Morgunblaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 36
36 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2015
RÚGBRAUÐ
SVIÐSLJÓS
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Laugardalshöll var tekin í notkun
4. desember 1965, fyrir um 50 ár-
um, og er einn helsti hornsteinn-
inn í sögu handknattleiks á Íslandi
auk þess sem hún opnaði mögu-
leika á því að halda stórviðburði
eins og tónleika, heimsmeist-
aramót, fjölsóttar hátíðir og viða-
miklar vörusýningar.
„Höllin breytti öllu,“ segir Sig-
urgeir Guðmannsson, fyrsti fram-
kvæmdastjóri Laugardalshallar.
„Það voru geysileg tímamót að
fara úr Hálogalandi í Höllina,
grunnurinn að framförum hér-
lendis í handbolta.“
Mörg ljón á veginum
Í fróðlegri samantekt Sig-
urgeirs, sem er aðgengileg á vef
Hallarinnar (ish.is), rekur hann
aðdragandann að byggingunni.
Fram kemur að íþróttahús Jóns
Þorsteinssonar við Lindargötu,
sem var reist 1935, hafi verið
fyrsta íþróttahúsið með aðstöðu
fyrir áhorfendur, en rými var fyrir
um 150 manns á svölum við annan
endann. Þar hófst opinber keppni
í handbolta 1940, í 20x11 m sal.
Bandaríski herinn reisti Háloga-
land, íþróttahús á mótum Suður-
landsbrautar og Skeiðarvogs 1942.
Keppnisgólfið var 30x11 m og
áhorfendarými við langhliðarnar
fyrir um 800 manns. Húsið var
ekki hugsað fyrir handbolta, en
veturinn 1944-’45 fóru þar fram
mótaleikir í handbolta og hand-
knattleiksmót framhaldsskólanna.
Í kjölfarið keypti nýstofnað
Íþróttabandalag Reykjavíkur,
ÍBR, þetta bráðabirgðaíþróttahús
af sölunefnd varnarliðseigna.
Í frumvarpi Jóhanns Hafstein á
Alþingi 1946 var gert ráð fyrir að
ríkissjóður og Reykjavíkurborg
reistu æskulýðshöll í Reykjavík og
lagði bæjarstjórnin til lóð við Sig-
tún fyrir Bandalag æskulýðsfélaga
í Reykjavík, BÆR, sem voru ný-
stofnuð samtök ungliðafélaga
stjórnmálaflokka, skáta, templara,
iðnnema og stóru íþróttafélag-
anna. Grafin var hola fyrir grunn-
plötu og þar við sat, en BÆR og
ÍBR ræddust við fram til 1955 um
byggingu mannvirkja á lóðinni.
Árið eftir samþykkti borgarráð
samkomulag um framkvæmdir í
Laugardalnum milli Suðurlands-
brautar og Þvottalaugavegar.
Koma skyldi upp íþróttahúsi með
aðstöðu meðal annars fyrir sýn-
ingar iðnrekendasamtakanna og
annarra, leiksviði og veitingasal.
Staðsetningin var ekki síst ákveð-
in með samnýtingu bílastæða í
huga. Í nóvember 1957 undirrit-
uðu fulltrúar ÍBR, BÆR, Sýn-
ingarsamtaka atvinnuveganna
svo og borgarstjóri samning um
byggingu sýninga- og íþróttahúss.
Frumteikingar lágu fyrir í
ársbyrjun 1959 og var
grafin gryfja fyrir
grunni en þá var ákveð-
ið að minnka umfangið
vegna kostnaðar.
Byggingin var boðin út 1961 og
árið eftir gekk BÆR úr skaftinu.
Sýningarsamtökin stóðu ekki í
skilum með greiðslur og borgin
stöðvaði framkvæmdir í tvö ár en
1970 yfirtók borgin eignarhlut
samtakanna og átti eftir það 92%
á móti 8% ÍBR.
„Það voru allskonar ljón á veg-
inum, tafir út af einhverjum hlið-
arstökkum,“ rifjar Sigurgeir upp.
Hann segir að nánast allt fjár-
magn borgarinnar hafi farið í að
malbika götur og leggja hitaveitu.
„Það var ekki fyrr en þessum
verkum var lokið að einhver skrið-
ur komst á byggingu íþróttahúss-
ins. Þetta var eins og með Laug-
ardalsvöllinn þar sem unnið var
fyrir smápening á hverju sumri.“
Vegna þessa ástands voru
landsleikir í handbolta spilaðir á
20 x 40 m velli í íþróttahúsi
bandaríska hersins á Keflavík-
urflugvelli. Þar var aðstaða fyrir
um 3.00 áhorfendur, en fram-
kvæmdir gengu hægt og sígandi í
Laugardalnum og fyrsti leikurinn
í nýju húsi var laugardaginn 4.
desember 1965 á milli Reykjavík-
urúrvalsins og tékkneska liðsins
Karviná, sem kom til landsins í
boði Fram. Ekkert benti til þess
að Höllin yrði tilbúin en þá tóku
Framarar undir stjórn Karls
Benediktssonar, þjálfara karlaliðs
Fram og karlalandsliðsins, til
sinna ráða og gengu frá lausum
endum með aðstoð annarra sjálf-
boðaliða.
Rigning betri en sól
Sigurgeir segir að um hálfum
mánuði fyrir opnun hússins hafi
Gísli Halldórsson, þáverandi for-
maður ÍBR, sagt við sig að ein-
hver þyrfti að bera ábyrgð á miða-
sölu og rekstri. „Hann bað mig
um að taka þetta að mér enda
hafði ég reynsluna frá Háloga-
landi,“ segir Sigurgeir.
Til að byrja með var ekki miða-
sala í Höllinni heldur voru miðar
seldir í bókabúðum Lárusar Blön-
dal. Fljótlega var leikið við Dani
og segir Sigurgeir að miðarnir
hafi selst upp á tveimur dögum.
„Það var rými fyrir 3.800 manns í
stæði og ég man eftir því að þegar
ég leit út um gluggann að morgni
leikdags var grenjandi rigning og
ég hrósaði happi. Hefði verið sól-
skin hefði þurft að aflýsa leiknum
vegna þess að þá hefði markmað-
urinn austanmegin ekki séð neitt
fyrir kvöldsólinni. Skömmu síðar
kom franska landsliðið en þá vildi
svo vel til að flugvélinni, sem dóm-
arinn var í, seinkaði og leikurinn
hófst ekki fyrr en sólin var sest.
En þetta voru bara byrjunarörð-
ugleikar.“
Hallarbylting í Laugardal
Laugardalshöllin tekin í notkun fyrir um 50 árum Höllin breytti allri aðstöðu og var grunnur að
miklum framförum Íslendinga í handbolta Skapaði nýja möguleika til að halda ýmsa stórviðburði
Laugardalshöll Framkvæmdir við bygginguna hófust 1961og þakhvelfingin var steypt á fjórum sólarhringum í september 1963.
12. desember 1965 Fyrsti landsleikurinn í Laugardalshöll var á milli Íslands og Sovétríkjanna.
Sigurgeir Guðmannsson var
framkvæmdastjóri ÍBR frá 1954
til 1995 og hefur verið viðloðandi
bandalagið síðan. „Ég hélt upp á
61 árs starfsafmæli í vor,“ segir
hann hlæjandi. Samhliða rekstri
ÍBR var hann framkvæmdastjóri
Laugardalshallarinnar 1965 til
1969.
Arkitektarnir Gísli Halldórsson
og Skarphéðinn Jóhannsson
teiknuðu Höllina, sem er um
6.500 m² íþrótta-, tónleika-, sýn-
ingar- og ráðstefnuhöll. Sam-
tengdur henni er
um 9.500 m²
fjölnota frjáls-
íþróttasalur,
sem fram-
kvæmdir hóf-
ust við 2005.
Öll aðstaðan er
um 20.000 m².
Hefur helgað
lífið íþróttum
SIGURGEIR GUÐMANNSSON
Sigurgeir
Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson
Einvígi aldarinnar Heimsmeistaraeinvígi Boris Spasskys til
vinstri og Bobby Fischers í skák fór fram í Laugardalshöll 1972
og er frægasti viðburðurinn í Höllinni.