Morgunblaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 55
UMRÆÐAN 55 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2015 Vitað er að mikil aukning verður á fjölda hvítra blóð- korna eftir neyslu soðins matar, en eng- in við neyslu hrás matar, sama hvort er úr dýra- eða jurtarík- inu. Virðist líkaminn bregðast við soðnum mat sem að- skotaefnum sem þurfi að koma burt. Sumir hafa túlkað þetta svo að frummaðurinn hafi að- allega neytt hrás jurtafæðis og benda á gerð tanna og lögun melt- ingarfæra í því sambandi. Þá hafi líka hrá jurtafæða áhrif á þarmaf- lóruna með fjölgun heilsusamlegra sýrumyndandi gerla. Álitið er að há- marks prótínþörf sé nálægt lág- marksþörfinni (Daninn Hindherde) nokkuð sem er vel skiljanlegt þar sem líkaminn getur ekki geymt um- framþörf prótíns eins og sykrur (glýkógen) og glýseríðfitu (forða- fita). Við of mikið prótínát þrengjast líka háræðarnar sem hefur áhrif á blóðþrýsting. Frá 1909 var með- alneysla prótíns alla 20. öldina í BNA 90 g á mann og dag sem er ríf- lega tvöföld þörfin (T.J. Moore). Heilbrigðiskerfið þar er dýrast í heimi hér en helmingi ódýrara í Þýskalandi, þrátt fyrir svipaða menntun lækna og ævilengd íbú- anna. Sykrum og fitu í mataræðinu hef- ur lengi verið kennt um æðimarga lífsstílskvilla manna í iðnríkjunum en nú virðist röðin líka komin að prótíninu og þá einkum úr dýrarík- inu. Í fyrra stríði vofði hungursneyð yfir Dönum en henni var afstýrt með því að taka upp jurtafæði. Svipað átti sér stað í Norergi og Svíþjóð í seinni heimstyrjöldinni, þótt ekki hafi verið gengið jafnlangt og Danir gerðu. Mikið hef- ur verið ritað um batn- andi heilsufar á þessum örlagatímum og fullyrt að Danir hafi ekki notið betri heilsu fyrr né síð- ar. Það er raunar fyrst eftir seinni heimstyrjöldina að ofát verður viðvarandi vandamál í iðn- ríkjunum. Hefur ís- og kæliskáp- unum jafnvel verið kennt um þar sem tilkoma þeirra beindi óbeint mataræðinu í átt að orku- og prót- ínríkum dýraafurðum á kostnað jurtaafurða. Við neytum í dag allt of mikils af kjöti, fiski, eggjum og mjólkurafurðum miðað við prót- ínþörfina. Með tilraunum hefur ver- ið sýnt fram á að mikil kjötneysla hækkar líka orkuþörf líkamans. Sé reynt að skoða flutning að og frá frumunum úr blóðinu um háræð- ar og í gegnum þekjuvefsfrumur „mes-enchyme“-lagsins, kemur í ljós að þetta frumulag stöðvar óþörf efni og kemur þeim burt. Takist ekki að koma óþurftarefnum burt er talið að ýmsir krónískir kvillar eða drep í vefjum geti myndast. Þetta frumulag umlykur háræðar, blóð- æðar, taugar og vefi um allan líkam- ann. Þau efni sem hlaðast upp í þessu millistoðfrumulagi eru kölluð „amýloid“ og eru flóknar óuppleys- anlegar prótínsameindir sem hafa bundist fjölsykrum (mucopolysacch- arides). Þessar amýloidútfellingar eiga sér væntanlega líka stað í slag- æðum á undan kólesterólfellingum og kölkun þeirra. Gegnumstreymi háræðanna er vegna rafkrafta en spennumunur er milli blóðsins í háræðunum og í frumunum. Það hefur verið sýnt fram á að hrá jurtafæða eykur þennan spennumun (Austurrík- ismaðurinn Eppinger) og hjálpar til við hreinsun amýloid úr milli- frumulaginu. Það er eimitt sýru- basa jafnvægið með alla sína raf- hlöðnu jóna úr grænmetinu sem hlýtur að hjálpa hér verulega til við þessa flutninga úrgangsefna og næringarefna. Þá er því haldið fram af stuðningsmönnum sýru-basa- fræðanna að koma megi í veg fyrir marga lífsstílssjúkdóma sem eru að því er virðist þeir sömu og hrjá alæturnar í iðnaðarlöndunum í dag. Það þurfi að breyta samsetningu í einfaldlega 80% matar úr jurtarík- inu og restina úr dýraríkinu, því þá sé neyslan í sýru-basa-jafnvægi í líkamanum og við losnum við að fá „amýloidósis“-sjúkdóminn vegna of mikils prótíns. Það virðist því vera unnt að bæta lýðheilsuna auk þess sem mikil tækifæri væru í að rækta enn meiri hollan mat í gróðurhúsum hérlendis handa landsmönnum enda arðsamt til lengri tíma litið. Góð lýðheilsa verður ávallt dýrmætasta eign þjóð- arinnar. Um lýðheilsu almennt Eftir Pálma Stefánsson Pálmi Stefánsson » Ofát dýraprótíns veldur að því er virð- ist hægt og bítandi lífs- stílssjúkdómum sem mætti komast hjá. Höfundur er efnaverkfræðingur. Það sem ég skil um umræðu á Al- þingi er mér framandi, enda gam- all. Ég nefni sem dæmi Pírata. Kafteinn þeirra talar þannig: Ég kann ekki. Ég skil ekki. Ég vil vita. Ég vil að allt sé gegnsætt. Ég vil að allt sé á tölvutæku formi, allt sé rafrænt. Ég er ekki sósíalisti, held- ur ekki kapítalisti. Mér líkar við hvern sem er, ef hann er heið- arlegur. Mér líkar illa við stjórn- málamenn sem ekki eru heið- arlegir. Ég get bæði verið stjórnarsinni eða stjórnarandstæð- ingur. Fer eftir því hvað mér „lík- ar“. Það er sannfæring mín, að þjóðin mín, fólkið okkar og þeir sem eru minni máttar í samfélag- inu, eigi að álykta og geta sett lög alveg eins og við hér á Alþingi. Þjóðin á að ráða. Fulltrúalýðræði var gott á sínum tíma en er úrelt. Ég, kafteinn Pí- rata, er kominn til að breyta stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands og setja landinu og fólki þess end- urskoðaða stjórnarskrá. Það er verkefni okkar Pírata. Man einhver eftir Jörundi hundadagakonungi? Brynleifur Steingrímsson. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Píratar Umræður Pistlahöfundi eru sumar umræður á Alþingi framandi. Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Hafa skal það sem betur sést og heyrist ormsson.is laugardaga kl. 11-15 LÁGMÚLA 8 SÍMI 530 2800 á góðu verði SÍÐUMÚLA 9 SÍMI 530 2900 kl. 10-18 og UE55JU6075 55” kr. 199.900.- UE65JU6075 65” kr. 399.900.- UE43JU5505 43” kr.99.900.- Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is JÓLAGJAFIRNAR fást í Eirvík Jólatilboð Blandarar kr. 38.242 Jólatilboð Jólatilboð Jólatilboð Matvinnsluvélar frá kr. 38.242 Brauðristar frá kr. 33.992 Safapressur frá kr. 38.242 Frönsk gæðavara - lengri ending Magimixmatvinnsluvélar, blandarar, safapressur og brauðristar. Magimix kaffivélar og kaffiskot frá CafféVergnano.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.