Morgunblaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2015 30% afsláttur af Calvin Klein nærfötum, náttfötum og skyrtum Laugavegi 47, sími 552 9122 Laugavegi 47, sími 551 7575 Fimmtudag, föstudag og langan laugardag Hugljúfar gjafir Kimmidoll á Íslandi | Ármúla 38 | Sími 588 5011 NAMIKA „Good Fortune” My spirit brings abundance and blessings. Maxi doll 3,990.- Bolli 2,590.- SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Kvikmyndasalur, ítarleg grunnsýn- ing, kennslustofa og kaffihús verður meðal þess sem gestir í stækkaðri gestastofu Þingvallaþjóðgarðs á Hakinu ofan við Almannagjá geta notið. Einnig er unnið að hugmynd- um um aðstöðu til þess að bregða upp kíki til að fylgjast með stjörnum og norðurljósum á dimmum kvöld- um. Þingvallanefnd samþykkti á fundi sínum fyrir nokkrum dögum þær teikningar að stækkun sem fyrir liggja. Því er komið grænt ljós á að hefja framkvæmdir. Uppúr áramót- um mun Framkvæmdasýsla ríkisins bjóða verkið út og myndi verktaki þá hefjast handa í mars á næsta ári. Miðað er við að byggingin verði tilbúin vorið 2017, eða um það leyti sem háönnin í ferðaþjónustu það sumarið hefst. Byggingar falla að landslagi „Þetta er framkvæmd sem lengi hefur verið í undirbúningi,“ sagði Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðs- vörður í samtali við Morgunblaðið. „Mikil fjölgun ferðamanna gerir þessa uppbyggingu mikilvæga, en á þessu ári koma hingað nærri 700 þúsund. Spár gera ráð fyrir áfram- haldandi fjölgun. Við förum langt yf- ir milljónina innan fárra ára og því verður að vera hægt að sinna svo sómi sé að.“ Gestastofan sem nú er á Hakinu er 220 fermetrar að flatarmáli og þar er sýningaraðstaða og minjagripa- verslun. Stækkunin, það er bygging sem reist verður til vesturs við þá sem fyrir er, verður 837 fermetrar, og útkoman verður því 1.057 fer- metra hús. Við hönnunina lögðu arkitektar Glámu Kím sig sérstaklega eftir því, samkvæmt forskrift, að eldri bygg- ingin og sú nýja féllu vel saman og að náttúru svæðisins. Landslagsark- tektar frá Landslagi ehf. komu einn- ig að málum svo og danskir sérfræð- ingar sem hannað hafa byggingar í þjóðgörðum og hönnun sýninga þar víða um heiminn. Á veraldarkorti ferðamanna „Við þessa stækkun gestastofunn- ar sækjum við ráð og fyrirmyndir víða. Fræðsla er einn mikilvægasti þátturinn í starfseminni hér og hann verður æ veigameiri,“ segir Ólafur Örn. Hann segir Þingvelli hafa kom- ist á veraldarkort ferðamanna með skráningu á heimsminjaskrá UNESCO og það aukið aðdráttarafl staðarins til muna. Þá komi skóla- hópar, ekki síst íslenskir, í stórum stíl austur á Þingvelli til að fræðast um staðinn. Allt þetta – og fleira – kallar á stækkun gestastofunnar hvar verður sýning um sögu Þingvalla, náttúru, listir og fleira, segir Ólafur Örn. Í grunnsýningunni verður bæði hefð- bundin framsetning svo og fjölþætt margmiðlunartækni nýtt til hins ýtr- asta til að gera framsetningu og áhrif efnisins sem best. Verður það unnið í samstarfi við margmiðlunar- fyrirtækið Gagarín sem kom að hönnun í núverandi sýningu. Teikning/Gláma-Kím Þrívídd Gestastofan er ofan og sunnan Almannagjár. Kappkostað er að mannvirkið falli vel að náttúrunni. Stækka húsið á Hakinu  Stórframkvæmd á Þingvöllum  Góð aðstaða verður í stærri gestastofu  Útboð innan tíðar  Fyrirmyndir fengnar víða Teikning/Gláma-Kím Útlit Byggingin er lágreist og á stækkunin falla vel að því húsi sem fyrir er. „Hvarvetna hefur verið góð sam- staða um það verkefni sem stækkun gestastofunnar á Hak- inu er. Það virðast allir hafa mik- inn metnað fyrir því að á Þing- völlum sé allt sem glæsilegast,“ segir Ólafur Örn Haraldsson. Þingvallamál segir hann vera í stöðugri deiglu því staðurinn þurfi margs með. Jafnhliða stækkun gestastofu verði bíla- stæðum á Hakinu og víðar fjölg- að. Þá verður salernisstaða á nokkrum stöðum bætt og svo mætti áfram telja. Þess má svo geta að Þingvalla- nefnd hefur nú samþykkt að hefja undirbúning að byggingu veitingahúss á Hakinu. Er hugs- unin sú að það komið að nokkru nú á að stækka og er þar gert ráð fyrir veitingaaðstöðu og veislu- sölum sem verða fyrsta flokks. marki í stað Hótel Valhallar sem brann sumarið 2009. Hús þetta verður nærri gestastofunni sem Samþykkt að byggja veitingahús í stað Valhallar ÝMIS VERKEFNI ERU Í UNDIRBÚNINGI Á ÞINGVÖLLUM UM ÞESSAR MUNDIR Heimsókn Meðal gesta sem komið hafa á Þingvelli í ár og farið um svæðið undir leiðsögn Ólafs Arnar er Harrison Schmitt tunglfari og Theresa Fitzgibbon kona hans Stjórnvöldum ber að skila sjó- mönnum aftur skattaafslættinum sem þeir nutu í áratugi, en hefur nú verið aflagður. Það má gera til dæmis með skattfríum dagpeninga- greiðslum sambærilegum og aðrar stéttir hafa. Þetta segir í ályktun 47. þing Farmanna- og fiskimanna- sambands Íslands haldið var í síð- ustu viku. Í greinargerð með ályktuninni segir að hjá öllum siðmenntuðum þjóðum þar sem sjómennska sé stunduð njóti sjómenn skattalegra hlunninda vegna sérstöðu starfsins. Ísland skeri sig úr í samanburði við aðrar þjóðir að þessu leyti. Nor- ræna velferðarsamfélaginu, sem stjórnmálamenn vísi ósjaldan til sem fyrirmyndar, sé gefið langt nef, þar sem sjómenn allra Norður- landanna njóti margfaldra hlunn- inda umfram þau sem búið er að svipta íslenska sjómannastétt. Í annarri ályktun frá þinginu segir um kjaramál fiskimanna að kröfur Samtaka í sjávarútvegi, um kjaraskerðingu á hendur sjómönn- um, sem svo eru nefndar, séu frá- leitar í ljósi þeirrar staðreyndar að rekstrarafkoma sjávarútvegsfyr- irtækja hafi í sögulegu samhengi aldrei verið betri en undanfarin ár. Frá hruni hafi arðgreiðslur til eig- enda fyrirtækja í sjávarútvegi num- ið 49 milljörðum króna sem segi allt sem segja þarf um velgengni síð- ustu ára. Sjómönnum sé bætt skerðing
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.