Morgunblaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2015
Glæsilegur
kvenfatnaður
& fylgihlutir
Kringlunni 4c – Sími 568 4900
Fylgist með okkur á faceboock
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
„Við horfum fram á hallarekstur í ár
og það verður erfitt að ná saman
óbreyttum rekstri á næsta ári miðað
við það sem fyrir liggur í frumvarpi til
fjárlaga,“ segir Bjarni Jónasson, for-
stjóri Sjúkrahússins á Akureyri,
spurður um horfur í rekstri sjúkra-
hússins á næsta ári.
Bjarni líkt og fleiri stjórnendur
heilbrigðisstofnana í landinu bíður
spenntur eftir því hvað gerist í 2. um-
ræðu um fjárlagafrumvarpið fyrir ár-
ið 2016. Fram hefur komið í máli
stjórnenda Landspítalans og fleiri
stofnana að framlög í frumvarpinu
dugi ekki að óbreyttu til rekstrarins á
næsta ári. Sjúkrahúsið á Akureyri er
næststærsta heilbrigðisstofnun
landsins.
Aukin aðsókn
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð
fyrir ríflega 6,2 milljörðum króna til
sjúkrahússins á næsta ári en Bjarni
telur ljóst að í almennan rekstur þurfi
að minnsta kosti um 110 milljónir
króna til viðbótar. Launakostnaður
er um 70% af rekstrinum en Bjarni
segir enn óljóst hve mikið fjármagn
fylgir framlögum eftir nýgerða kjara-
samninga. Reiknar hann með að þeir
verði að fullu fjármagnaðir.
Það eru ekki bara kjarasamningar
sem kalla á aukið fé. Bjarni segir
aukna aðsókn á sjúkrahúsið þýða
aukin verkefni, einkum á bráðamót-
töku og stóru bráðalegudeildinni og
aukning hafi jafnframt orðið í göngu-
deildarþjónustu.
„Meginskýringin er sú að sjúkling-
ar eru að koma annars staðar frá í
auknum mæli, ekki bara héðan af
Eyjafjarðarsvæðinu. Breyting hefur
orðið á rekstri smærri sjúkrahúsa í
kringum okkur og það hefur áhrif,
fólk leitar meira til okkar. Aldur fólks
fer einnig hækkandi og það kallar á
aukna þjónustu og meiri mannafla.
Annar rekstrarkostnaður eykst, eins
og lyf, lækningavörur og rannsókna-
vörur. Fólk gerir einnig meiri kröfur
en áður um heilbrigðisþjónustu,“ seg-
ir Bjarni.
Hann segir stjórnendur sjúkra-
hússins hafa ítrekað komið áhyggjum
sínum á framfæri við heilbrigðisráð-
herra, fjárlaganefnd, þingmenn og
fleiri sem málið varðar.
600 starfsmenn – 460 stöðugildi
„Það er sífelld umræða í gangi. Við
bíðum spennt eftir að sjá hvað gerist í
2. umræðu fjárlaga. Við vonumst að
sjálfsögðu til þess að komið verði til
móts við okkur.“
Aðspurður segist Bjarni búast við
einhverjum halla í rekstri þessa árs
en vonandi ekki miklum. Komist hafi
verið hjá því að skera niður þjónustu
eða fækka starfsfólki. Stöðugildi á
sjúkrahúsinu eru um 460 í dag, tíu
fleiri en í fyrra, og starfsmenn um 600
talsins.
„Starfsmenn eru eitthvað fleiri en á
síðasta ári, enda hefur verkefnum
fjölgað eins og ég kom inná áðan. Sér-
hæfingin er orðin meiri og það kallar
á annan aðbúnað en þann sem er fyrir
hendi á smærri stofnunum,“ segir
Bjarni að endingu.
Þurfa 110 milljónir til viðbótar
Sjúkrahúsið á Akureyri þarf meira fé af fjárlögum í reksturinn 6,2 milljarðar króna duga ekki til
Launakostnaður um 70% af rekstrinum Meira álag á bráðamóttöku og göngudeildarþjónustu
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Fjárlög Sjúkrahúsið á Akureyri er næststærsta heilbrigðisstofnun landsins.
„Það verður erfitt
að ná saman
óbreyttum rekstri
á næsta ári.“
Bjarni Jónasson
„Það er sérstaklega gaman að ná
þessum árangri á heimavelli Þjóð-
verja,“ segir Guðmundur Mar Magn-
ússon, bruggmeistari hjá Ölgerð-
inni, en bjórinn Boli fékk
silfurverðlaun í flokknum „German
Style Festbier“ á alþjóðlegu bjórsýn-
ingunni European Beer Star sem
fram fór í nóvember. Pfaffenhofen
fékk gullverðlaun og Kaufbeuren
fékk bronsið en báðir eru þeir
bruggaðir í Þýskalandi.
Um 2000 bjórtegundir frá 45 lönd-
um kepptu á hátíðinni sem er mjög
virt í heiminum en 23 brugghús
unnu til verðlauna, meðal annars
OUD beersel frá Belgíu, Firestone
Walker, Boston Beer Company og
Left Hand Brewing Company sem
koma frá Bandaríkjunum og Aegir
Bryggeri frá Noregi.
Guðmundur segir að verðlaunin
séu fyrst og fremst alþjóðleg við-
urkenning á gæðum. „Það skemmir
auðvitað ekki að fá viðurkenninguna
frá Þýskalandi þar sem bjórstíll Bola
er þýskur í grunninn og flokkast
sem Festbier eða Marzen, og á ættir
sínar að rekja til Októberfest-
hátíðar.“ Hann segir að sérstaða
Bola sé að í hann sé notað að hluta
ómaltað íslenskt bygg.
Salan á Bola hefur rúmlega tvö-
faldast undanfarin tvö ár. „Við áætl-
um að klára árið í rúmlega 650 þús-
und lítrum sem jafngildir um 2
milljónum flaskna á árinu,“ bætir
hann við.
Hann segir framleiðsluferli Bola
vera mun lengra en á hinum hefð-
bundnu ljósu lagerbjórum.
„Gæðin eru meðal annars fólgin í
framleiðsluferlinu. Bjórinn er það
sem kallað er tvímeskjaður og svo
gerjaður í lengri tíma við lægra hita-
stig en flestar aðrar bjórtegundir.
Það tekur okkur því um mánuð að
framleiða hverja lotu af bjórnum.“
benedikt@mbl.is
Þýskt silfur í
bjórkeppni
Boli verðlaunaður í Þýskalandi
Silfur Guðmundur Mar Magnússon,
bruggmeistari hjá Ölgerðinni.
Tíð var lengst af hagstæð í nóv-
embermánuði, að því er fram
kemur í yfirliti Trausta Jóns-
sonar, veðurfræðings, á heima-
síðu Veðurstofunnar. Skamm-
vinnt kuldakast gerði í kringum
þann 20. og aftur var kalt í lok
mánaðarins. Þá snjóaði óvenju-
mikið á höfuðborgarsvæðinu.
Meðalhiti í Reykjavík var 1,8
stig, 0,7 stigum ofan meðallagsins
1961 til 1990, en -0,8 stigum und-
ir meðallagi síðustu tíu ára. Á
Akureyri var meðalhitinn 0,9
stig, 1,6 stigum ofan meðallags
1961 til 1990 og 0,2 ofan meðal-
lags síðustu tíu ára. Mjög þurrt
var norðanlands langt fram eftir
mánuðinum og sérlega úrkomu-
samt um landið sunnanvert.
Nokkuð skipti um eftir miðjan
mánuð.
Úrkoma í Reykjavík mældist
129,0 mm og er það 77 prósent
umfram meðallag áranna 1961 til
1990. Þetta er mesta úrkoma í
nóvember í Reykjavík síðan 1993,
en þá var hún reyndar tvöföld á
við það sem nú var. Á Akureyri
mældist úrkoman 73,5 mm, um 35
prósent umfram meðallag.
Hæsti hiti mánaðarins mældist
á Hornbjargsvita þann 22., 12,8
stig. Hæsti hiti á mannaðri stöð
mældist á Sauðanesvita sama
dag, 11,7 stig. Mest frost í mán-
uðinum mældist á Brúarjökli
þann 29., -23,1 stig. Mest frost í
byggð mældist á Grímsstöðum á
Fjöllum og við Mývatn þann 20.,
-19,1 stig.
Sólskinsstundir mældust 42,3 í
Reykjavík, 3,7 umfram meðallag
áranna 1961 til 1990. Á Akureyri
mældust sólskinsstundirnar 25,5,
11,2 fleiri en í meðalári. Í nóv-
ember hafa sólskinsstundir mælst
flestar 30,9, það var árið 1937.
Tíð var lengst af hagstæð í nóvembermánuði, en hiti í mánuðinum var þó undir meðallagi síðustu 10 ára
Ekki meiri úrkoma í mánuð-
inum í Reykjavík frá 1993
Morgunblaðið/Eggert
Úrkoma Haustið hefur verið vætusamt og regnhlífar oft verið þarfaþing.