Morgunblaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 40
40 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2015 Skipulagsstofnun gerir þær at- hugasemdir við matsáætlunm Vega- gerðarinnar um lagningu nýs vegar um Gufufjörð, Djúpafjörð og Þorskafjörð á Vestfjörðum að gerð verði grein fyrir áhrifum þverana fjarðanna og borið saman við þær aðstæður sem sköpuðst í síldardauð- anum mikla í Kolgrafarfirði. Vegagerðin vinnur að nýju um- hverfismati fyrir Vestfjarðaveg í Gufudalssveit, frá Skálanesi í Bjarkarlund. Fékk stofnunin heim- ild Skipulagsstofnunar til að taka upp eldra umhverfismat. Í nýja mat- inu verður leiðin um Teigsskóg í Þorskafirði tilgreind sem valkostur við eldri leiðir en fyrri leið um skóg- inn var á sínum tíma hafnað. Nýja leiðin um Teigsskóg á að hafa minni áhrif á umhverfið. Vantar betri úrskýringar Framkvæmdin felur í sér þveranir Gufufjarðar, Djúpafjarðar og Þorskafjarðar. Vegagerðin telur tryggt að full vatnsskipti verði við þverun fjarðanna og telur mega full- yrða að þær hafi engin eða hverfandi áhrif á lífríkið. Hafrannsóknastofn- un telur í umsögn sinni að Vegagerð- in verði að úrskýra þetta betur. Skipulagsstofnun hefur samþykkt tillögu Vegagerðarinnar um mats- áætlun með athugasemdum. Þær lúta meðal annars að því að í frum- matsskýrslu þurfi að gera grein fyr- ir niðurstöðum líkanreikninga um breytingar á straumum og vatns- skiptum, sýna samanburð fyrir og eftir þverun og leggja mat á um- hverfisáhrif. Meta þurfi áhrif á botn- set og lífríki. Skipulagsstofnun vísar til síldardauðans í Kolgrafarfirði veturinn 2012 til 2013 og telur að bera þurfi saman aðstæður sem þar eru og þær sem vænta megi að verði í fjörðunum fyrir vestan. helgi@mbl.is Áhrif þverana verði könnuð Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Þverun Frá Melanesi er stutt leið yfir á Grónes og Hallsteinsnes.  Mat á áhrifum vegalagningar Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Kínverjar hafa sýnt áhuga á að kaupa hlut í fyrirtækinu Íslensku eldsneyti ehf., sem framleiðir lífdísilolíu úr repju og hefur uppi stórtæk áform um framleiðslu eldsneytis með örþör- ungarækt. Fjórtán manna sendinefnd hátt- settra embættismanna úr kínverska stjórnkerfinu var hér á landi í síðustu viku og skoðaði m.a. verksmiðju fyr- irtækisins í Reykjanesbæ. Nokkur fyrirtæki hafa verið að nota repjuolíu frá Íslensku eldsneyti, m.a. rútufyrirtækið Gray Line Ice- land, áður Allra handa, sem nýverið keypti 30% hlut í fyrirtækinu. Aðrir eigendur eru Sigurður Eiríksson, Bjarni Eiríksson og fleiri innlendir og erlendir fjárfestar. Stefnt er að því að stækka hluthafahópinn og fá inn auk- ið fjármagn til að auka framleiðsluna. Til að stækka verksmiðjuna þarf um 1,5 milljarða fjárfestingu til viðbótar. Fanga útblástur frá stóriðju Sigurður Eiríksson, núverandi framkvæmdastjóri Íslensks elds- neytis, segir við Morgunblaðið að ef allt gangi eftir þá sé stefnt að því að framleiðslan verði komin í 50 þúsund tonn árið 2017, en hún er í dag aðeins brot af því, eða nokkur hundruð lítrar á ári. Hann segir olíuna hafa til þessa gefist vel, bæði í rútum Gray Line og hjá Landsvirkjun sem hefur verið að nota hana í vinnutæki við Búrfell. „Í dag erum við aðallega að nota innflutta repju í framleiðsluna. Smátt og smátt munum við skipta henni út fyrir þörunga. Við höfum verið að vinna markvisst í þörungaverkefninu í nokkur ár, þar sem við vinnum elds- neyti úr örþörungum og notum til þess heitt vatn, rafmagn og koltvísýr- ing sem okkur hefur tekist að fanga í reyknum sem kemur til dæmis frá verksmiðjum eins og álveri og Járn- blendinu á Grundartanga. Þetta er mjög umhverfisvæn framleiðsla og stuðlar að minni mengun,“ segir Sig- urður, sem er á leiðinni til Parísar ásamt fleiri fulltrúum fyrirtækisins til að kynna það á loftslagsráðstefnunni. Þar verður einnig fundað með þýsk- um fjárfestum sem hafa sýnt fram- leiðslunni hér á landi áhuga og vilja koma með verksmiðju sem hreinsar allt glycerin sem til fellur, þannig að allt hráefni verði nýtt og endurunnið. Einnig er fyrirhugað að vinna hliðarafurðir úr þörungum, m.a. hrá- efni í snyrtivörur, lyf, áburð og fóður- bæti. Að sögn Sigurðar stendur til að koma slíkri framleiðslu upp á Sauð- árkróki og jafnvel víðar um land. Þá getur hratið úr þörungunum nýst til að framleiða etanól. „Aukaafurðirnar eru meira virði en sjálf olían og þarna liggja fjölmörg tækifæri,“ segir Sig- urður en fyrirtækið hefur verið í sam- starfi við erlenda háskóla í rann- sóknum og þróun á afurðunum. Hann segir mörg hátæknistörf geta skapast í framtíðinni, sem geti verið fýsilegur kostur fyrir bæjarfélög um allt land. Kínverjar sýna íslensku elds- neyti áhuga  Fara á loftslagsráðstefnuna í París  Gray Line hefur keypt 30% hlut Morgunblaðið/Björn Jóhann Lífdísill Tankur frá Íslensku elds- neyti var settur upp á Sauðárkróki. Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Silicor Materials, bandaríska fyrir- tækið sem hyggst reisa sólarkísilver á Grundartanga, hefur samið við sjóðinn Kolvið um að planta árlega 26 þúsund trjám. Trjánum er ætlað að binda alla losun koltvísýrings sem verður til við starfsemi sólarkísilversins. Los- un koltvístýrings vegna framleiðsl- unnar verður að sögn Davíðs Stef- ánssonar, fulltrúa Silicor á Íslandi, um 48 tonn á ári sem hann segir svipa til losunar 24 dæmigerðra heimilisbifreiða. Önnur losun á at- hafnasvæði Silicor, frá vinnuvélum og annarri starfsemi, verður hins vegar 2.600-2.800 tonn á ári. Miðast árleg kolefnisjöfnun upp á 26 þús- und tré við um 2.600 tonna losun koltvísýrings í heildina. Kísilverið mun framleiða sólar- kísil fyrir sólarhlöð, sem virkjað geta úr geislum sólarinnar 38 sinn- um meiri raforku en fer til fram- leiðslunnar. Davíð segir að með samningnum við Kolvið sé stigið fyrsta skrefið hjá Silicor í þá átt að gera kísilverið kolefnishlutlaust. Gripið hafi verið til aðgerða sam- kvæmt alþjóðlega viðurkenndum stöðlum til að draga úr losun gróð- urhúsalofttegunda, til jafns við út- blástur koltvísýrings frá verksmiðj- unni á Grundartanga. Davíð segir fyrirtækið hafa hafið undirbúning að öðrum skrefum og greint verði frá þeim jafnóðum og þau verði stig- in. Í tilkynningu frá Silicor er talað um að dæmigerður heimilisbíll á Ís- landi losi 1-2 tonn af koltvísýringi á ári og álver losi á bilinu 400-500 þús- und tonn. Davíð bendir á að Norður- ál á Grundartanga, á næstu lóð við Silicor, losi árlega um 650 þúsund tonn og flugvélar WOW air um 140 þúsund tonn. Minni losun sólarkísil- versins er sögð árangur af starfi vísindamanna Silicor, sem tekist hafi að draga verulega úr losun frá því sem upp- haflega var áætl- að, sem var upp á 500-700 tonn á ári. Teikning/Silicor Materials Sólarkísilver Svona kemur verksmiðja Silicor Materials til með að líta út á Grundartanga, ásamt lóðinni umhverfis. Silicor lætur planta 26 þúsund trjám  Samningur við Kolvið  Kísilverið verði kolefnishlutlaust Stefnt er að því að hefja framkvæmdir við kísilverið um mitt næsta ár og að það taki til starfa árið 2018. Mun kís- ilverið geta framleitt árlega um 19 þúsund tonn af sólar- kísil og nota 85MW af raf- orku. Dugar framleiðslan til að sjá 800 þúsund heimilum fyrir orku árlega. Við verksmiðjuna munu starfa um 450 manns, þar af um þriðjungur í störfum sem krefjast háskóla- menntunar. Áætluð fjár- festing Silicor á Íslandi er um 900 milljónir dollara, jafnvirði um 120 milljarða króna. 120 milljarða fjárfesting SÓLARKÍSILVERIÐ Davíð Stefánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.