Morgunblaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 78

Morgunblaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 78
78 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2015 Kristján Hjálmarssoner viðskipta- og al-mannatengsla- stjóri hjá H:N Markaðs- samskiptum, en hann var áður fréttastjóri á Frétta- blaðinu. „Ég var þar í 14 ár og var alinn upp við fordóma í garð auglýs- ingamarkaðarins og þeirra sem störfuðu þar. Eftir að ég skipti um vinnu fyrir um einu og hálfu ári komst ég að því að þetta eru ekki svo ólík störf – skapandi heimar með skemmtilega klikk- uðu fólki. Fólkið sem ég vinn með hjá H:N er í það minnsta alveg ótrúlega skemmtilegt. Það vill svo heppilega til að stofan er í Bankastrætinu, einu elsta steinhúsi borgarinnar. Mér finnst alveg magnað að hafa miðbæinn beint í æð alla daga. Það getur að vísu verið svolítið erfitt fyrir forvitinn mann eins og mig því ég stend kannski oftar en hollt getur talist við gluggann og fylgist með mannlífinu.“ Kristján var að koma úr afmælisferð til Færeyja. „Pabbi gamli, Hjálmar Árnason, er einn fjórði Færeyingur og var þar oft á sumr- in. Við bræðurnir höfðum aldrei komið þangað og skelltum okkur því með pabba um helgina. Vorum frá föstudegi til mánudags og dvöldum í góðu yfirlæti hjá Waag-ættinni í Klakksvík en hún á og rekur Föroyja-bjórverksmiðjurnar. Við vorum svo heppnir að fá að kynnast ættingjum okkar þar, upplifa gullbrúðkaupveislu og jólafrokost hjá starfsfólki bjórverksmiðjunnar. Við fengum góða innsýn í hvernig Færeyingar skemmta sér og smökkuðum rast- súpu sem er eins og baunasúpa nema með úldnu kjöti. Þessi ferð okkar feðga var með þeim skemmtilegri sem ég hef farið í.“ Kristján er ekki viss hvort hann ætli að halda veislu í tilefni af- mælisins. „Næstu dagar eru bókaðir í veislur hjá jafnöldrum mín- um og svo er jólahlaðborð hjá vinnunni þannig að ef ég slæ upp stórri veislu verður það ekki fyrr en í janúar.“ Eiginkona Kristjáns er Vera Einarsdóttir, blaðamaður á Frétta- blaðinu. Sonur þeirra er Einar Steinn 13 ára en dóttir Kristjáns er Þórhildur 20 ára. Í góðu yfirlæti hjá Færeyingum Kristján Hjálmarsson er fertugur í dag „Mad Man“ Kristján Hjálmarsson. E inar fæddist í Reykjavík 3.12. 1965 og ólst upp í Árbænum: „Ég á góðar minningar úr því góða hverfi sem þá var ný- byggt. Við skautuðum á Rauðavatni á kyrrum vetrarkvöldum, óðum og busluðum í Elliðaánum í sólinni á sumrin og tíndum ber upp í Skáladal og á Hólmsheiðinni á haustin. Þarna var gott að alast upp og stutt út í ósnortna náttúruna í flestar áttir. Ég var í Árbæjarskólanum sem var ekkert verri en aðrir barnaskólar en mér var margt betur gefið en að sitja stilltur á skólabekk lungann úr deginum.“ Einar æfði og keppti í knattspyrnu með yngri flokkum Fylkis og en missti áhugann um það leyti sem það stóð til að senda hann í drengjalands- liðið. Einar lauk grunnskólaprófi úr Ár- bæjarskóla, stundaði nám við Menntaskólann við Sund og lauk þaðan stúdentsprófi 1986. Hann gerði stuttan stans í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands í eitt ár en fór síðan að vinna. Á námsárunum starfaði Einar á sumrin hjá Íþróttavöllum Reykjavíkurborgar: „Ég fór þá vítt og breitt um bæinn og sló alla keppn- isvelli knattspyrnufélaganna. Eftir að þessu skemmtilega starfi lauk var ég tvisvar fenginn til að mynda rendur í vellina sem gert er með þar til gerð- um valtara. Ég hefði því geta orðið úrvals knattspyrnuvallasérfræðingur ef ég hefði lagt það fyrir mig.“ Einar lauk meiraprófi 1986 og rútuprófi 1987 og hefur verið viðloð- andi akstur allar götur síðan. Hann vann á vörubíl hjá Vélamiðstöð Reykjavíkurborgar við snjómokstur, vélaflutninga og malbikum 1987-98 og hefur ekið hópferðarbílum hjá Einar Clausen söngvari – 50 ára Fjölskyldan Einar og Guðrún með börnunum, Láru Ruth, Elvari Smára og Bjarti, sem öll bera ættarnafið Clausen. Söngvari af söngvaraætt Út í vorið Karlakvartettinn með Signýju Sæmundsdóttur og Bjarna Þór Jónatanssyni píanóleikara. Myndin var tekin á því herrans ári 2000. Reykjavík Þorsteinn Dreki Friðriksson fæddist 11. nóvember 2014, kl. 21.16. Hann vó 3.244 g og var 49 cm langur. Foreldrar hans eru Ásthildur Þorsteinsdóttir og Friðrik Þór Friðriksson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Fullkominn skurður með Hypertherm málmskurðvél Plasmaskurðvélar Öruggur og nákvæmur skurður Dalshrauni 14 • 220 Hafnarfjörður • Sími 555 2035 • jak.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.