Morgunblaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 51
51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2015
Móttökur Þingmenn allra flokka heiðruðu Einar K. Guðfinnsson, forseta Alþingis, á þingfundi í gær í tilefni 60 ára afmælis hans og starfsfólk Alþingis klappaði honum lof í lófa.
Golli
Þriðjudaginn 24.
nóvember var mér boð-
ið að sitja ráðstefnu um
„lyfjaglæpi“ sem er
þýðing á nýyrðinu
„medicrime“. Ráð-
stefnan var haldin í
höfuðstöðvum OECD í
París en formlega á
vegum Evrópuráðsins
sem hefur haft forystu
um að efna til al-
þjóðlegs samstarfs gegn lyfjaglæp-
um.
Umfangið
Gríðarlegt umfang er orðið á sölu
falslyfja og þá ekki síst á netinu. Eðli
máls samkvæmt er ekki vitað ná-
kvæmlega í hverjum mæli falslyf
berast sjúklingum en fram kom á
ráðstefnunni að tæplega sjötíu pró-
sent af öllum póstsendingum sem
tollyfirvöld í Evrópusambandinu
taka til skoðunar væru lyf, en í toll-
leit á ytri landamærum væri hlut-
fallið um tíu prósent. Mikið af þess-
um meintu lyfjum væru
blekkingarvara.
Hin fölsuðu lyf spanna vítt svið
allt frá astma, krabbameini og HIV
til megrunar og örvunar fyrir
íþróttamenn.
Falslyf geta verið hættuleg
Á ráðstefnunni röktu sérfræð-
ingar hvaða áhrif blekkingar af
þessu tagi gætu haft. Ekki aðeins
væri það siðferðilega rangt að beita
sjúkt fólk blekkingum í hagn-
aðarskyni heldur væri iðulega um
það að ræða að blekkingarlyfin yllu
líkamlegu tjóni.
Menn hafa reynt að áætla hve um-
fangsmikill falsiðn-
aðurinn er, og voru
nefndar himinháar
upphæðir á ráðstefn-
unni, 57 milljarðar evra
og 75 milljarðar
Bandaríkjadala. Þetta
eru nokkuð ótrúlegar
tölur en ef þetta er rétt
væri um að ræða um
átta þúsund milljarða
íslenskra króna! Vand-
inn væri sá, var okkur
sagt – og þess vegna
væri samhæfð nálgun
mikilvæg – að skilgreiningar skorti
og refsing víðast hvar léttvæg gegn
þessum alvarlegu glæpum og þar af
leiðandi lítil áhætta fyrir þá sem
stæðu að baki sölunni. Þetta skýrði
að einhverju leyti öran vöxt í þessum
glæpum sem nú væri sagður gefa af
sér margfalt meiri tekjur en sala á
eiturlyfjum.
Ekki er allt sem sýnist
Lyfjaiðnaðurinn – hinn „löglegi“ –
kallar ekki allt ömmu sína í hags-
munagæslu sinni. Hið jákvæða er að
hann beitir sér gegn augljósum fals-
glæpum. Vandinn er hins vegar að
hann vill iðulega ganga lengra í við-
leitni til að verja einkaleyfarétt sinn
og þá ekkert síður gagnvart fátæk-
um þjóðum en ríkum. Reyndar eru
afskipti af þessu tagi sárgrætilegust
gagnvart snauðum þjóðum sem ekki
hafa efni á rándýrum lyfjum og
framleiða fyrir bragðið eftirlíkingar
sem duga vel til lækninga. Þetta á til
dæmis við um Indland. Það er engin
tilviljun að þegar Bandaríkjaforseti
sækir Afríku og Asíuríki heim að þá
skuli hann jafnan á fyrsta degi víkja
að mikilvægi einkaleyfa og eign-
arréttar! Þarna gætir án efa áhrifa
lyfjaiðnaðarins. Í ljósi alls þessa hef
ég grun um að taka þurfi sumar
framangreindar tölur með varúð og
spyrja hvað falli undir þær.
Árvekni þörf
Í sáttmála Evrópuráðsins um
lyfjaglæpi er skýrt tekið fram að það
taki ekki til eftirlíkinga, einvörð-
ungu til falslyfja sem seld eru á
grundvelli misvísandi eða upplog-
inna fullyrðinga.
Þetta þýðir að mikillar árvekni er
þörf í umræðu um þessi mál og er
mikilvægt að stjórnvöld leggi rækt
við þennan málaflokk þannig að við
byggjum jafnan á traustum upplýs-
ingum og yfirvegaðri og upplýstri
umræðu.
Í ræðu kom fram að á Ítalíu væri
þess farið að gæta að stolið væri rán-
dýrum lyfjum af sjúkrahúsum. Þetta
gæti gerst víðar þegar markaðs-
verðmæti lyfjanna væri haft í huga.
Ég gat þess í mínu innleggi að þetta
minnti á hve himinhárra upphæða
lyfjaiðnaðurinn krefðist í mörgum
tilvikum fyrir afurðir sínar. Með
hliðsjón af gróða þeirra þyrfti ekki
að undrast að hjá einhverjum vakn-
aði löngunin til að eiga í honum hlut-
deild, jafnvel með ólögmætum hætti.
Glæpamenn á internetinu
Internetið kom til umræðu og var
varað við afskiptum af því, „svo lengi
sem það er ekki notað af glæpa-
mönnum í ólöglegum tilgangi“, svo
vitnað sé í texta sem lá fyrir ráð-
stefnunni. Þetta er gamalkunnur
vandi sem við þekkjum úr annarri
umræðu og vísa ég þar til umræð-
unnar um leiðir til að sporna gegn
því að sölumenn barnakláms geti
þrengt sér inn í heim barna og ung-
linga.
Sáttmáli Evrópuráðsins
undirritaður 2011
Í ársbyrjun 2016 gengur í gildi
fyrrnefndur sáttmáli Evrópuráðsins
um samræmda skilgreiningu og að-
gerðir gegn lyfjaglæpum því þá hafa
nægilega mörg ríki undirritað sam-
komulagið. Ég undirritaði það fyrir
Íslands hönd, sem innanrík-
isráðherra ásamt Guðbjarti Hann-
essyni, þáverandi heilbrigð-
isráðherra, í október árið 2011 og
voru Íslendingar á meðal þeirra
fyrstu til að undirrita. Nú hafa
nítján af fjörutíu og sjö aðild-
arríkjum Evrópuráðsins undirritað
sáttmálann en aðeins fjögur þeirra
hafa lögleitt hann. Ísland er ekki þar
á meðal – enn sem komið er.
Þess má geta að þegar eru ríki ut-
an Evrópuráðsins byrjuð að sýna
málinu mikinn áhuga og hafa nokkur
þeirra undirritað og eitt lögleitt sátt-
málann þannig að alls hafa fimm ríki
lögleitt hann.
Þörf á vitundarvakningu
Ráðstefnan í París gegn lyfja-
glæpum var haldin til þess að vekja
athygli á hve knýjandi málefnið er.
Því var velt upp hvers vegna svo fá
ríki hefðu lögleitt sáttmála Evr-
ópuráðsins gegn lyfjaglæpum sem
raun ber vitni og var það skýrt í ljósi
þess að miðvitund um vandann
skorti. Til samanburðar var tekinn
Lanzarote-sáttmálinn, sem er ætlað
að vernda börn gegn ofbeldi, að þá
fyrst hafi hann fengið vængi að hrint
hafði verið af stokkunum vitund-
arvakningu á vegum Evrópuráðsins
um málefnið.
Fjöldi sérfræðinga hélt erindi á
ráðstefnunni í París og fram stigu
einstaklingar sem sjálfir höfðu orðið
fyrir barðinu á aðilum sem logið
höfðu inn á þá platlækningu og þar
með valdið þeim ómældu tjóni. Í er-
indum kom fram að þess væru dæmi
að til Afríku hefði verið sent
„sprautulyf“ sem reynst hefðu föls-
uð. Þúsundir hefðu verið sprautaðar
með þessum platlyfjum.
Ísland í fararbroddi
Á ráðstefnunni varð ég var við að
það hafi ekki farið framhjá þeim sem
standa í fararbroddi þessarar vinnu,
að Ísland var á meðal fyrstu
ríkjanna til að undirrita samning
Evrópuráðsins gegn lyfjaglæpum og
er ástæða til að vekja athygli á því
að á þessu sviði gegna Íslendingar
afgerandi hlutverki. Þannig er
fulltrúi heilbrigðisráðuneytisins,
Einar Magnússon, sem fer fyrir
lyfjamálum í ráðuneytinu, formaður
nefndar Evrópuráðsins, sem hefur
lyfjamálin undir sinni regnhlíf. Hjá
Evrópuráðinu er horft til vinnu á
vegum þessarar nefndar hvað varð-
ar alla stefnumótun.
Fram hefur komið að í heilbrigð-
isráðuneytinu er nú unnið að gerð
nýrrar lyfjastefnu og drögum að
frumvarpi til nýrra lyfjalaga sem
sýnir að þessi mál eru áfram í fram-
fara farvegi. Geri ég mér vonir um
að þessi vinna muni leiða til þess að
Evrópuráðssamningurinn um lyfja-
glæpi verði lögleiddur og væri það
vel.
Eftir Ögmund
Jónasson »Hin fölsuðu lyf
spanna vítt svið, allt
frá astma, krabbameini
og HIV til megrunar og
örvunar fyrir íþrótta-
menn.
Ögmundur Jónasson
Höfundur er fulltrúi á þingi
Evrópuráðsins.
Ísland gegn lyfjaglæpum