Morgunblaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 42
42 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2015 Handkremstríó 3.300 kr. Handkremstríó - 3.300 kr.: Cherry Blossom Handkrem 30ml, Shea Butter Handkrem 30ml, Almond Handkrem 30ml. Kringlan 4-12 | s. 577-7040 • loccitane.com L’Occitane en Provence - Ísland VIÐTAL Kristján Jónsson kjon@mbl.is Loftslag og hnattrænar umhverf- isbreytingar eru ekki sama fyr- irbærið þótt tengslin séu auðvitað mikil. Trausti Jónsson veðurfræð- ingur er landsþekktur vís- indamaður og margir fylgjast með veðurbloggsíðu hans, Hung- urdiskum. Hann hefur almennt forðast að taka þátt í deilum um loftslagsmál en enginn dregur í efa þekkingu hans. Trausti segist halda að Parísar- ráðstefnan geti ýtt undir persónu- leg tengsl sem sé gott. Hins vegar skilji hann markmiðið síður, að ekki verði meira en tveggja gráða hlýn- un fyrir 2100. „Af hverju 2 gráður? Af hverju þessi tala, af hverju ekki 2,05 gráður? Mér líst illa á þessar hnattrænu umhverfisbreytingar en líst enn verr heldur vel á aðgerðir stjórnmálamanna gegn þeim, svo að ég segi þetta skýrt,“ segir Trausti. Hann segir að margir stökkvi í skotgrafir þegar rætt sé um lofts- lagsmál, mikil hneigð til „pólariser- ingar“ sé í gangi. Sjálfur er hann sannfærður um að loftslag sé að hlýna á jörðinni og athafnir manna, losun koldíoxíðs og fleira, eigi mest- an þátt í því. En hann vilji leggja áherslu á aðlögun, breytingar muni verða, hvað sem menn reyni og því rétt að búa sig undir þær. -Sumt er erfitt að skilja. Er lík- legt að í gangi séu þjóðflutningar frá Afríku vegna hækkunar á hita- stigi á jörðunni upp á 0,8 stig síð- ustu tvær aldir? „Mig skortir auðvitað sér- fræðiþekkingu til að dæma þar um, hins vegar finnst mér að það sé ver- ið að rugla saman ýmsum hlutum,“ svarar Trausti. „Hnattrænar umhverfisbreytingar af mannavöld- um eru mjög miklar, af ýmsum ástæðum. Það er skógarhögg og margvísleg áníðsla, mannfjölgun, miklar framkvæmdir og fjárfest- ingar þannig að tjón verður miklu meira en ella í hamförum. Það er miklu meira tryggt. Síðan eru þessar undirliggjandi veðurfarsbreytingar annað. Þá er- um við í þeirri stöðu að við vitum ekki nægilega vel hve mikil áhrif aukningar gróðurhúsalofttegunda eru á verða í framtíðinni, það eru ýmsir gagnverkandi þættir. En ég er alveg á því að þessi aukning á koltvísýringi auki geysi- lega líkur á verulegum veðurfars- breytingum. Hugsanlega getum við staðið frammi fyrir hækkun í stíl við það sem svokallaðir „alarmist- ar“ segja, þeir sem mestar áhyggj- ur hafa. En samt sem áður er líka hættulegt að gera of mikið ráð fyrir því, það væri eins og að loka okkur inni bara af því að eitthvað gæti gerst. Hlýnunin sem gæti orðið er mjög hættuleg af ýmsum ástæðum. Til dæmis er það svo að ef sjórinn ætti að taka við þessu aukna koltvísýr- ingsmagni myndi hann súrna, reyndar því hraðar eftir því sem hann er afkastameiri í að taka við. Sjávarborð hækkar og fleira mun gerast. En það er líka mjög hættulegt að grípa óþyrmilega inn í efnahags- kerfið þannig að það lamist.“ Að lama efnahaginn -En sumir vilja að hætt sé um- svifalaust að nota jarðefnaeldsneyti og þá lömum við kerfið eða hvað? „Það veit ég auðvitað ekki - dæmi hagfræðingar þar um en við verð- um að hafa í huga að ákveðinn hluti umhverfissinna, þeir eru reyndar mjög fáir, er á því að mannkynið verði að fækka sér. Þeir mega auð- vitað hafa þá skoðun en gallinn er sá að mér finnst að miklu fleiri séu að halda því fram án þess að vera í grunninn þessarar skoðunar. Þeir gera sér bara ekki grein fyrir þessu. Það er svo margt sem hægt er að gera í náttúruverndarmálum sem er skynsamlegt hvernig sem á það er litið. Almennt má segja að ég sé aðlögunarsinni. Mér er illa við að verjast einhverju sem verður svo kannski allt öðruvísi en maður held- ur núna. Svo margt getur gerst í millitíðinni.“ Línurit og líkön Hann segir að deilt sé um línurit sem eigi að sýna að nær engin hlýn- un hafi verið síðustu 15 árin. En sjálfur sjái hann ekki þessa hægari hlýnun. Of mikið sé gert úr þessu. „Gallinn með spálíkön síðustu 10 árin er að menn hafa verið að reyna að taka inn í dæmið fleiri þætti en gróðurhúsaáhrif, t.d. eldgos, ryk, mengun, áhrif sólar og breytta landnotkun. Þá stilla menn líkönin þannig að þau gefi þær breytingar sem orðið hafa síðustu 150 árin nokkurn veginn réttar. Það er nærri öruggt mál að lík- önin eru yfirstillt ef svo má segja, búið að fikta svo mikið í stilling- unum að þau eru eiginlega ónothæf. Þegar ég les grein þar sem segir að úrkoma muni aukast á Bretlands- eyjum fram til 2100, held áfram og sé að niðurstöðurnar eru úr ein- hverju líkani hætti ég eiginlega að lesa!“ segir Trausti. „En ef menn segja aftur á móti: „Okkar stilling á líkaninu virðist benda til þess“ er kominn fyrirvari. Og að segja svo að þeir hafi prófað að fikta í stillingunum og nið- urstaðan sé svipuð, þá eru menn ekki að spá neinu. Aðeins að rann- saka viðbrögð líkansins við mismun- andi stillingum og forsendum og það er töluverður munur þar á. Lík- önin koma að gagni en ef menn fara að treysta þeim til að reikna t.d. út líklega stormatíðni á síðari hluta aldarinnar og kalla þetta spá á ein- hverjum fundum pólitíkusa er ekki á góðu von,“ segir Trausti Jónsson. Vafasöm ráð stjórnmálamanna  Trausti Jónsson veðurfræðingur segir hlýnun loftslagsins geta valdið miklum vanda en mikil- vægast sé að laga sig að óhjákvæmilegum breytingum og auðvelt sé að bæta margt í náttúrunni AFP Viðkvæmt efni Barack Obama Bandaríkjaforseti ræðir við forsætisráðherra Indlands, Narendra Modi, á Par- ísarráðstefnu SÞ um loftslagsmál. Modi mun þegar hafa sagt að Indverjar verði að fá mikla fjármuni frá iðnríkj- unum ef þeir eigi að geta tekið þátt í ráðstöfunum til að minnka losun koldíoxíðs. Morgunblaðið/Árni Sæberg Aðlögun Trausti Jónsson veðurfræðingur segir að spár um geysimikla hlýnun geti ræst en menn verði að laga sig að breytingunum. Athygli hefur vakið og fjallað um það í erlendum fjölmiðlum að und- irstofnun Bandarísku geimferða- málastofnunarinnar, NASA, hefur beitt sérkennilegum aðferðum við meðferð gagnaraða um meðalhita á jörðinni. Stofnunin er ein af nokkr- um sem reyna að reikna út með- altalið. En fram hefur komið að NASA taki ekki mikið tillit til leið- réttinga og samræmingaraðgerða frá veðurstofum víða um heim. Þegar NASA fannst óeðlilega mikill munur á hitafari milli Akureyrar Reykjavíkur á hafísárunum á sjö- unda áratugnum var einfaldlega hærri hitatalan notuð. „Þeir fara yfir gagnaraðirnar og athuga hvort einhver brot séu þeim, eitthvað sem þurfi að leið- rétta,“ segir Trausti Jónsson. „Þá kemur ýmislegt upp. Ameríski her- inn og sá breski byrjuðu að reka veðurstofu á Reykjavíkurflugvelli 1941. NASA veit af því og þeir eru vissir um að það hljóti að vera brot í Reykjavíkurgögnunum það ár, af því að veðurathugunarstöðin hafi verið færð og af fleiri sökum. Þeir átta sig ekki á því að gögnin sem við birtum koma þeirri stöð ekkert við þar sem við erum með aðra stöð, niðri í Landsímahúsi.“ Hann hafi þó ákveðinn skiln- ing á vanda NASA. Stofnunin fái gögn frá um 2000 stöðvum um allan heim sem séu, eins og menn hérlendis, stöðugt að yf- irfara og leið- rétta hitatölur. Hringl með staði og tíma Í Reykjavík hafi menn t.d. stöð- ugt verið að færa mælistöðina til gegnum árin, einnig hafi verið mik- ið hringl með athugunartíma. Þess vegna þurfi að reikna meðaltöl út á mismunandi hátt. Mælar hafi víða verið rangt staðsettir eða annað brenglað niðurstöðurnar. Tímafrekt og dýrt yrði fyrir NASA að taka stöðugt tillit til allra breytinga alls staðar. Hver kynslóð þurfi að föndra við hitatölurnar, leiðrétta gamlar villur og samræma en öllu skipti hvernig það sé gert. Þá verði alltaf að finna einhverja málamiðlun. kjon@mbl.is Hæpin meðferð á gögnum hjá NASA  Nýta ekki leiðréttingar veðurstöðva Veðurfarsmælir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.