Morgunblaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 74
74 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2015 Okkur systkinin langar til að minnast föðurömmu okkar með nokkrum orð- um. Amma og afi bjuggu lengst af á Skólabraut í Mosfellsbæ. Amma var því ávallt kölluð „amma Skóló“. Seinna eftir að amma og afi fluttu í Spóahöfða reyndist erf- itt að breyta út af vananum og hætta að kenna þau við Skóla- brautina. Við eigum margar minningar þaðan sitjandi við eld- húsborðið og horfa yfir Hlégarð og íþróttasvæðið á Varmá. Afi er inni í skúr undir húddinu á bíl meðan við dýfum mjólkurkexi í mjólkurglas og borðum kandís. Jafnvel fáum við sodastream- drykk að auki. Þarna eigum við gott spjall við ömmu. Hún er að prjóna vettlinga eða ullarsokka. Við vitum ekki á þessari stundu að við fáum þetta í jólagjöf. En marga fallega hluti höfum við öll fengið frá ömmu sem Jóna Þorvaldsdóttir ✝ Jóna Þorvalds-dóttir fæddist 23. júlí 1935. Hún lést 16. nóvember 2015. Útför Jónu fór fram 30. nóvember 2015. ylja okkur að innan sem utan. Amma var mikill listamað- ur í höndunum. Hún var alltaf með eitt- hvað á prjónunum og hummandi upp- hátt svo blítt. Hún var mikil selskaps- manneskja og lét sig ýmsa hluti varða. Sérlega gam- an þótti okkur að fara með ömmu, afa og stórfjöl- skyldunni til Þýskalands sumarið 1992. Það var fyrsta utanlands- ferð ömmu og þeim fjölgaði tölu- vert í kjölfarið. Í þessari ferð fékk amma stimpil í vegabréfið upp í Zugspitze, þar sem Þýskaland, Sviss og Austurríki mætast. Sá stimpill vakti athygli, þar stóð 32. maí. Amma hafði á orði þá að þetta vegabréf gæti orðið verð- mætt. Amma var alltaf glöð og með góða nærveru. Stundum var hún kölluð amma gráta. Ekki vegna sorgar. Hún grét við fallegan söng í boðum eða á há- tíðlegri stundu svo sem við skírn eða brúðkaup. Hún var falleg manneskja. Við systkinin kveðj- um nú góða konu sem við nutum margra góðra stunda með. Hún skilur eftir sig samheldna og trygga fjölskyldu. Hvíl í friði, elsku amma. Þín barnabörn, Einar, Arnar og Kristrún. Það er komið að kveðjustund. Jóna frænka, föðursystir okk- ar, er látin og við systkinin kom- um saman til að minnast hennar. Við eigum hvert um sig ljúfar minningar og svo einnig sameig- inlegar. Margar myndir skjóta upp kollinum af samvistum okkar við Jónu, Grétar og börnin þeirra enda voru samskiptin náin. Jóna og Fjóla móðir okkar voru kærar vinkonur, þær dvöldu saman með barnahópinn sinn í sumarbú- staðnum okkar í Kjósinni, sumar eftir sumar, við aðstæður sem fæstir myndu sætta sig við í dag. Við systkinin vorum fimm talsins og frændsystkinin jafn mörg og flest á svipuðum aldri. Þarna vor- um við allur hópurinn á 25 fer- metrum og væsti ekki um okkur. Þar var rafmagn en ekkert vatn og því þurfti að bera það til og frá bústaðnum. Það gerðu þær mamma og Jóna jafnvel oft á dag. Myndir spretta fram af þeim tveimur í kjólum eða Hagkaups- sloppum, nælonsokkum, stígvél- um og úlpum með bleiubalann á milli sín á leið út að Skorá að þvo. Þær fáklæddar í sólbaði og við að leika okkur utan við bústaðinn eða í könnunarleiðöngrum, öll fjöl- skyldan sitjandi úti á hól að borða hádegisverð í blíðunni og það er sólskin í öllum minningunum frá þessum tíma. Svo fluttu Jóna og Grétar tíma- bundið inn í Markholtið til okkar meðan verið var að gera Skóla- brautina klára. Þá var nú aldeilis fjör í húsinu, mikið eldað, þvegið, hlegið og bakað. Jóna var sérstak- lega lagin við að baka og ógleym- anlegar eru randalínurnar og brúnterturnar hennar með hvíta englakreminu. Þegar þau voru flutt inn í Skólabrautina vorum við systkinin heimagangar þar al- veg eins og hennar börn voru á heimili okkar. Í veikindum mömmu var Jóna afar hjálpleg og hlý við okkur þegar við þurftum mest á því að halda. Við þekktum hana svo vel og leituðum því oft til hennar, sérstaklega eftir móður- missinn. Svo uxum við úr grasi en væntumþykjan hvarf ekki þótt við sæjumst sjaldnar, því sterkar taugar og vinátta ríkir enn á milli okkar frændsystkinanna. Jóna var ótrúlega glaðvær og skemmtileg kona, hafði gaman af fólki, var selskapskona og sögu- kona. Hún gat verið svolítill prakkari í sér og hafði glettni í augunum sem hún pírði stundum á sinn sérstaka hátt þegar henni fannst gaman og það var oft. Hún hafði gaman af hinu óvænta og var til í nýjar upplifanir eins og að fara í þyrluflug sem börnin henn- ar gáfu henni á merkisafmæli fyr- ir nokkrum árum. Eða lifa sig inn í og leika hlutverk í vídeói þegar Sigurjón átti afmæli. Svo ferðað- ist hún um landið með Grétari og börnunum líka, þau fóru um allt á húsbílnum sínum og var Mel- rakkasléttan árlegur viðkomu- staður. Hún upplifði það líka fyrir örfáum árum að komast upp á Hornbjargsvita með nokkurs kon- ar kláfi sem Una Lilja og Ævar útbjuggu, þegar þau voru með ferðaþjónustu þar. Elsku Grétar, Sigurjón, Þor- valdur, Una Lilja, Helgi Þór og Sigrún, við vottum ykkur og fjöl- skyldum ykkar innilega samúð. Styrkur ykkar og samstaða sem fjölskylda er aðdáunarverður og lýsir í sorginni. Við kveðjum Jónu með hlýjar minningar í hjarta. Hrafnhildur, Ingvar, Þorri, Jóhanna og fjölskyldur. Þú hafðir verið lengi veik þegar þú kvaddir en þrátt fyrir þjáning- ar þá var alltaf stutt í húmorinn og brosið þitt. Daginn áður en þú kvaddir gafstu mér hlýtt bjart bros sem yljaði mér að hjartarótum og ég geymi það vel í minningunni. Minningarnar streyma fram svo margar, T.d. Skólabrautin, heimilið sem stóð alltaf opið fyrir okkur, jólin, Spóahöfði, sumar- húsaferðir og síðast en ekki síst öll góðu ferðalögin okkar Þorvaldar ásamt sonum okkur með ykkur Grétari um okkar stórkostlega land. Þú varst alltaf til í að ferðast. Á þeim ferðum áttum við góða samleið og samveru. Þegar ég spurði syni mína hver væri fyrsta minningin um ömmu sem kæmi upp í huga þeirra þá stóð ekki á svarinu; ferðalögin og blái húsbíll- inn. Það var hlýtt og notalegt að koma inn í húsbílinn ykkar Grét- ars. Þá sé ég fyrir mér morgunsól, dásamlegt landslag, ilmur af ný- löguðu kaffi, hveitikökur með hangikjöti, fuglasöngur, kertaljós og þú að gera fallegar hannyrðir. Á ferðum okkar um landið var sumar bjart og oftast sólskin. Þú saknaðir þess að komast ekki í ferðir og vera rólfær. Ég trúi að nú ertu frjáls og getur ferðast inn í fallega sumarlandið. Við söknum þín öll hér á Ham- arsteignum og ég kveð þig með þakklæti og læt fylgja þetta ferða- vísukorn sem minnir mig á þegar við sátum úti og nutum sumars og sólar. Að morgni sólin sýnir sig og sendir geisla sína, þá streymir kraftur og D-vítamín, við fyllum á sálina fína. Ég kveð þig með þakklæti og Guð veri með þér. Sóleig Guðrún Garðarsdóttir. Sólveig Guðrún Garðarsdóttir. Símtal um miðja nótt gat bara merkt eitt, amma í Koti var dáin. Það eru rétt tæp fimmtíu ár síðan hún tók við mér nánast ný- fæddri og hugsaði um mig eins og sitt eigið barn. Enda fannst mér ég alltaf til- heyra henni. Í Koti, sem var sannarlega ekkert kot, átti ég minn stað og þar varði ég stórum hluta barnæskunnar með ömmu, afa, Unnsteini frænda mínum og honum Palla okkar. Amma sá um allt innan dyra og gerði það með glæsi- brag enda var heimilið frekar eins og heimili í borg en í sveit. Það eina sem ég man virki- lega eftir að amma hafi gert ut- an dyra var að þvo mjaltagræj- urnar og ég gat ekki beðið eftir að verða fullorðin og taka við því starfi enda fá störf meira spennandi að mínu mati. Hún amma var mikil kvenréttinda- kona og lagði áherslu á það við okkur ömmustelpurnar að við gætum allt sem við ætluðum okkur og að við ættum að stefna hátt. Það ætti ekki að láta þessa kalla sitja eina að kjötkötlun- um. Á baðherberginu hjá henni hékk lengi vel veggspjald sem sýndi kynjahlutföllin á Alþingi og amma hafði um það mörg orð að þetta væri ekki eðlileg skipting. Amma var líka borgardama og oft flaug sú hugsun um huga minn að hún hefði átt að búa í borg. Hún fór aldrei af bæ nema í sínu fínasta pússi og var alltaf klædd eins og drottning enda vissi hún fátt skemmtilegra en að fara í búðir og skoða og helst að kaupa eitthvað fallegt. Það er ógleymanlegt þegar við fórum saman á sýningu á kjól- um Ingiríðar drottningarmóður í Kaupannahöfn. Amma var eins og barn í sælgætisbúð og fannst verst að geta ekki komið við efnið í kjól- Katrín Jónsdóttir ✝ Katrín Jóns-dóttir fæddist 8. október 1922. Hún lést 23. nóv- ember 2015. Útför Katrínar fór fram 1. desem- ber 2015. unum sem hún var nú reyndar viss um að væri vandað. Símtöl seint að kvöldi á meðan hún beið eftir Jónasi á Rás eitt voru fastur punktur í tilverunni og þá voru heims- málin oft krufin eða hlegið dátt en oftast vildi hún fá að vita hvað væri að frétta af okkur og hvað krakkarnir væru að gera enda voru langömmubörnin hennar líf og yndi. Amma hafði mjög sterkar skoðanir á flestu og var dauð- inn og allt sem tengist honum ekki undanskilinn. Hún vildi fá að deyja þegar þar að kæmi og vildi að ég gæfi henni það loforð að láta ekki sprauta hana við inflúensu ef hún yrði rúmliggjandi gömul kona, úr einhverju yrði hún að deyja. Hún var líka búin að fara yfir það með mér hvað ég mætti ekki skrifa í minning- argrein um hana og eitt af því var að skrifa að hún hefði bak- að góðar pönnukökur þannig að ég ætla ekkert að minnast á þær. Ég sagði henni reyndar að ég myndi þá bara nota pönnu- kökupönnu sem legstein. Án ömmu í Koti væri ég ekki sú manneskja sem ég er í dag. Hún kenndi mér að hláturinn er allra meina bót og ég ætla að minnast hennar skellihlæj- andi með sjóðandi heitt kaffi í bolla. Arnbjörg. Á hlaðinu í Koti blasa óra- víddir himinsins við og fjalla- hringurinn er fagur til allra átta. Þar blakti jafnan drifhvít- ur þvottur á snúru, rósir blómstruðu í garðinum og inni í bæ var skínandi hreint, hlýtt og fallegt. Þar átti ég griðastað sem ég nýtti mér óspart þegar ég var lítil. Ég sótti í fangið á ömmu því hún þreyttist aldrei á að telja mér trú um að ég gæti allt og ætti allt gott skilið. Mann- eskja sem gefur barni slíka trú verður að njóta sannmælis. Það var ekki sjálfgefið að amma skyldi bjóða mér og vin- konum mínum í heitt súkkulaði og kökur um miðja nótt til að fagna bílprófinu mínu. Þá gladdist hún með okkur og hló því hún kunni að njóta lífsins og var húmoristi. Það var held- ur ekki sjálfgefið að amma skyldi hafa endalaust umburð- arlyndi gagnvart ungæðislegum hugmyndum mínum og áhuga- málum á unglingsárunum. Og það var ekki sjálfgefið að hún skyldi fylgjast með mér af um- hyggju og styðja mig í öllu sem ég tók mér fyrir hendur. Amma gat nefnilega verið sérlega for- dómalaus gagnvart þeim sem henni þótti vænt um og víðsýn til margra átta. Amma rataði sjaldan með- alveginn enda bjuggu í henni miklar andstæður. Hún var veglynd og stórlynd í sömu andránni. Í miðju stórlyndinu reis nefnilega fíngerður strengur sem titraði við minnstu tilbrigði tilverunnar. Hún var ofurnæm á feg- urðina og listina í öllum hlut- um, hafði djúpan bókmennta- skilning og fann samlíðan með fólki. Hún gat grátið yfir órétt- læti heimsins, hungruðum börnum og vegalausum þó hún sýndi litla miskunn því sem hún skildi ekki. Í höndum hennar léku allir hlutir enda hafði hún knýjandi þörf til að vinna og skapa. Hún hafði óbilandi viljastyrk, trú og lífsþrótt og varð langlíf eins og hún átti kyn til. Síðustu árin varð líkaminn hrumur en andinn var síglöggur og kvikur. Eftir langa ævi og marg- slungna stendur manneskjan sjálf upp úr og góðverkin henn- ar. Allt annað er lítilvægt. Ég sé hana fyrir mér í dag á hlaðinu í Koti. Landið falið drifhvítum feldi. Þar opnar hún vænghaf sitt og sameinast fegurð him- insins. Þar á hún heima. Elín Una Jónsdóttir. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Til hinstu hvílu hefur nú lagst mikil sæmdarkona og það er með mikilli virðingu og þakklæti sem kveð ég Katrínu Jónsdóttur frá Langholtskoti. Ég átti því stóra láni að fagna að komast í sveit á unglings- árum mínum til Hermanns og Katrínar. Þegar ég lít til baka er mér ljóst hversu mótandi það var fyrir framtíð mína að kynnast þeim hjónum og fjölskyldu þeirra. Að komast frá götum Reykjavíkurborgar heim í sveitina góðu var ómetanlegt fyrir mig. Ég hafði tækifæri til að læra um lífsins göngu á allt annan hátt en ég hafði þekkti úr borg- inni, lærði um lífið og dauðann í sveitinni, hvernig landið er ræktað, uppskeran og hvernig á að nýta það sem landið gefur af sér. Kyrrðin í sveitinni er mér enn í fersku minni, að um- gangast dýrin og að taka þátt í bústörfum innanhúss sem utan gerði mér gott líkamlega og andlega, gerði mig að sterkum einstaklingi og lagði grunn að góðu og farsælu lífi fyrir mig. Heima í Langholtskoti var gott að vera. Katrín í Koti var einstök kona, tignarleg, glæsileg og virðuleg á öllum stundum. Eftir henni var tekið hvar sem hún fór. Hún var einstök húsmóðir, gestrisin, hæfileikarík og með gott auga fyrir fegurð í öllu formi. Katrín var mér einstök fyrirmynd sem ég hef alltaf lit- ið upp til og enn í dag uppsker ég af því sem ég lærði hjá henni. Á þessari stundu er mér efst í huga þakklæti. Þakklæti fyrir áratuga vináttu og fyrir að taka mér opnum örmum inn á heim- ili sitt og kenna mér að vera sjálfri mér trú, standa á eigin fótum og vera ekki hrædd við að prufa eða læra eitthvað nýtt. Ég er þakklát fyrir að hafa haft tækifæri til að eiga Katrínu sem lærimeistara í lífsins göngu, það hefur einungis kom- ið mér að góðum notum og ég lít á það sem mikil forréttindi. Það er með miklum söknuði að ég kveð elsku Katrínu mína í Koti í hinsta sinn, Guð geymi þig og allar góðu minningarnar. Öllum heima í Langholtskoti sendi ég innilegar samúðar- kveðjur og bið Guð að gefa ykkur styrk. Hvíldu í friði, vina mín. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Hinsta kveðja, Esther Sigurðardóttir, Bandaríkjunum. Dregist hefur hjá mér að minnast Jónu Gróu Sigurð- ardóttur en ég var á ferðalagi um það leyti sem útför hennar var gerð. Í raun- inni mega þessi orð mín heita þakkarkveðja. Svo er mál með vexti að samskipti okkar Jónu Gróu náðu hápunkti í markverðum viðburði sem hún stóð fyrir haustið 1987 og var mér mikið ánægjuefni en jafnframt við- urkenning á málefni sem ég hafði undanfarin ár reynt að vekja athygli á í ræðu og riti. Jóna Gróa, sem var farsæll og duglegur stjórnmálamaður, var þá formaður atvinnumála- nefndar Reykjavíkurborgar. Ég hafði fyrir nokkru sann- færst um að Íslandi biðu tæki- færi með því að verða áfanga- staður og umskipunarhöfn á siglingaleið um Norður-Íshaf milli Atlantshafs og Kyrrahafs. Hugmyndin átti sér nokkurn aðdraganda sem ekki skal rak- in hér en stiklur þróunarsögu hennar má heita að væru haf- ísleiðangur með sovéskum ís- brjóti árið 1982 norður með Austur-Grænlandi, skýrsla um leiðangurinn sem víða fór og ábending japansks hagfræð- ings og lesanda skýrslunnar sem flaug oft yfir Norður-Ís- haf á leið sinni milli Japans og Þýskalands, en kona mannsins var þýsk. Hinn víðförli hagfræðingur skrifaði í bréfi að Ísland gæti orðið í þjóðleið siglingaleiðar um Norður-Íshaf og orðið Hong Kong norðursins. Eftir eins árs hik frá því mér barst ábending þessi og eftir tals- verðan lestur og rannsóknir hóf ég að boða fagnaðarerind- ið. Skemmst er frá að segja að það var mér því hrein sjöunda- himinsopinberun er Gestur Ólafsson arkitekt og skipulags- Jóna Gróa Sigurðardóttir ✝ Jóna Gróa Sig-urðardóttir fæddist 18. mars 1935. Hún lést 17. september 2015. Útför Jónu Gróu var gerð 29. sept- ember 2015. fræðingur kom að máli við mig og til- kynnti mér ákvörð- un þeirra Jónu Gróu að halda mál- þing um málefnið með þátttöku bandarísku og sov- ésku sendiráðanna. Gestur var þá í forsvari fyrir Skipulagsstofu höf- uðborgarsvæðisins. Málþingið 1987 um norðurslóð- ir og siglingaleiðir um Norður- Íshaf var fjölþætt og vakti mikla athygli. Skal hér ekki fjölyrt um framhaldssögu málefnisins en nokkuð þótti okkur samherjum vera þungur róðurinn næstu árin við að vekja ráðamenn af dvalanum. Nú er öldin önnur enda Sov- étríkin fallin og hafísinn snöggtum minni. Jóna Gróa var dugnaðarfork- ur og kom víða við. Auk setu í atvinnumálanefnd Reykjavíkur- borgar var hún m.a. í fræðslu- ráði, í stjórn Veitustofnana Reykjavíkurborgar og formað- ur Ferðamálasamtaka höfuð- borgarsvæðisins. Hún var forystumaður í Sjálfstæðisflokknum og gegndi þar margvíslegum trúnaðar- störfum. Ærin starfa hafði Jóna Gróa á öðrum sviðum vinnu, fé- lagslífs og mannlífs og mætti ætla að ákvörðun um eins dags málþing hér um árið um sér- kennilegt málefni, skipulagning og þátttaka, mætti teljast nokkuð léttvægt í afrekaskrá afkastamanns. En ég get borið um að hún hafði ánægju af að rifja upp stundirnar fyrir liðlega aldar- fjórðungi þegar þau Gestur og ég héldum ráðstefnu um fram- tíðarmál sem þorri manna vissi ekki hvernig ætti að dæma. Með upprifjun þessari minn- ist ég samstarfs sem ég verð ævinlega þakklátur fyrir. Svipaða sögu hafa vafalaust margir að segja um Jónu Gróu. Við fráfall hennar votta ég inni- lega samúð eiginmanni hennar, Guðmundi Jónssyni, og fjöl- skyldu. Þór Jakobsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.