Morgunblaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 89

Morgunblaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 89
MENNING 89 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2015 Við höfum margfaldað /frelsið til að grafa okkur// lifandi / í túninu heima“segir í upphafshluta nýrr- ar og áhrifaríkr- ar ljóðabókar Lindu Vilhjálms- dóttir, Frelsi. Í þessum upphafs- erindum er tónn- inn sleginn, sagt að „á / milli him- ins og jarðar / er allt“, og hefði mátt ætla að viti bornir menn myndu vinna vel úr þeim gæðum, sér og sínum til hags- bóta, en það segir ljóðmælandi ekki hafa verið gert. Við höfum „marg- faldað virkin / milli himins og jarðar / margfaldað guð“ og í framhaldinu: margfaldað hláturinn grátinn hatrið og græðgina margfaldað allt milli himins og jarðar allt nema gæskuna (12) Það er því kaldur heimur, merkt- ur sjálfselsku og eiginhags- munapoti, sem fjallað er um í ljóð- unum í Frelsi. Í tilkomumiklum fyrsta hlutanum, messar yfir les- andanum ljóðmælandi sem er allt í senn, írónískur, bitur og háðskur; við erum stödd við grillið í garð- inum einhversstaðar á höfuðborg- arsvæðinu og höfum upplifað hrun fjármála- og hugmyndakerfa en hver eru viðbrögð þjóðar sem sögð var frjáls undan okinu, grýlum kaldastríðsáranna, undan trúnni á samfélag heilagra, frjáls undan öllu „nema útburðarvælinu / í hvalfjarð- arstrengnum handan við garðinn“? Fullt eftirsjár spyr fólkið við grillið hvað hafi orðið af mjúkmálum garð- yrkjumeistara sem lofaði gullregni og grillveislum og séreignasælu, og þjónustufulltrúanum sem „kom með hellurnar pallinn og pottinn // og bauð okkur hræbillegt gasgrill / og girðingarefni á raðgreiðslum“. Og við skjólsælan pallinn bæri „lyktin af rotnandi safnhaugnum / […] vitni um virðingu okkar fyrir lífríki jarð- ar“. En þetta fólk, við sem byggjum þennan heim og förum svona með hann, í lok þessa hluta verksins eru: skilaboð okkar til umheimsins […] skýr þó að lóðin sé skráð á krakkana er okkur eftir sem áður frjálst að framselja moldina (29) Í öðrum hluta verksins er lesand- inn kominn með ljóðmælandanum til Ísrael og til skýringar tilkynnt í upphafi að „ef miðað er við / upp- hafspunkt tímatalsins // er rökrétt / að byrja í betlehem“. Ljóðmæland- inn fer um sem ferðamaður í karl- rembusamfélagi þar sem „fólk er greint sundur / í þrjár þróaðar teg- undir manna“, það er gyðinga, araba og pílagríma sem „þurfa að ljúga á sig trú“. Við tekur ferðalag um veröld minja, tortryggni og hat- urs, með allskyns vísunum í sögur; að þessu sinni er aðeins laust pláss í lúxushóteli í Betlehem og skoð- unarferð nútímaferðalanga er líkt við krossferð. Í lokahlutanum er aftur komið til íslensks veruleika þar sem trúar- myndum fyrri hluta er haldið, fólki sagt hollast að meðtaka fagnaðar- erindið möglunarlaust og „helst að lofsyngja frelsið / þar sem við krjúpum við gráturnar / á fjögurra ára fresti // óbundin og megum velja um / að bryðja sólarsellur eða álþynnur / næsta góðæristímabil“. Og það á að hlusta á hátíðarræður: um ónýttar auðlindir óveiddan makríl óbeislaða orku ósnortin víðerni og ótakmörkuð tækifæri hlusta í andakt þegar markaðsmarrið í ráðhera- kjálkunum rennur saman við arðbært brakið í bráðn- andi ísnum á norðurslóð og endimörk hins byggilega heims verða að hringiðu nýrrar heimsmyndar (52) Þarna eru framfaratrú og sam- kennd særð fram með „stefinu sí- gilda um sérstöðuna“, ekki má hiksta á „hækkandi hagvaxta- humminu“, og „hollast / að segja allt gott / allt fínt allt ágætt vera hress“; í „okkar upphöfnu holl- ustuparadís // erum við alsæl“. Eða er það? Eftir síhækkandi og að lok- um þrumandi tölu um það hvernig mennirnir fara með umhverfi stt og hver annan er nöturlegri framtíð- armyndinni brugðið upp, þar sem við … líðum aðgerðarlaus um útfjólublán veraldarvefinn í síðupplýstu veldi feðranna meðan mannsbörnin aðlagast stingandi kulda brennandi hita og stækkandi skömmtum af loftleysi (65) Þegar knöpp og meitluð ljóðin í bók Lindu eru lesin, taka þau að tala síhækkandi röddu til lesandans og fara að lokum að lesa yfir hon- um, á all áhrifaríkan hátt, um stöðu mála, um heiminn sem við byggjum og það hvernig við í þessum lúx- usafkima okkar hér lengst norður í höfum, umgöngumst jörðina, með hroka og yfirgangi en í sífelldri af- neitun; hvernig við förum með það líf og land sem okkur er falið og berum ábyrgð á, og þar er talað til okkar um frelsið. Heimsósómaljóð er orð sem stundum hefur verið haft um skáld- skap þar sem þennan, þar sem vel fægðum spegli er brugðið að ásjónu og lífi okkar lesendanna, og við er- um neydd til að sjá hlutina og ástand heimsins eins og það er – á gagnrýninn og ófegraðan hátt. Og það er ekki falleg mynd sem hér birtist en hún er afskaplega vel mótuð af skáldinu, sem bregður upp ólíkum hugmyndum um frelsi og skilur lesandann eftir með spurn- ingar um það hverskonar frelsis við njótum í raun. Fyrsti og þriðju hluti verksins, um eftirmál hrunsins og stöðuna í dag, eru það vel lukkaðir að verkið missir nokkuð dampinn þegar horf- ið er um miðbikið suður fyrir Mið- jarðarhaf. En ef einhverjir hafa efast um að skáld samtímans geti ort af þrótti um samtímamálefni og pólitík, og hafið sig með erindið og óvægna mynd af heiminum upp yfir ómarkvisst og suðandi orðagjálfur dægurumræðunnar, með til- komumiklu ljóðmáli, þá ættu við- komandi að lesa Frelsi Lindu Vil- hjálmsdóttur. Skáldið „…það er ekki falleg mynd sem hér birtist en hún er afskaplega vel mótuð af skáldinu, sem bregður upp ólíkum hugmyndum um frelsi og skilur lesandann eftir með spurningar um það hverskonar frelsis við njótum í raun,“ segir um ljóðabók Lindu Vilhjálmsdóttur. Markaðsmarr í ráðherrakjálkum og hækkandi hagvaxtarhumm Ljóð Frelsi bbbbm Eftir Lindu Vilhjálmsdóttur. Mál og menning, 2015. Kilja 66 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Helga Steffen- sen hlýtur Barnamenning- arverðlaun Vel- ferðarsjóðs barna í ár fyrir framlag sitt til leiklistar og menningar barna. Verð- launin voru af- hent í gær við athöfn í Iðnó. „Helga hefur stjórnað leikhúsi Brúðubílsins í 35 ár og starfað við Brúðuleikhúsið Leikbrúðu- land í fjölda ára. Brúðubíllinn hefur frumsýnt 56 leikrit frá árinu 1980 sem mörg hver hafa náð mikilli hylli meðal barna en Helga býr til brúðurnar, hand- ritin og leikmyndina. Brúðubíll- inn er á ferð um Stór-Reykjavík- ursvæðið í júní og júlí ár hvert á vegum ÍTR og fer einnig um landsbyggðina og er með sýn- ingar víðs vegar um landið, börn- um og fullorðnum til ánægju og yndisauka,“ segir í tilkynningu um verðlaunin. Hlýtur barnamenn- ingarverðlaun Helga Steffensen Verk í vinnslu nefnist nýr dag- skrárliður á Stockfish kvik- myndahátíðinni. Með honum gefst aðstand- endum kvik- mynda sem ekki eru tilbúnar til sýninga tækifæri til að kynna verk sín fyrir fjöl- miðlum, fagaðilum í kvikmynda- gerð og áhorfendum. 5-15 mínútna myndbrot úr verkum verða sýnd og að því loknu svara aðstandendur myndarinnar spurningum úr sal. Verkefni sem koma til greina eru kvikmyndaverk sem ekki hafa ver- ið gefin út þegar Stockfish-hátíðin hefst, 18. febrúar 2016. Leikstjóri og/eða framleiðandi verða að vera íslenskir en undanþága er veitt ef kvikmyndin hefur aðra Íslands- tengingu. Sérstök nefnd velur verk til kynningar og er síðasti skiladag- ur 15. janúar 2016. Verk í vinnslu kynnt á Stockfish Merki Stockfish Breyttu heimilinu með gluggatjöldum frá okkur Suðurlandsbraut 6 sími 553 9990 nutima@nutima.is www.nutima.is HUNGER GAMES 4 2D 5:15,8,10:10 THE NIGHT BEFORE 8,10:45 GÓÐA RISAEÐLAN 2D 5:15 SPECTRE 6,9 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.