Morgunblaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2015 BÆKUR Á berklahælinu Gunnar Thorsteinsson, unnusti Nínu, á berklahælinu í Søll- erød á Sjálandi. Ljósmynd af Nínu er fyrir ofan rúmið hans. Íárslok 1918 birtist í dagblaðinuÍsafold lítil tilkynning undir fyr-irsögninni „Hjónaefni“: „GunnarPétur Thorsteinsson kaupm. og ungfrú Nína Sæmundsson mynd- höggvari í Kaupmannahöfn.“ Gunnar var tveimur árum yngri en Nína, fæddur árið 1894 og var sonur Péturs J. Thorsteinssonar og eiginkonu hans, Ásthildar Guðmundsdóttur, en ungur að árum hafði Pétur keypt verslunina á Bíldudal við Arnarfjörð og auðgaðist mjög af umsvifum sín- um á næstu áratugum og var um aldamótin 1900 einn efnaðasti maður landsins. Hjónunum fæddust sjö dæt- ur, ein þeirra lést í bernsku, en syn- irnir urðu fjórir og var Gunnar þeirra næstyngstur. Pétur reisti fjölskyldu sinni íbúðarhús á Bíldudal sem búið var ýmsum nútímaþægindum, svo sem rennandi vatni og frárennsli, og var jafnan var skírskotað til þess sem „Hússins“. Eitt af því sem Gunnari og bræðr- um hans, Friðþjófi og Samúel Thor- steinsson, var til lista lagt var leikni í knattspyrnu. Þeir gengu til liðs við knattspyrnufélagið Fram í Reykjavík og Gunnar, sem vann við versl- unarstörf í Reykjavík, varð einn fremsti leikmaður í árdaga íslenskrar knattspyrnu. Félagi Gunnars lýsir kappi hans í boltanum á þann veg að hann hafi unnið allan daginn „í knatt- spyrnubúningi sínum, en þegar leikur skyldi byrja hljóp hann á bak hjól- hestinum og hjólaði út á völl. Þar hljóp hann af baki og fór þegar út í leikinn þegar hann byrjaði og við komu hans hófst bardaginn fyrir al- vöru.“ Gunnar var við verslunarnám í bænum Nakskov á Sjálandi þegar þau Nína kynntust og var raunar sá eini úr barnahópnum sem virtist hafa erft viðskiptaáhuga föður síns og stefndi í fótspor hans. Elsti bróðir Gunnars, Guðmundur, alltaf kallaður Muggur, varð einn ástsælasti lista- maður íslensku þjóðarinnar og út- skrifaðist frá Listaakademíunni sama ár og Nína hóf þar nám. Í þessari fjöl- skyldu lifir enn rómantísk frásögn af því þegar Gunnar rakst á umfjöllun um Nínu í dagblaði og mun hann hafa tjáð sig upphátt um að þessari konu ætlaði hann sér að kvænast, en þá höfðu þau aldrei hist. Ferð til Íslands Vorið 1919 sigldu þau Nína og Gunnar til Íslands. Nína flutti með sér fjögur gifsverk sem sýnd voru á sýningu Listvinafélags Íslands í Barnaskóla Reykjavíkur. Félagið hafði verið stofnað í Reykjavík árið 1916 og allir sem áhuga höfðu á list- um gátu orðið félagsmenn en með fjölgun íslenskra myndlistamanna og þörf hinnar upplýstu borgarastéttar á fræðslu um listir í formi sýninga og fyrirlestra var myndlistin óðum að öðlast sess í bæjarlífinu. Þetta var fyrsta opinbera kynningin á íslenskri myndlist hér á landi og sýnd voru alls 90 verk eftir sautján íslenska lista- menn, meðal annarra Ásgrím Jóns- son og Jóhannes S. Kjarval. Á næstu níu árum stóð Listvinafélagið fyrir alls sjö myndlistarsýningum í Reykjavík. Nína sýndi Sofandi dreng auk tveggja barnaportretta svo og nýjasta verk sitt Kentár rænir konu. Með því verki gengur Nína inn í hina háklassísku hefð sem hún átti eftir að hafa að leiðarljósi lengst af ferli sín- um. Verkið sýnir kentár, furðuveru grískra goðsagna − að hálfu maður og hálfu hestur. Listamenn allra alda hafa tekist á við þetta myndefni, og má þar nefna bæði Michelangelo og Picasso, en það sýnir í senn dýrslegan kraft og mannlega atorku. Hér gafst Nínu tækifæri til að sýna líkama tveggja nakinna einstaklinga, hlið við hlið, á dramatísku augabliki en kent- árinn heldur föstum tökum konu sem hann hefur numið á brott með ofbeldi. Upphafnar umsagnir um verk Nínu birtust í íslenskum blöðum: „Það leynir sér ekki, að kona þessi hefir þegar stigið inn fyrir forgarð lista- gyðjunnar.“ Í annarri umsögn sagði: „Kentárinn og stúlkan eru svo ójöfn að kröftum líkamlega, að það er raun á að horfa, en myndin er bæði hrika- leg og mjúk“, og enn fremur „að sýn- ingin sé til stórmikils gagns en best sé þó að mega eiga von á henni á ári hverju og betri og betri“. Berklaveikin Þetta var fyrsta Íslandsheimsókn Nínu eftir að hún hélt utan haustið 1911 en foreldrar hennar höfðu nú flust aftur til Reykjavíkur og héldu heimili þar. Þau Gunnar fóru austur á æskuslóðir Nínu í Fljótshlíð og sigldu síðan saman til Kaupmannahafnar. En skömmu eftir að þangað kom, haustið 1919, kenndi Gunnar sér meins og í ljós kom að hann hafði veikst af lungnaberklum. Á árunum 1890−1899 voru 14% dauðsfalla í Danmörku af völdum berkla, en þegar árið 1865 var ljóst að sjúkdómurinn smitaðist um önd- unarfæri á milli manna. Það var þó ekki fyrr en undir lok heimsstyrjald- arinnar síðari, þegar sýklalyf komu fram, að hægt var að vinna bug á þessum illvíga sjúkdómi. Nína heim- sótti unnusta sinn á berklahælið í Søllerød að kvöldi aðfangadags 1919 og þegar heim kom, hripaði hún niður nokkrar línur til skólasystur sinnar, Inge Ebstrup. „Ég var að koma frá Gunnari eftir að hafa setið við rúmið hans. Við vor- um ein og kertaljósin loguðu á litlu jólatré. En svo varð ég að fara, þótt hann væri veikur og aleinn. Það var liðið fram á kvöld þegar ég kom út á veginn og skógurinn var alhvítur og það var svo hljótt að ég fann næstum fyrir hræðslu en skynjaði svo frið jólanna. Stjörnurnar lýstu og fallegar minningar frá því ég var smástelpa og fór á aðfangadagskvöld upp á fjall með mat handa fuglunum − vinum mínum rjúpunum, komu upp í hug- ann.“ Undir vor 1920, þegar Nína var að ljúka fjórða námsárinu af fimm, kom í ljós að hún hafði einnig veikst af lungnaberklum og var ráðlagt að leggjast inn á sjúkrahús. Hún aftók það hins vegar með öllu og lagði kapp á að ljúka misserinu og tókst það. Að því búnu leitaði hún sér lækninga og hvarf um leið frá námi. Um leið drógu stuðningsmenn hennar, bankastjór- inn O. Ringberg og etasráð E. R. Gluckstadt, fjárhagsstuðning sinn við hana til baka. Í byrjun aprílmánaðar 1920 sat Nína ein síns liðs í lest á leið til Sviss. Fyrsti áfangastaðurinn á leiðinni var Basel en þar skipti hún um lest og hélt áfram til borgarinnar Lausanne við norðanvert Genfarvatn í hinum franska hluta Sviss. Áfangastaðurinn var Sanatorium Stephani, berklahæli sem starfrækt var í þorpinu Vermala í héraðinu Montana-sur-Sierre. Þau Gunnar höfðu kvaðst áður en hún fór. Þau sáust hins vegar aldrei aftur. Trúlofun í skugga berklaveiki  Í bókinni Nína S. – Nína Sæmundsson 1892-1965 segir Hrafnhildur Schram frá viðburðaríkri ævi Nínu Sæmundsson sem fyrst ís- lenskra kvenna lagði stund á höggmyndalist og var ein af frumherjum íslenskrar myndlistar  Hrafnhildur hefur í áranna rás unnið að rannsóknum á verkum og ferli fyrstu kynslóðar ís- lenskra listakvenna og er skemmst að minnast bókar hennar Huldukonur sem fjallar um fyrstu íslensku konurnar sem lögðu stund á málaralist  Crymogæa gefur út. Portrett Nína Sæmundsson situr fyrir í Kaupmannahöfn um 1919. Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 plankaparket Verðdæmi: 190 mm Eik Rustik burstuð mattlökkuð 6.990.- m2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.