Morgunblaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 34
34 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2015 ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Útsvar verður 14,48% af útsvars- stofni á næsta ári á Akureyri eins og í ár. Það er leyfilegt hámark. Tillaga þess efnis var samþykkt með öllum atkvæðum í bæjarstjórn.    Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli verð- ur opnað í dag, í fyrsta skipti í vetur. Opið verður frá kl. 18 til 21, á morg- un frá kl. 16-19 og um helgina verður opið báða dagana frá kl. 10 til 16.    Mikið hefur snjóað í Eyjafirði síðustu daga, bæði af himnum ofan og úr þar til gerðum byssum, og flestar skíðaleiðir í Hlíðarfjalli til- búnar. Skíðasvæðið verður opið frá fimmtudegi til sunnudags til jóla.    Fullveldis Íslands var minnst í Háskólanum á Akureyri 1. desem- ber að vanda, nú með málþingi sem tileinkað var mannréttindum, lögum og stjórnarskrá. Íslandsklukkunni var síðan hringt, sem einnig er siður á þessum degi. Það gerði nú Sabrina Rosazza, nemandi við Mennta- skólann á Akureyri.    Eyjólfur Guðmundsson rektor sagði gjarnan horft til baka á þess- um degi en nú vildi skólinn hleypa unga fólkinu að. Heimurinn væri sí- fellt að minnka og táknrænt að Sab- ina hringdi klukkunni; hún væri fædd í Suður-Ameríku, alin upp þar og á Íslandi, hefði lært um tíma í Svíþjóð og stundaði nú nám sitt á Akureyri.    Úthlutað var í þrettánda sinn úr Háskólasjóði KEA á fullveldisdag- inn, alls fjórum og hálfri milljón króna. Veittir voru tólf rannsókn- arstyrkir en 22 umsóknir bárust sjóðnum. „Góður háskóli verður ekki að veruleika öðruvísi en með metn- aðarfullu rannsóknarstarfi. Af um- sóknum sem berast Háskólasjóði KEA má dæma að það er metnaður í rannsóknarstarfi skólans,“ sagði Halldór Jóhannsson, framkvæmda- stjóri KEA, m.a. við úthlutunina.    Eyþór Gylfason hlaut 1. verðlaun í ritlistasamkeppninni Ungskáld 2015 fyrir söguna Lést samstundis. Tilgangur samkeppninnar, sem er fyrir ungmenni á aldrinum 16-25 ára, er að hvetja þau til að iðka ritlist og draga fram í dagsljósið það sem þeim liggur á brjósti. Eyþór er ein- mitt 25 ára. Alls bárust 48 verk í samkeppnina.    Margrét Guðbrandsdóttir hlaut 2. verðlaun fyrir ljóðið Samið og 3. verðlaun hlaut Antonía Sigurðar- dóttir fyrir ljóðið Tíminn. Peninga- verðlaun voru veitt fyrir efstu þrjú sætin, bókaverðlaun frá menningar- félaginu Hrauni og verðlaunaverkin verða gefin út af Skáldahúsunum á Akureyri.    Þetta er í þriðja skipti sem verk- efnið er skipulagt en það er sam- vinnuverkefni Ungmennahússins í Rósenborg, Amtsbókasafnsins, Ak- ureyrarstofu, framhaldsskólanna tveggja í bænum, MA og VMA, og í góðri samvinnu við Framhaldsskól- ann á Húsavík, menningarfélagið Hraun og Skáldahúsin á Akureyri. Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra styrkir verkefnið.    KEA veitti á dögunum 35 styrki úr Menningar- og viðurkenningarsjóði, alls rúmlega sex og hálfa milljón kr. Tólf hlutu almenna styrki, hvern að fjárhæð 150 þúsund krónur. Til ungra afreksmanna voru veittir tólf styrkir, samtals 1,8 milljónir króna. Til þátttökuverkefna var úthlutað 1,4 milljónum króna og hlutu fjórir slíkan styrk. Sjö íþróttastyrkir voru veittir, samtals 1,51 milljón kr.    Hæstu styrki hlutu Aflið – sam- tök gegn heimilis- og kynferðisof- beldi, 700.000 kr., til að fjármagna sjálfshjálparhópa, þar sem þátttak- endur koma saman og sækja sér styrk til að takast á við vandamálin, og Sögufélag Eyfirðinga, 300.000 kr., til að gera nafnaskrá við ritið Eyfirðingar framan Glerár og Varð- gjár. Jarða- og búendatal, og vegna lokafrágangs fyrir prentun.    Hljómsveitin Hvanndalsbræður og grínararnir Sólmundur Hólm og Gísli Einarsson láta móðan mása í tali og tónum á Græna hattinum á laugardagkvöldið.    Jóla- og friðartónleikar Karla- kórs Akureyrar-Geysis verða í Ak- ureyrarkirkju eftir viku, fimmtudag- inn 10. desember, kl. 20:00.    Aðventukvöld verður í Davíðs- húsi í kvöld og hefst kl. 20. Þar fjallar Valgerður H. Bjarnadóttir um veturinn eins og hann birtist í ljóðum Davíðs.    Nemendur ritmísku deildar- innar við Tónlistarskólann á Ak- ureyri sýna næsta þriðjudagskvöld í Hofi söngleikinn Yfir alheiminn (Ac- ross the Universe), sem byggður er á bestu lögum Bítlanna. Leikstjóri er Ívar Helgason.    Jólastarfsdagur verður í Gamla bænum og Gestastofunni í Laufási á sunnudaginn frá klukkan 13.30 til 16.00. Fyrst flytur séra Bolli Pétur Bollason aðventuhugvekju í kirkjunni og síðan verður heimilis- fólk við vinnu í bænum að undirbúa jólin 1915! Útsvar áfram við hámarkið Ljósmynd/Auðunn Níelsson Styrkir Halldór Jóhannsson, framkvæmdastjóri KEA, standandi lengst til hægri, ásamt styrkþegum úr Menningar- og viðurkenningarsjóði KEA. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fullveldisdagur Sabrina Rosazza, nemendi í Menntaskólanum á Akureyri, hringir Íslandsklukkunni á lóð HA. „Ég tek stöðuna dag hvern og þannig reynum við að skipuleggja okkur eftir bestu getu, en það er al- veg á hreinu að það verða ekkert allir sem fá jólaaðstoð,“ segir Ás- gerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, og bend- ir á að komandi jól verða þau erfið- ustu í sögu samtakanna. Til að standa straum af hjálpar- starfinu reiða samtökin sig á sölu kerta, fatamarkað, styrki frá fyrir- tækjum og einstaklingum og mán- aðarlegt framlag frá Reykjavíkur- borg sem er um 130 þúsund krónur. Í þessum mánuði verða alls fjórar stórar matarúthlutanir á vegum Fjölskylduhjálpar á tveimur stöð- um, þ.e. í Reykjavík og Reykjanesi. En að sögn Ásgerðar Jónu voru fyr- ir seinustu jól keyptar kjötvörur fyrir 10 milljónir króna. Í ár verður talan hins vegar nærri sex millj- ónum sökum mikilla útgjalda vegna mataraðstoðar á þessu ári. Neyðast samtökin því til að forgangsraða í úthlutun sinni fyrir komandi hátíð. Flóttafólk fari annað „Um þessi jól munum við vísa til Rauða krossins og Velferðarsjóðs Suðurnesja öllum hælisleitendum, flóttafólki og öðrum sem sækja eiga aðstoð sína þangað. Á sama tíma munum við leggja áherslu á að hjálpa eldri borgurum, öryrkjum, fátækum lágtekjufjölskyldum og einstæðum foreldrum,“ segir Ás- gerður Jóna og bendir á að íbúum í Kópavogi og Hafnarfirði, sem þeg- ið hafa aðstoð frá Fjölskylduhjálp til þessa, verður einnig vísað annað í desember og þá til hjálparsam- taka innan þeirra sveitarfélaga. „Það er alveg á hreinu að fram- undan er mjög erfiður tími hjá mörgum,“ segir hún, en tekið verð- ur á móti umsóknum um jólaaðstoð í dag og á morgun milli klukkan 13 og 16. khj@mbl.is Nauðstöddu fólki verður vísað frá  Erfiðustu jól samtakanna til þessa Morgunblaðið/Rósa Braga Aðstoð Ekki verður hægt að hjálpa öllum og verður fólki vísað frá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.