Morgunblaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2015 Kókosjógúrt Ástæða þess að þú átt að velja Biobú lífræna jógúrt! • Engin aukefni • Meira af Omega-3 fitusýrum • Meira er af CLA fitusýrum sem byggja upp vöðva og bein • Ekkert undanrennuduft • Ánmanngerðra transfitusýra • Lífrænn hrásykur biobu.is - Lífrænar mjólkurvörur BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Íþróttahúsið sem Jón Þorsteinsson íþróttakennari byggði fyrir íþrótta- skóla sinn við Lindargötu 7 á árinu 1935 var mesta íþróttahús landsins og þótti eitt fegursta íþróttahús á Norðurlöndum. Til stóð að rífa það ásamt gamla Hæstaréttarhúsinu og byggja þar skrifstofuhúsnæði fyrir stjórnarráðið. Aldrei var eining um það og var húsið friðað að ytra byrði fyrir nokkrum árum. Nýlegar bréfaskriftir á milli borgarinnar og forsætisráðuneytis benda til að fall- ið hafi verið frá öllum áformum um niðurrif. Þegar Jón Þorsteinsson frá Hofs- stöðum kom heim frá íþróttaskól- anum í Ollerup í Danmörku, en í ferðinni hafði hann einnig kynnt sér íþróttakennslu víðar á Norðurlönd- unum, stofnaði hann eigin íþrótta- skóla sem hann nefndi Mullersskól- ann. Það var í byrjun apríl 1924. Eins og heitið gefur til kynna var æfingakerfi sem kallað var Mull- ersæfingar í aðalhlutverki. Einnig kenndi hann hjá íþróttafélögunum. Skólinn var fyrst til húsa í nýreistu stórhýsi Nathans & Olsens við Austurstræti og síðan í öðru húsi við sömu götu, stórhýsi Jóns Þor- lákssonar. Muller dró að fólk Jón kenndi í húsnæði skólans en var einnig með bréfaskóla, var í bréfasambandi við fólk um allt land. „Mullersskólinn gekk ágætlega og aðsókn að honum fór stöðugt vax- andi og nú er aðsóknin að Íþrótta- skólanum hér geysimikil,“ sagði Jón í samtali við Alþýðublaðið í tilefni af vígslu nýja íþróttahússins við Lind- argötu 7 þann 22. nóvember 1935. Í íþróttahúsi Jóns voru tveir fim- leikasalir, áhaldageymslur, full- komin búningsaðstaða, snyrtistofa, sturtuklefar og gufubaðsstofa. Sumt af þessu var nýjung í íþrótta- húsum. Þannig var gufubaðið fyrsta baðstofan til almenningsnota í Reykjavík. Öll íþróttaáhöld voru af nýjustu gerð. Í húsinu voru einnig íbúðir skólastjóra og húsvarðar. Jón og Eyrún Guðmundsdóttur, eig- inkona hans, bjuggu á efstu hæð- inni. Ekki voru sparaðar lýsingar á ágæti íþróttahússins og þjóðarinnar við vígsluathöfnina. „Í þessu fagra húsi, sem er fegurst allra íþrótta- húsa á Norðurlöndum, á að þjálfa fegurstu mennina og fegurstu kon- urnar, til þess að verða hraustustu og duglegustu borgararnir,“ sagði Sigurjón Pétursson, íþróttafröm- uður á Álafossi, eins og fram kom í Morgunblaðinu. Komst á bjartsýninni Þetta veglega hús reisti Jón í al- heimskreppunni. Hann hefur vænt- anlega ekki verið fjáður maður en notið velvilja fyrir stórhuga framtak sitt. Jón sagði í viðtali við Nýja dag- blaðið að húsnæðið í Austurstræti 16 hefði verið orðið of lítið og aðsókn vaxandi. Einhvers staðar hefði orðið að veita útrás vaxandi áhuga fyrir líkamsmenntinni. „Ég komst að þeirri niðurstöðu að ég yrði að byggja íþróttahús og framkvæma margra ára fyrirætlanir.“ Jón við- urkenndi að skólinn hefði ekki kom- ist upp nema fyrir bjartsýni hans. „Allir sem ég hefi leitað til viðvíkj- andi þessari byggingu hafa líka reynst mér prýðilega, enginn virðist hafa haft ótrú á fyrirtækinu, því að allir hafa verið boðnir og búnir til að veita mér hjálparhönd,“ sagði hann við Alþýðublaðið. Jón Þorsteinsson rak íþróttaskóla sinn í húsinu til ársins 1976. Þar höfðu íþróttafélög einnig aðstöðu til æfinga, ekki síst Glímufélagið Ár- mann sem um árabil hafði meg- inhluta starfsemi sinnar í húsinu. Einnig skólar sem ekki höfðu eigin íþróttahús. Íþróttahús Jóns Þorsteinssonar kemur einnig við sögu í listum. Jó- hannes Kjarval hafði stóra fim- leikasalinn til afnota á sumrin og notaði tímann vel til að mála og halda myndlistarsýningar. Jóhannes varð vinur Jóns og Eyrúnar og bjó um tíma í húsinu. Uppbygging fyrir ráðuneytin Ríkið keypti Íþróttahús Jóns Þor- steinssonar fyrir 12,6 milljónir á árinu 1983. Ekki lá þá fyrir hvert yrði hlutverk þess í framtíðinni. Ýmsar ríkisstofnanir höfðu hug á að fá það til afnota. Höskuldur Jónsson ráðuneytisstjóri tók fram í samtali við Morgunblaðið að kaupin væru aðallega hugsuð til þess að tryggja ríkinu lóðir austan Arnarhvols með framtíðina í huga. Þjóðleikhúsið fékk húsið til afnota til bráðabirgða og hefur enn. Það var innréttað sem leikhús og fyrir ýmsa aðra starfsemi sem ekki rúmast í sjálfu Þjóðleikhúsinu. Þar eru nú meðal annars salirnir Kassinn og Kúlan. Við hliðina á íþróttahúsinu er gamla Hæstaréttarhúsið sem missti hlutverk sitt þegar Hæstiréttur flutti í nýtt dómhús. Guðjón Sam- úelsson teiknaði gamla Hæstarétt- arhúsið. Lengi voru uppi áform um að rífa bæði húsin sem og Lind- argötu 13 til að byggja skrifstofu- húsnæði fyrir stjórnarráðið. Þótt ekki væri full eining í borgarkerfinu var samþykkt deiliskipulag fyrir svonefndan stjórnarráðsreit í kring- um aldamótin þar sem gert var ráð fyrir niðurrifi húsanna. Torfu- samtökin og ýmsar húsvernd- arstofnanir lögðust gegn niðurrifinu. „Það er fyrst og fremst framlag gamla hæstaréttarins og íþrótta- hússins til heildaryfirbragðs göt- unnar sem við teljum að horft hafi verið framhjá,“ sagði Páll V. Bjarna- son, formaður Torfusamtakanna, í Fréttablaðinu. Samtökin töldu einn- ig að ekki hefði verið horft til menn- ingarsögulegs mikilvægis húsanna þegar ákvörðun var tekin um að svæðið skyldi rýmt til að mæta hús- næðisvanda stjórnsýslunnar. Ákveðið var að láta framhlið gamla dómhússins að Lindargötu 5 standa þótt húsið yrði rifið ásamt íþróttahúsinu og Lindargötu 13. Fram kom hjá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra í Morg- unblaðinu að það hefði verið mála- miðlun að framhlið gamla Hæsta- réttar fengi að standa en annað viki. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, friðaði þó Íþróttahús Jóns Þorsteinssonar, að ytra byrði, á árinu 2011. Rökin voru þau að húsið væri eitt af frum- verkum fúnksjónalismans hér á landi, einföld og stílhrein bygging sem jafnframt væri óvenjulegrar gerðar því hún hefði verið byggð sem íþróttahús sem lagað hefði verið að hornlóð í þéttri byggð. Húsið var teiknað af Einari Sveinssyni og Sig- mundi Halldórssyni og er eitt af elstu verkum þeirra. Borgin vill róttæka breytingu Fyrir utan friðunina hefur lítið verið að frétta af byggingaráformum á stjórnarráðsreitnum á þessari öld. Þar til á þessu ári. Borgarráð ákvað að hefja endurskoðun á skipulagi reitsins í ljósi hugmynda um að Listaháskóli Íslands myndi koma sér betur fyrir á honum. Hann er þar meðal annars í húsum sem kom- ið hefur verið fyrir með bráða- birgðaleyfum. Þetta tilkynnti borg- arstjóri forsætisráðuneytinu í vor. Í ítrekun sem send var nýráðnum húsameistara ríkisins kemur fram sá vilji borgarinnar að þau þrjú hús sem eftir eru á reitnum fái að standa, jafnvel þótt það kalli á rót- tæka endurskoðun á hugmyndum um uppbyggingu í þágu stjórn- arráðsins. Forsætisráðherra tók fram í svari sínu að ástæðulaust væri fyrir borg- aryfirvöld að óttast um afdrif húsanna þriggja. Íþróttahúsið væri friðlýst. Stjórnvöld hefðu veitt fjár- magn til viðgerðar á gamla Hæsta- réttarhúsinu og hygðust nýta það áfram. Þá stæði ekki til að rífa húsið sem stendur við Sölvhólsgötu 13. Af þessum bréfaskriftum má ráða að þessi sögufrægu hús muni standa enn um sinn. Fegursta íþróttahús Norðurlanda  Íþróttahús Jóns Þorsteinssonar við Lindargötu var mikið stórvirki  Til stóð að rífa íþróttahúsið og Hæstaréttarhúsið í þágu uppbyggingar fyrir stjórnarráðið  Borg og ríki hafa skipt um kúrs Morgunblaðið/Júlíus Lindargata Íþróttahús Jóns Þorsteinssonar að Lindargötu 7 í forgrunni. Þjóðleikhúsið hefur það til afnota. Fjær eru gamla Hæstaréttarhúsið og Arnarhvoll. Húsverndarfólk vill halda götumyndinni. Ljósmynd/Úr einkasafni Fimleikar Áhöldin sem sett voru upp í fimleikasalnum þóttu góð. Tekið var fram við vígslu íþróttahússins að þau hefðu verið smíðuð hér á landi. Jón Þorsteinsson, maðurinn sem heilt íþróttahús er kennt við, var fæddur í Örnólfsdal í Þverárhlíð í Borg- arfirði á árinu 1898. Hann var því 26 ára þegar hann stofnaði Mullersskólann og 37 ára þegar hann byggði íþróttahúsið. Hann flutti ungur með fjölskyldu sinni að Hofsstöðum í Stafholtstungum og kenndi sig lengi við þann bæ. Jón fékk snemma áhuga á íþróttum og heilsurækt. Það rekur hann til þess þegar bróðir hans gaf honum bókina „Mín aðferð“ eftir J. P. Muller. „Mér hefur varla verið gefin betri gjöf. Ég fékk löngun til að vera hraust- ur,“ sagði Jón við Nýja dagblaðið 1935. Mullersæfing- arnar urðu stór þáttur í ævistarfi hans. Jón lærði sund í Veggjalaug, þar sem nú heitir á Varmalandi, 13 ára gamall og fór sjálfur að kenna sund þar 17 ára. Hann hreifst af ungmennafélagsandanum, ekki síst bindindishugsjóninni, og var einn af stofn- endum Ungmennafélags Stafholtstungna árið 1912. Hann fór í Hvítárbakkaskólann og stundaði þar íslenska glímu og fimleika og kenndi einnig sund í Borgarfirði og á Vestfjörðum. Hann flutti til Reykjavíkur árið 1919 til að hefja nám við Samvinnuskólann. Þar æfði Jón íþróttir og kenndi og tók þátt í mótum. Haustið 1922 fór hann á íþróttaskólann í Ollerup og lagði þar drög að framtíðinni. Vinir Jón Þorsteinsson og Jóhannes Kjarval voru góðir vin- ir. Kjarval bjó um tíma í íþróttahúsinu, vann þar og sýndi. Hóf ungur að kenna sund
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.