulltrúa risavelda kalda stríðsins. Metacritic 66/100 IMDb 7,5/10 Sambíóin Kringlunni 17.30, 22.30 The Intern Sjötugur ekkill sér tækifæri til að fara aftur út á vinnu- markaðinn og gerist lærling- ur á tískuvefsíðu. Metacritic 50/100 IMDb 7,4/10 Sambíóin Álfabakka 17.20, 20.00, 22.40 Sambíóin Egilshöll 17.20, 20.00, 22.35 Sambíóin Kringlunni 17.20, 20.00, 22.40 Sambíóin Akureyri 20.00 The Man From U.N.C.L.E. 12 Metacritic 55/100 IMDB 7,6/10 Sambíóin Álfabakka 22.10 Sambíóin Egilshöll 22.15 Sambíóin Akureyri 22.30 Love & Mercy 12 Sambíóin Kringlunni 20.00 Vacation 12 Metacritic 34/100 IMDB 6,2/10 Sambíóin Álfabakka 20.00 Sambíóin Egilshöll 22.00 Maze Runner: The Scorch Trials 12 Mbl. bbmnn IMDb 75/100 Smárabíó 20.00, 22.50 Hotel Transylvania 2 IMDB 7,7/10 Laugarásbíó 16.00, 16.00, 18.00, 18.00 Sambíóin Álfabakka 16.00, 18.00 Sambíóin Egilshöll 17.40 Sambíóin Keflavík 17.50 Smárabíó 15.30, 15.30, 17.40, 17.40 Borgarbíó Akureyri 17.40 Inside Out Metacritic 93/100 IMDB 8,8/10 Sambíóin Álfabakka 15.40, 17.50 Sambíóin Akureyri 17.50 Töfrahúsið Sambíóin Álfabakka 16.00 Sambíóin Akureyri 17.50 Discussion: Danish Filmmaking Norræna húsið 13.00 The Arms Drop Bíó Paradís 13.30 Listen to Me Marlon Bíó Paradís 13.30 Dreamcatcher Bíó Paradís 14.00 Last Days in the Desert Bíó Paradís 15.30 How to Change the World Bíó Paradís 15.30 Polish Cine Art (Q&A) Gerðarsafn 16.00 Icelandic Film Composers: Atli Örvarsson Q&A Hotel Plaza 16.00 The Queen of Silence Bíó Paradís 16.00 In Focus: Faroe Is- lands and Greenland Norræna húsið 16.00 A War Bíó Paradís 17.30 Sleeping Giant Bíó Paradís 17.45 We Monsters (Q&A) Bíó Paradís 18.00 Democrats Tjarnarbíó 18.00 O, Brazen Age Norræna húsið 18.00 Sparrows (Q&A) Háskólabíó 18.00 In Your Arms Háskólabíó 18.00 The Here After (Q&A) Bíó Paradís 19.45 The Measure of a Man Bíó Paradís 19.45 Film Concert: A Night w. Woody Allen Salurinn 20.00 Mediterranea (Q&A) Háskólabíó 20.00 The Circus Dynasty (Q&A) Bíó Paradís 20.30 The Brood Háskólabíó 20.30 Men and Chicken Bíó Paradís 21.30 Icelandic Shorts A Tjarnarbíó 22.00 Who Took Johnny (Q&A) Bíó Paradís 22.00 Cartel Land Bíó Paradís 22.15 Crash Háskólabíó 22.15 Rosita Háskólabíó 22.30 Tangerine Bíó Paradís 23.30 The Wanted 18 Bíó Paradís 23.45 Upplýsingar og ábendingar sendist á netfangið bio@mbl.is RIFF 2015 Kvikmyndir bíóhúsanna Stórmynd í leikstjórn Baltasars Kormáks byggð á sann- sögulegum atburði. Átta fjallgöngumenn fórust í aftaka- veðri 11. maí árið 1996, en það er alvarlegasta slys sem orðið hefur á Everest. Morgunblaðið bbbbm Metacritic 66/100 IMDb 7,7/10 Laugarásbíó 16.00, 20.00, 22.30 Sambíóin Álfabakka 17.20, 17.20, 20.00, 20.00, 22.40 Sambíóin Egilshöll 17.20, 20.00, 22.35 Sambíóin Keflavík 17.20, 22.30 Smárabíó 17.00, 17.15, 20.00, 22.40 Háskólabíó 17.25, 20.00, 22.50 Borgarbíó Akureyri 17.40, 20.00, 22.30 Everest 12 Alríkislögreglumaðurinn John Connolly telur írska mafíósann James „Whitey“ Bulger á það að vinna með lögreglunni gegn mafí- unni. Metacritic 68/100 IMDb 7,8/10 Sambíóin Álfabakka 18.00, 20.00, 21.00, 22.40, 22.40 Sambíóin Egilshöll 17.20, 20.00, 22.35 Sambíóin Akureyri 20.00, 22.30 Sambíóin Keflavík 20.00, 22.40 Black Mass 16 Geimfarinn Mark Watney er talinn af eftir að ofsafenginn stormur gengur yfir. Félagar hans skilja hann því eftir. En Whatney lifði af og er nú einn og yfirgefinn á fjandsamlegri plánetu. Metacritic 74/100 IMDB 8,6/10 Laugarásbíó 19.00, 22.00 Sambíóin Keflavík 20.00 Smárabíó 17.00, 20.00, 20.00, 22.55, 22.55 Háskólabíó 22.30 Borgarbíó 22.30 The Martian 12 STYRKIR TIL TÓNLEIKAHALDS Í HÖRPU 2016 Stjórn Styrktarsjóðs Samtaka um tónlistarhús og Ruthar Hermanns auglýsir eftir umsóknum um styrki til tónleikahalds í Hörpu árið 2016. Veittir verða styrkir til tónlistarmanna og/eða tónlistarhópa. Umsóknarfrestur er til kl. 17.00 mánudaginn 02. nóvember 2015. Nánari upplýsingar og rafræn umsóknareyðublöð eru á slóðinni: http://styrktarsjodursut.is/ Úthlutun verður í nóvember.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.