Morgunblaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 73
MINNINGAR 73 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2015 Nú hef ég fylgt afa síðasta spölinn, árin orðin 92 og hann orðinn hvíld- inni feginn. Afi sagði oft frá því að hann hafi beð- ið Guð um að fá að lifa a.m.k. til sextugs en væri svo alltaf að fá ár í bónus sem urðu að lokum 32 talsins. Á mínum fyrstu æviárum var afi skólastjóri í sveitinni og nutum við bræður góðs af því þó ég hafi einu sinn reynt að strjúka heim. Afi og amma flytja svo suð- ur en komu alltaf á Mela á sumr- in þar sem sem afi dundaði sér í málningarvinnu og ýmsu öðru. Hann lét aldrei fötlun sína trufla sig og óð út í sjó í klofstígvélum til að leggja silunganet og tók með sér stól niður að hliði til að skrapa það og mála. Þegar við bræður kláruðum grunnskólann fórum við að sjálf- sögðu til ömmu og afa og var ég hjá þeim í þrjá vetur. Ég þurfti talsverða aðstoð við námið og afi reyndist mér vel enda kennari fram í fingurgóma. Hann var eitthvað farinn að ryðga í stærð- fræðinni og skellti sér á nám- skeið fyrir foreldra og sagðist vera eini afinn sem mætti. Öll þessi ómælda vinna sem afi lagði á sig, öll prófin sem hann lagði fyrir mig skiluðu árangri því ég náði öllum samræmdu prófunum og á afi stóran þátt í því. Fimm árum seinna flutti ég svo í kjallaraherbergið hjá þeim og var þar í dekri eins og áður. Afi var þá kominn á fullt í end- urminningar sínar og sat öll kvöld fyrir framan tölvuna með- an við amma horfðum á sjónvarp- ið. Svo kom að því að ég flytti að „heiman“ en ég reyndi að vera duglegur að heimsækja þau og koma með þau hingað í Þorláks- höfn þar sem þeim fannst gaman að koma. Síðustu árin hefur verið erfiðara fyrir afa að vera á ferð- inni en hann var alltaf með allt á hreinu í þjóðmálunum og hvernig búskapurinn gengi á Melum. Afa verður sárt saknað en hann getur verið frekar sáttur við sitt æviverk. Ég og við fjöl- skyldan þökkum fyrir samfylgd- ina. Hvíl í friði elsku afi. Torfi Hjörvar. Elsku afi. Nú ert þú farinn yfir móðuna miklu. Það var svo skyndilegt því þú hafðir verið svo hress alveg fram á síðasta dag. Samt varstu tilbúinn til ferðar, varst búinn að vera það lengi. Orðinn þreyttur. Við erum bara þakklát fyrir að þú hafir bara sofnað og fengið að fara þannig. Nóg varstu búinn að ganga í gegnum þar sem þú varðst fatl- aður ungur að árum. En þú lést fötlun þína ekki stöðva þig neitt, þú gerðir það sem þú vildir gera. Fórst bara hægar en aðrir en lést það ekki á þig fá. Þú vildir hreyfa þig og gerðir eins mikið af því og þú gast. Alltaf varstu með staf til að hjálpa þér að ganga og sér- smíðaða skó sem vöktu mikla at- hygli yngri kynslóðarinnar. Sér- staklega var stafurinn vinsælt leikfang. Afa-og langafabörnin hafa mörg hver fengið að leika sér með hann. Fram á síðasta dag hífðir þú þig í og úr stólnum þínum og alltaf dáðist maður að þér að geta þetta því þú varst orðinn svo veikburða. Þú varst mikill sögumaður og hafðir frá svo mörgu áhugaverðu að segja. Enda gafstu út tvær bækur hér um árið sem var mjög Torfi Þorkell Guðbrandsson ✝ Torfi fæddist22. mars 1923. Hann lést 21. nóv- ember 2015. Útför Torfa fór fram 30. nóvember 2015. skemmtilegt að lesa. þær voru m.a. um þína erfiðu ævi sem barn, sem fékk þann hræðilega sjúkdóm sem berkl- ar voru. Mjög átak- anlegt fyrir okkur sem standa þér næst að lesa en mik- ið var gott að fá að kynnast þér sem ungum dreng og hvernig þú komst í gegnum þetta erfiða verkefni. Það sem við er- um þakklát fyrir að þú lifðir þetta af þar sem það var ekki sjálfgefið á þessum tíma. Þú hafðir mikinn áhuga á söng og tónlist og hafðir unun af því að hlusta á afkomendurna syngja og spila og varst óhræddur við að gagnrýna ef þér fannst þetta ekki nógu vel gert. Hafðir mikinn metnað fyrir þeirra hönd enda er mikið af hæfileikaríku tónlistarfólki í fjöl- skyldunni sem þú varst svo stolt- ur af. Þú áttir þín uppáhaldslög sem voru sungin við hvert tækifæri sem gafst. Þau eiga eftir að hljóma áfram í fjölskyldusam- komum þar sem við syngjum til þín og minnumst þín með bros á vör. Þú fylgdist vel með þínu fólki og varst með alla hluti á hreinu. Þér fannst sérstaklega ánægju- legt að heyra fréttir að „heiman“. Árneshreppur var þitt heima. Þar áttirðu þín bestu ár. Þar hitt- irðu ömmu og þar fæddust börn- in ykkar sex. Þú hafðir svo mikið yndi af því að umgangast fjöl- skylduna sem þú varst svo stolt- ur af. Enda eru þetta einstaklega vel heppnuð eintök hjá ykkur og eru margrómuð fyrir að vera gott fólk þannig að þú máttir sko al- veg vera stoltur. Þið amma voruð líka einstök. Ást ykkar hvors til annars skein í gegn. Eftir situr amma en hún er ekki ein. Hún á stóran hóp af fólki að sem mun hjálpast að við að hugsa um hana. Við pössum upp á hana fyrir þig. Við gætum skrifað enn lengri minningar um þig en þær varð- veitast í hjörtum okkar. Við kveðjum þig með bæn sem minnir okkur á þig. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Ástar og saknaðarkveðja, Svandís, Aðalbjörg, Hafþór og Harpa Óskarsbörn. Þegar mamma hringdi á laug- ardagsmorgni til að segja mér að afi hefði dáið þá um nóttina var ég hreinlega ekki viss um hvort að ég ætti að syrgja eða gleðjast. Syrgja afann sem hefur verið mér leiðarljós alla tíð eða gleðj- ast yfir því að hann hefði loksins fengið langþráða hvíld. Afi og amma hafa alltaf átt sérstakan stað í mínu lífi. Allt frá unga aldri sótti ég í að vera hjá þeim í skólanum þar sem fjörið var og kunna amma og mamma margar sögur af strokudrengn- um sem var margoft hirtur upp í Hvalvík eða við Árnes á leið til ömmu og afa. Hjá ömmu komst maður oftar en ekki í veislu með heitu súkkulaði og pönnukökum og hjá afa var alltaf að finna góða sögu. Ekki var síðan verra að fá að kúra uppí hjá þeim ef vind- urinn gnauðaði mikið í skólahús- inu. Það var því mikið áfall þegar amma og afi tóku sig upp og fluttu á mölina og var þeirra sárt saknað. Það kom sér hinsvegar vel að eiga þau að þegar kom að því að fara í níunda bekk sem ekki var til staðar í Árneshreppi. Þetta var góður tími, afi var ætíð vanafastur og það brást ekki að hafragrautur með súru slátri var kominn á borð á hverjum morgni til að neminn væri klár í skóla- daginn. Reglulega var tekið í skákborðið en afi var einkar erf- iður við að eiga og það voru ekki margar skákirnar sem hann tap- aði. Afi hafði gaman af því að fylgj- ast með íþróttum og horfðum við saman á ófáa leikina. Hann var kröfuharður áhorfandi og fór fram á að menn spiluðu áferðar- fallega en ekki bara upp á úrslit. Rifjaði hann oftar en ekki upp til- þrif liðs Tungusveitunga á árun- um í kringum 1950 og er ekki laust við að lýsingarnar hafi minnt mann á leik Börsunga nú í seinni tíð. Handboltastrákarnir fengu líka stundum að heyra það ef sóknarleikurinn gekk erfiðlega og voru þeir vinsamlegast beðnir um að „hætta þessu hnoði“. Afi var alltaf mikill grúskari og áhugamaður um að varðveita sögu Strandasýslu. Hann var lengi vel ritstjóri Strandapóst- sins og vann mikið starf við heim- ildavinnu fyrir byggðasögu Strandamanna. Við eyddum mörgum stundum saman við að rýna í gömul blöð, lesa yfir og ræða. Afi var líka ávallt mjög pólitískur og ræddi ætíð af mikl- um eldmóð um það sem var í brennidepli hverju sinni og um mikilvægi framfara sem hann hafði sjálfur upplifað mjög sterkt. Afi var mikið fyrir að humma þegar hann var búinn að sökkva sér ofan í eitthvert verkefni en þetta var mjög róandi og gott að leika sér eða lesa inni á skrifstofu á meðan afi hummaði. Afi og amma nutu þess ávallt að vera saman og það var alltaf stutt í blikið í augunum á afa þeg- ar hann leit á ömmu, nánast eins og hann væri að sjá hana í fyrsta skipti. Honum varð oft tíðrætt um þá röð tilviljana sem að leiddu þau saman og hvernig amma heillaði hann uppúr skónum með snilli sinni í eldhúsinu. Ef ég kemst á hans aldur og verð hálft eins ástfanginn og hann þá yrði ég sáttur. Elsku afi, megir þú hvíla í friði og guð geymi elsku ömmu. Við afkomendurnir munum hafa mottóið þitt og Bubba að leiðar- ljósi, „það er gott að elska“. Guðmundur. Síðustu orð afa mánudaginn 26. október sem ég heyrði voru: „Ég vil fá hvíldina fljótlega, ég er orðinn blindur, með lélega heyrn og get rétt svo talað. Ég er þakk- látur Guði, hann gaf mér góða konu sem hefur sinnt mér í 60 ár.“ Afi kenndi mér margt, t.d. að heilsa að Strandamannasið: „Þeir heilsa þéttingsfast en meiða ekki.“ Svo kvaddi hann mig alltaf með kossi. Svo skyndilega á laug- ardagsmorgun þá vaknaði ég rétt fyrir sjö og gat ekki sofnað aftur, fékk mér að borða og fór svo á æfingu klukkan hálfellefu. Mamma sótti mig eftir æfingu og ég ætlaði að segja henni hvað mig langaði að fá í jólagjöf. Þá stopp- aði hún mig og sagði að hún hefði ekki góðar fréttir að segja mér, því afi væri látinn. Ég tók um höfuðið og grét, ég hafði ekki séð afa svo lengi. Mamma og Torfi bróðir minn fóru svo til ömmu og hálftíma síð- ar hringdi pabbi og sagðist koma að sækja mig og Jón Arnar til að vera við húskveðju á Hjúkrunar- heimilinu Ísafold. Ég fór í sturtu og snyrti mig aðeins og þegar pabbi kom spurði ég hann klukk- an hvað afi hefði dáið. „Enginn veit það en læknirinn taldi að hann hefði dáið um klukkan sjö.“ Ha? Það var skrítið, einmitt þá vaknaði ég. Kannski afi hafi þá verið að kveðja mig. Róbert Guðbrandsson. Við áttum ekki von á því að fá símtal frá pabba þar sem hann sagði að þú værir farinn. Þú áttir svo skilið að fá að fara eins og þú fórst. Ekkert að kveljast eða vera rúmliggjandi, þú vildir hreyfa þig og gerðir eins mikið af því og þú gast. Þú vildir alltaf vita hvað var að frétta frá Drangsnesi, hvort bátarnir væru að fiska og hvort það væri nóg að gera. Varst alveg með hlutina á hreinu. Þú lagðir mikla áherslu á að ég talaði rétt, segði ekki ógeðslega gott heldur ótrúlega gott. Þú nefndir það oft- ar en einu sinni að ég talaði hratt og ég hef ekki ennþá náð stjórn á því. Seinast þegar við hittumst varstu að spjalla við Óskar Atla, hann hafði reyndar meiri áhuga á göngugrindinni þinni en spurn- ingunum þínum en hann kom alltaf til þín aftur og vildi taka í höndina þína og þú leyfðir honum að tosa þig í allar áttir án þess að kvarta. Eitt sem ég man alltaf eftir er þegar þið amma bjugguð í Boga- hlíðinni og buðuð okkur Drangs- nesfjölskyldunni í mat. Þá var amma með kjúkling í ofninum og við krakkarnir fengum pening til að hlaupa í Suðurver og kaupa franskar, það var alltaf rosaleg stemning að fara í sendiferð fyrir ykkur. Þú varst búinn að bíða lengi eftir því að losna úr líkamanum, sem var búinn að halda aftur af þér í öll þessi ár. Þú varst tilbú- inn að fara og eins erfitt og það er að missa þig vitum við innst inni að þér líður betur núna. Það sést langar leiðir að þú skilur eftir þig góða og fallega fjölskyldu sem stendur saman í gegnum súrt og sætt. Svona eins og þið amma, það á ekki að gefast upp, heldur halda áfram þótt erfiðleikar séu. Þið amma voruð svo ástfangin, svona ást vilja allir eignast. Við munum sakna þín en aldr- ei gleyma þér og sögunum þín- um. Saknaðarkveðjur, Freyja, Tómas og Óskar Atli. Löng var orðin vakan ljúf er því hvíldin þeim sem alla ævi elska ljós og frið. Silfurregn á sumri sindur stjörnu um vetur allt að einu vísar upp á hærra svið. (A. Pétursd.) Torfi starfaði í stjórn Vestfirð- ingafélagsins í 19 ár og var for- maður þess 1995-2001. Um leið og Vestfirðingafélagið þakkar Torfa vel unnin störf kveðja fé- lagarnir hann með virðingu og þökk. Hvíl í friði. Syrgjendum vottum við okkar dýpstu samúð. F.h. Vestfirðingafélagsins, Hrund Ýr Óladóttir, formaður. Kveðja frá bekkjarfélögum. Enn er einn horfinn úr hópn- um sem útskrifaðist frá Kennara- skóla Íslands 1951. Torfi bekkj- arbróðir okkar hefur kvatt þessa jarðvist eftir langa ævi. Þegar hann kom í Kennara- skólann hafði hann verið við kennslu í nokkur ár og hafði því hlotið meiri þroska og reynslu en flest okkar. Hann var næstelstur í hópnum og naut alltaf mikillar virðingar innan bekkjarins. Torfi hafði gengið gegnum erfið veik- indi sem barn, fengið berkla og dvalið langdvölum á sjúkrahúsi. Afleiðingar þeirra veikinda ollu því að hann bjó við bæklun á öðr- um fæti æ síðan. Það var með ólíkindum hve þessi fötlun eins og gleymdist í návist hans enda virtist hann aldrei láta hana hindra sig og hlýtur þó oft að hafa reynt mikið á. Torfi var sem fyrr segir þrosk- aðri en mörg okkar. Hann kom úr dreifbýlinu eins og flest okkar í bekknum, var Strandamaður. Hann var vel að sér bæði í bók- menntum sem og í tónlist og lék sjálfur á hljóðfæri. Varð síðar organisti í sinni sveit. Hann leiddi gjarnan söng- inn í nemendahópnum og var vandur að því að sungið væri raddað. Eftir kennarapróf hóf hann kennslu í Reykjavík og síðar í Hafnarfirði en heimaslóðirnar kölluðu. Hann fluttist í sína heimabyggð norður á Strandir og hóf þar kennslu og varð fljótlega skólastjóri á Finnbogastöðum í Árneshreppi. Þar starfaði hann í 28 ár og var forystumaður sveit- arinnar í menningarmálum. Okk- ur skólasystkinum hans kom ekki á óvart að hann skyldi veljast til stjórnunarstarfa, hann hafði svo margt til brunns að bera. Mér persónulega er í minni hve Torfi var duglegur að sækja fræðslu- mót skólastjóra. Gamla skóla- stjórafélagið sem stofnað var 1960 var fyrir skólastjóra barna- skóla en breyttist síðar þegar grunnskólinn varð til. Félagið stóð fyrir þessum mótum þriðja hvert ár. Þar létu þau hjón, Torfi og Aðalbjörg, sig aldrei vanta og Torfi stofnaði þar til vináttu við marga kollega sína. Þar var mik- ið sungið og Torfi hrókur alls fagnaðar. Nú þegar hann hefur kvatt er- um við þakklát fyrir að hafa átt vináttu hans og samfylgd en hann var mjög duglegur að mæta á árleg „bekkjarkvöld“ meðan heilsan leyfði, sem og Aðalbjörg. Við kveðjum hann með sökn- uði og sendum Aðalbjörgu sem og öllum afkomendum og tengda- fólki innilegar samúðarkveðjur. Kári Arnórsson. Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, EINAR MAGNÚS EINARSSON byggingarverkfræðingur, Breiðvangi 6, Hafnarfirði, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstudaginn 27. nóvember. Útför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju 4. desember klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarkort líknardeildar og Heimahlynningar. . Þórdís Stefánsdóttir, Stefán Einarsson, Elsa Margrét Einarsdóttir, Gunnar Sigfússon, Júlíus Gunnarsson, Stefán Gunnarsson. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ALEXANDER EINBJÖRNSSON, Lyngbrekku 8, Kópavogi, lést þann 20. nóvember á Landspítalanum Fossvogi. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. . Þóra B. Alexandersdóttir, Ólafur Sturla Hafsteinss., Ragnheiður K. Alexandersd., Björn E. Alexandersson, Ari Halldórsson, Örn Alexandersson, Ragnhildur Þórhallsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður, tengdamóður, ömmu og tvíburasystur, ÁSU KARENAR ÁSGEIRSDÓTTUR, Vatnsstíg 21, Reykjavík, sem lést hinn 27. október síðastliðinn. . Kristín Jóhannesdóttir, Sigurður R. Sveinmarsson, Jón Ásgeir Jóhannesson, Ingibjörg S. Pálmadóttir, Ása Karen, Gunnhildur, Anton Felix, Berglind og Stefán Franz, Anna Guðlaug Ásgeirsdóttir. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.