Morgunblaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 52
52 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2015
Í dag er alþjóða-
dagur fatlaðs fólks, 3.
desember. Það var í
október 1992 sem
Sameinuðu þjóðirnar
ákváðu að þessi dagur
yrði tileinkaður fötluðu
fólki og er hann not-
aður sem baráttu-
dagur og hvatning-
ardagur um heim allan
til að benda á aðstæður
fatlaðs fólks. Einnig hefur dagurinn
verið notaður til að benda á það sem
vel hefur verið gert, til dæmis hafa
hvatningarverðlaun Öryrkjabanda-
lags Íslands (ÖBÍ) verið afhent á
þessum degi. Í dag verða verðlaunin
afhent í 9. skipti.
Á næstu dögum fer fram 2. um-
ræða um fjárlög 2016. Í þeim er boð-
að að lífeyrisþegar fái 9,4% hækkun,
sem tekur gildi 1. janúar 2016. Það
þýðir að einstaklingar sem reiða sig
eingöngu á lífeyri frá Trygg-
ingastofnun ríkisins munu fá um það
bil 11.000 kr. hækkun í vasann þegar
búið er að greiða opinber gjöld. Lág-
markslaun hækkuðu 1. maí um tæp
20.000 kr. eftir skatta, rétt er að
geta þess að einungis 1% launa-
manna er á lágmarkslaunum á land-
inu. Þetta þýðir enn meiri kjaragl-
iðnun milli lífeyrisþega og
launamanna. Nú er því svo komið að
óskertur lífeyrir almannatrygginga
nemur tæpum 80% af lægstu laun-
um og aðeins um 37% af meðallauna-
tekjum. Það var einnig köld vatns-
gusa sem lífeyrisþegar fengu þegar
kjararáð ákvað að embættismenn og
alþingismenn fengju 9,3% hækkun
afturvirkt frá 1. mars.
Lífeyrisþegar, það eru örorku- og
ellilífeyrisþegar, eru orðnir hund-
leiðir á því að alltaf sé talað um pró-
sentutöluhækkanir og að lífeyris-
þegar hækki jafnmikið og aðrir í
þjóðfélaginu. Prósentur af lágum líf-
eyri eru líka lágar upphæðir. Frá því
núverandi ríkisstjórn tók við, í maí
2013, hefur óskertur lífeyrir al-
mannatrygginga hækkað um rúm
6% sem þýðir hækkun ráðstöfunar-
tekna frá janúar 2013 um rúmlega
10 þús. kr. á mánuði. Þetta er nú öll
hækkunin.
Þær hækkanir sem boðaðar eru
nú koma einnig allt of seint. Af
hverju geta lífeyrisþegar ekki fengið
afturvirkar hækkanir eins og aðrir
þjóðfélagshópar? Fólk sem þarf að
lifa á 170 til 190 þúsund krónum á
mánuði nær ekki að framfleyta sér
með viðunandi hætti. Við hjá ÖBÍ
sjáum að það fólk sem leitar til okk-
ar er í mikilli örvæntingu og neyð
um hver mánaðamót og sér hrein-
lega ekki fram á að geta látið heim-
ilisbókhaldið ganga upp, til dæmis
með því að kaupa sér mat, sækja sér
heilbrigðisþjónustu eða leysa út
nauðsynleg lyf.
Alþingismenn þurfa að átta sig á
því að það er mjög dýrt fyrir sam-
félagið að halda fólki í fátæktar-
gildru og fullyrða undirrituð að það
er mun dýrara þegar til lengri tíma
er litið. Nýverið kannaði Gallup við-
horf almennings til hækkunar líf-
eyris fyrir ÖBÍ. Fram kom að 90%
svarenda treysta sér ekki til að lifa á
ríflega 170 þúsund krónum á mán-
uði. Einnig kom fram að 95% voru
þeirrar skoðunar að lífeyrisþegar
ættu að fá sömu eða hærri krónu-
töluhækkun og lágmarkslaun. Svar-
endur í þessari könnun voru almenn-
ingur og má gefa sér að það séu
kjósendur allra stjórnmálaflokka.
Það er von undirritaðra að alþing-
ismenn úr öllum flokkum sameinist
um að bæta kjör lífeyrisþega með
því að bæta verulega í það fjármagn
sem á að fara til lífeyrisþega á næsta
ári. Það væri mjög ánægjulegt ef
myndaðist þverpólitísk sátt á Al-
þingi um að láta lífeyrisþega ekki
sitja eftir enn eina ferðina. Ef ekkert
verður bætt í munu lífeyrisþegar
dragast enn frekar aftur úr öðrum
þjóðfélagshópum og það væri af-
skaplega döpur niðurstaða. Það má
með sanni segja að alþingismenn eru
einhvers konar kjararáð lífeyr-
isþega. Lífeyrisþegar hafa ekki
samningsrétt og geta ekki farið í
verkfall, kjararáð úrskurðar ekki
um hækkun lífeyris og því er boltinn
hjá Alþingi.
Alþingismenn eru
kjararáð lífeyrisþega
Eftir Halldór Sævar
Guðbergsson og
Maríu Óskarsdóttur
Halldór Sævar
Guðbergsson
» Lífeyrisþegar eru
orðnir hundleiðir á
því að alltaf sé talað um
prósentutöluhækkanir
og að lífeyrisþegar
hækki jafnmikið og aðr-
ir í þjóðfélaginu.
Halldór Sævar er varaformaður ÖBÍ.
María er formaður málefnahóps ÖBÍ
um kjaramál.
María
Óskarsdóttir
Á liðnu sumri og
hausti hefur Félag eldri
borgara í Reykjavík og
nágrenni unnið sem
fyrr ötullega að kjara-
málum eldri borgara.
Það er alveg ljóst að
samningsstaða þessa
hóps hefur verið fyrir
borð borin þar sem
enginn eldri borgari er
boðinn að því borði. Í
öllum nefndum sem
fjalla um kjaramál er fólk sem enn er
á vinnumarkaði en hópurinn sem hef-
ur hætt störfum situr hjá um samtöl
um sín kjör. Það er skammtað eftir
afkomu ríkissjóðs þegar allt annað
hefur verið afgreitt. Svo eru lögin líka
brotin við þessa ákvörðun því æ ofan í
æ hefur 69. grein almannatrygging-
arlaga verið brotin með því að segja
„þrátt fyrir ákvæði 69.gr. laga um eft-
irlaun er lagt til að talan í ár verði…“
Oft hefur orðið skerðing sem numið
hefur mörgum prósentum. Fólk segir
í dag: Nú er nóg komið. Við viljum lifa
eins og annað fólk án þess að þurfa að
fá fjárhagslega aðstoð í lok hvers
mánaðar en þannig er komið fyrir all-
stórum hópi sem er á landsvísu um
4.200 manns og dreifist um allt land.
Það er hins vegar talið að fólk á
landsbyggðinni búi við meira öryggi
sérstaklega hvað varðar húsnæði og
náungaaðstoð. En það er mitt mat að
hér muni ekki miklu miðað við þau
símtöl sem við fáum frá fólki af lands-
byggðinni um þess kjör og aðstæður.
Fjöldi fólks sem missti sparnað í
hruninu er alveg gleymdur hjá
stjórnvöldum og á veru-
lega um sárt að binda,
hefur jafnvel misst hús-
næði og margir allt sitt
sparifé sem átti að vera
viðbót á efri árum.
Flestir kjarasamn-
ingar sem gerðir hafa
verið á þessu ári gilda
frá 1. mars eða 1. maí en
fjármálaráðherra neitar
allri afturvirkni fyrir
eldri borgara. Þeir
mega þrengja að í sín-
um heimilisrekstri þeg-
ar allt hækkar og nú
þegar fjöldinn allur fær launahækk-
anir er ekki verið að gæta jafnræðis
svo eldri borgarar sitji við sama borð.
Öðru nær. Hvað er að hjá fólki sem
sér ekki ósanngirnina í þessu? Kjar-
aráð var að brillera með afturvirkni á
laun æðstu embættismanna, aft-
urvirkt til 1. mars. Ekki er það fólk á
sultarlaunum; öðru nær. Almennt
launafólk situr líka eftir því margir
eru að fá margfalda þeirra hækkun.
Enn og aftur trúir maður ekki að
Kjararáð sé svo illa tengt við raun-
veruleikann og fyrri árangur Kjar-
aráða sem oftast hefur valdið miklum
usla þannig að almenningur hefur
brugðist mjög illa við. Tilfinning fyrir
réttlæti og sanngirni er mjög sterk
meðal fólks og því er komið nóg hjá
almennum launþegum og eldra fólki.
Eldra fólk hefur lagt grunninn að
okkar samfélagi; unnið mikið og fært
börnum sínum menntun og lífskjör
sem eru góð. Því skilur enginn hvern-
ig hægt er að setja fólk til hliðar þeg-
ar útdeilt er þeim milljörðum sem tal-
ið er að verði til skiptanna. Við vitum
öll að hér er um gríðarlega mik-
ilvægan hóp að ræða sem skilar miklu
til samfélagsins t.d. með sjálfboða-
liðastörfum, aðstoð við fjölskyldur og
börn, með þekkingu og þátttöku í
menningu og ferðum sem skapa
tekjur fyrir þjóðarbúið. Án okkar
væri samfélagið á hliðinni! Við viljum
líka benda á að á Landsfundi Sjálf-
stæðisflokksins voru margar tillögur
samþykktar um velferðina: Að aldr-
aðir á dvalar- og hjúkrunarheimilum
haldi fjárhagslegu sjálfstæði sínu. Að
tafarlaust verði hætt að skerða fram-
færsluuppbót krónu á móti krónu. Að
þeir sem náð hafa 70 ára aldri geti afl-
að sér atvinnutekna án þess að
greiðslur frá Tryggingastofnun rík-
isins skerðist. Að fjármagnstekjur
valdi ekki skerðingum hjá Trygg-
ingastofnun. Að öldruðum verði
tryggð nauðsynleg tannheilbrigð-
isþjónusta með aukinni þátttöku
Sjúkratrygginga Íslands. Þetta er að-
eins lítið brot af velferðarstefnunni og
m.a. vill flokkurinn efla heilsugæsl-
una sem er eitt af baráttumálum eldri
borgara en margir þurfa að bíða vik-
um saman eftir viðtali við heim-
ilislækni ef hann er á annað borð til.
Eldri borgarar lesa blöðin og vita að
flokkarnir lofa og lofa. Því er mik-
ilvægt að minna forystuna á gefin lof-
orð og munu menn verða minntir á að
allir eru mikilvægir á öllum aldurs-
skeiðum fyrir stjórnmálaflokkana.
Eru 40.000 kjósendur
ekki taldir með?
Eftir Þórunni
Sveinbjörnsdóttur »Eldri borgurum
fjölgar hratt og ný
viðhorf koma fram.
Þórunn
Sveinbjörnsdóttir
Höfundur er formaður Félags eldri
borgara í Reykjavík og nágrenni.
Á dögunum birtist
útdráttur úr skýrslu
sem UNICEF á Íslandi
birti í Morgunblaðinu
þar sem kemur skýrt
fram að fátækt barna á
Íslandi hafi aukist mest
af ríkjum OECD á ár-
unum 2008 til 2012. Ís-
land er þar í neðsta sæti
af fjörutíu og einu ríki
og er næst á eftir
Grikklandi. Á þessum árum hefur fá-
tækt barna hér á landi aukist um 20%
(frá 11,2-31,6%), en mest er aukn-
ingin hjá börnum innflytjenda á Ís-
landi eða um 38%. Í þessu sambandi
er rétt að að minnast á það að tæp-
lega 77 milljónir barna í ríkjum
OECD búa við fátækt og hafa 2,6
milljónir fallið undir lágtekjumörk í
efnameiri ríkjum síðan 2008. Fátækt
barna jókst í 23 ríkjum á tímabilinu.
Hins vegar tókst að stemma stigu við
þessari þróun í hinum ríkjunum 18,
en í nokkrum ríkjum, eins og Ástr-
alíu, Chile, Finnlandi, Noregi og Sló-
vakíu, minnkaði hlutfall barnafátækt-
ar.
Þetta eru ískyggilegar tölur og ber
að taka alvarlega, en lítið hefur verið
fjallað um þetta líkt og þetta snerti
ekki leiðtoga þjóðarinnar mikið.
Þetta þýðir að 17 þúsund fleiri börn
hér á landi hafa fallið undir lág-
tekjumörkin frá 2008. Samkvæmt
skýrslunni hefur efnislegur skortur
meðal barna á Íslandi þrefaldast á
tímabilinu. Hvernig ætlið þið að taka
á móti hópi flóttafólks og búa vel í
haginn fyrir það, ef þið berið ekki
gæfu til að bæta lífskjör þeirra sem
minnst mega sín í íslensku samfélagi,
eins og öryrkja og aldraðra – já og
innflytjenda og annarra sem búa við
fátæktarmörk?
Við heyrum það aftur og aftur frá
ríkisstjórninni hversu
vel hafi gengið að reisa
efnahagskerfi landsins
upp úr rústum hrunsins
og hversu framtíðin sé
björt. Fullyrðing eins
og þessi, að Íslendingar
búi við ein þau bestu
lífskjör sem fyrirfinnast
í heiminum er alkunn.
En það kaldhæðnislega
við þessa fullyrðingu er
það, að fæst okkar hafa
efni á þeim! Þessum
frábæru lífskjörum.
Fram kemur í skýrslunni að styrkur
velferðarkerfa og áherslur á stefnu-
mótun réðu úrslitum við að koma í
veg fyrir aukna fátækt barna. Hvern-
ig er þessu farið hér á landi? Hver er
sýn leiðtoga þjóðarinnar á bætt kjör
almennings og betri lífsafkomu?
Hvaða framkvæmdir og verk á veg-
um Alþingis eru í mótun til að jafna
og leiðrétta kjör almennings? Hvaða
áætlun hafið þið til að styrkja horn-
steina samfélagsins eins og velferðar-
og heilbrigðiskerfið, lögreglu og
menntakerfi, sem allir eiga jafnan að-
gang að – ekki bara þeir efnameiri?
Það er vel flestum Íslendingum
ljóst að ójöfnuður hefur aukist í sam-
félagi okkar og græðgiskapítalisminn
sem viðgekkst hér fyrir hrun virðist
ætla að halda áfram. Er ekki kominn
tími til að þið, leiðtogar þjóðarinnar,
mótið nýja sýn með það að markmiði
að reisa við hinn raunverulega þjóð-
arauð landsins – sem er fólkið sjálft?
Með vel ígrunduðum og markvissum
aðgerðum. Flestir skynsamir menn
og konur gera sér grein fyrir því, að
eftir því sem fleiri lenda í fátækt-
argildrum, þeim mun fleiri félagsleg,
andleg og sálarleg vandamál fylgja í
kjölfarið, sem veikir okkar samfélag
og setur smánarblett á það.
Það er hlutverk leiðtoga að byggja
upp sýn sem blæs fólki nýjan anda í
brjóst, veita því von og trú. Íslenska
þjóðin kallar eftir slíkum leiðtogum!
Leiðtogum sem bera hag alþýðunnar
fyrir brjósti. Alþingi Íslendinga skor-
ar ekki hátt í skoðanakönnunum
varðandi traust til stofnana. Það situr
nánast á botninum. Hvers vegna
skyldi svo vera? Í sérhverju sam-
félagi, sérhverri menningu – hjá sér-
hverri þjóð, spyr fólkið þjóðarleiðtoga
sína ákveðinna grundvallarspurninga
allan tímann. Þær eiga sér djúpar
rætur og eru áleitnar. Spurningar
fólksins eru í raun þessar – og þær
endurspeglast í því trausti sem fólkið
ber til ykkar sem leiðtoga landsins.
Þessum spurningum er beint til þín
sem ert í forystu núna! Berðu raun-
verulega umhyggju fyrir mér – þykir
þér raunverulega vænt um mig? Get-
urðu hjálpað mér? Get ég treyst þér?
Ekkert er eins mikilvægt og sterk
forysta! „Þar sem engar vitranir eru,
kemst fólkið á glapstigu …!“
Forystuhlutverkið snýst ekki ein-
vörðungu um það að vinna einhverjar
hetjudáðir á veraldlegum vettvangi,
heldur fyrst og fremst um það að hafa
hugsjón, hafa áhrif og vera góður
ráðsmaður þess tíma og þeirra auð-
linda sem við höfum yfir að ráða.
Þetta snýst ekki um það hver er best-
ur og framsæknastur á Alþingi. Hver
er mælskastur og bestur í tilsvörum.
Þetta snýst um að allir leggi sig fram
um að hafa jákvæð áhrif á umhverfi
okkar og samfélag. Mættum við öll
bera gæfu til þess!
Opið bréf til leiðtoga
íslensku þjóðarinnar
Eftir Ólaf H.
Knútsson »En það kaldhæðn-
islega við þessa full-
yrðingu er það, að fæst
okkar hafa efni á þeim!
Þessum frábæru lífs-
kjörum.
Ólafur H. Knútsson
Höfundur er lögreglumaður
og prestur.
Kæli- og frystibúnaður
í allar gerðir sendi- og flutningabíla
Funahöfða 7, 110 Reykjavík, s. 577 6666