Morgunblaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2015 Grænn markaður ehf. | Réttarhálsi 2, 110 Reykavík | www.gm.is | Sími 535 8500 | info@gm.is Eingöngu sala til fyrirtækja Allt til gjafainnpökkunar Borðar, krullubönd, pappírspokar, sellófan, silkipappír, sellófanpokar, gjafapappír, pakkaskraut, bastkörfur, gjafaöskjur o.fl. o.fl... Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Anna Sigríður Þráinsdóttir,málfarsráðunautur RÚV,er aðeins með eina regluvarðandi mál og mál- notkun og hún er sú að láta ekkert fara í taugarnar á sér. Enskuslettur og tökuorð eru henni að meinalausu og ekki ógn við íslenskuna að hennar mati heldur þvert á móti vitnis- burður um að málið sé lifandi og móttækilegt fyrir nýjum áhrifum, straumum og stefnum, jafnvel þótt þau geti verið hvimleið, ofnotuð og klisjukennd. Samt ræður hún ekki alveg við sig að láta eitt fara í taug- arnar á sér og það er þegar fólk segir „… það fer svo í taugarnar á mér þegar fólk segir …“ og lýsi síðan hversu rangt sé að segja eitt og ann- að. Í huga Önnu Sigríðar er málið yf- irleitt hvorki rétt né rangt, heldur gott eða vont. Hún er lítið fyrir boð og bönn. Það er „Black Friday“ þegar við tölum saman. A.m.k. eftir því sem kaupahéðnar segja okkur. Sam- félagsmiðlarnir loga og Anna Sigríður fylgist spennt með. Mörgum er misboðið og láta fara í taugarnar á sér að ekki sé hægt að nota almennilegt ís- lenskt orð yfir fyr- irbærið. „Leiðinlegt,“ segir hún, „og líka óþarfi. Auglýsendur misskilja þjóðina með því að láta þetta dynja á henni viðstöðulaust í marga daga, þessa ensku sem til er svo augljós þýðing á. Hvað er að svörtum föstudegi, föstu- degi til fjár, svörtumessu og svörtu- föstu? Eða blökkufössara, eins og Bragi Valdimar Skúlason, íslensku- fræðingur, setti á Twitter í morgun? Fössari er nýjasta tískuslangrið yfir föstudaga, sem einu sinni voru stundum kallaðir flöskudagar. Mér finnst að auglýsendur ættu að sýna viðskiptavinum sínum þá virðingu að tala við þá á íslensku, finna upp á ein- hverju frumlegu og skemmtilegu.“ Málvöndunarmenning Anna Sigríður kveðst oft fá þau svör þegar hún gerir athugasemdir við enskuslettur að ekki séu til ís- lensk orð yfir fyrirbærið, konseptið eins og margir segja – og hún fettir ekki fingur út í. „Hér innanhúss eins og raunar í öllu samfélaginu eru oft líflegar umræður um þýðingar og nýyrði ýmis konar. Hashtag og selfie hafa verið til umfjöllunar, orð sem núna hafa fest sig í sessi sem myllu- merki eða kassi og sjálfsmynd, sjálfa eða sjálfhverfa og svo mætti lengi telja. Allt góð og gild orð.“ Þegar Anna Sigríður tók við starfi málfarsráðunautar RÚV fyrir fjórum árum kom henni mest á óvart hversu starfsmenn stofnunarinnar, sama hvaða starfi þeir gegndu, voru metnaðarfullir og opnir fyrir að vanda mál sitt og spyrja ráða. „Áður var ég eins og hver annar útvarps- og sjónvarpsnotandi, oft fussandi og sveiandi yfir málfarinu. Ég var svo- lítinn tíma að átta mig á hverjir komu í gættina hjá mér og spurðu hvort ætti að segja hitt eða þetta svona eða hinsegin, það gat allt eins verið húsvörðurinn eða tæknimaður eins og fréttamaður eða dag- skrárgerðarmaður. Menningin hérna innanhúss gengur út á að gerðar eru ríkar kröfur til máls og málfars. Mikill metnaður og aðhald. Þótt hlustendur og áhorfendur sjái það ekki endilega, gera allir eins vel og þeir geta. Hlustendur heyra vill- urnar en taka ekki eftir góða og vandaða málinu. Og láta okkur óspart heyra það ef okkur verður á í messunni.“ Penna- og símavinir Málfarsráðunauturinn á penna- og símavini út um allar trissur, sem hafa reglulega samband og benda á allt sem miður fer. „Þeir eru á öllum aldri og sumir hringja bara til að spjalla. Margir eru reiðir og búnir að setja sig í stellingar til að skamma mig. Ég var fljót að átta mig á að þetta fólk er bandamenn mínir, fólk- ið sem hlustar á útvarpið, les vefinn og horfir á sjónvarpið. Sjálf kemst ég ekki yfir að hlusta, lesa og horfa á allt. Mér finnst frábært og raunar einn skemmtilegasti þáttur starfsins að vera svona í sambandi við fólkið í landinu og er þakklát fyrir að fá ábendingar um málfar, framburð og þess háttar.“ Þeim ábendingunum sem og sínum eigin kemur hún áleiðis eða tekur þær upp á fundi með hópnum. Starf málfarsráðunautar er enda fólgið í að móta málstefnu, fylgja henni eftir og vera starfsmönnum til ráðgjafar um íslenskt mál. „Ég hef mikið samstarf við fréttamenn í inn- lendum og erlendum fréttum, dag- skrárgerðarmenn og reyndar bara alla starfsmenn. Þegar þeir komast á bragðið finnst þeim ágætt að láta lesa yfir fyrir sig en annars eru flest- ir svo vel máli farnir að ekki er þörf á að lesa allt yfir frá orði til orðs. Allir hafa miklar skoðanir á málinu og málnotkun og hér er oft tekist á um hvernig best sé að orða hlutina, hvað sé rangt og hvað sé rétt.“ Fer málfarsráðunauturinn ekki alltaf með sigur af hólmi? „Ég bakka stundum ef fólk er almennt sammála um að eitthvað eigi að vera öðruvísi en ég vil hafa það svo framarlega sem það stríðir ekki gegn góðu og vönduðu máli. Hérna byggist allt á góðri samvinnu.“ Anna Sigríður vinnur ekki bara á bak við tjöldin. Hún er með eigin þátt, Orð af orði, á Rás 1 kl. 17.20 á sunnudögum og Málskotið í Morgun- útvarpinu á Rás 2 á þriðjudögum. Í báðum þáttunum er komið víða við og velt upp mörgum hliðum málsins, í Málskotinu með dagskrárgerðar- mönnunum, en í Orð af orði hefur hún efnistök alfarið á sinni könnu. Hún fjallar vítt og breitt um mál og málnotkun, brýtur ýmis orð og hug- tök til mergjar, spilar valda tónlist og nýtur liðsinnis Sigrúnar Her- mannsdóttur við upplesturinn. Í síð- asta þætti tók hún til dæmis fyrir helstu orð ársins 2015 í ýmsum mál- um og beindi sjónum sérstaklega að emoji sem Oxford-orðabókin valdi og bregður svo undarlega við að er tákn en ekki orð – bróðir broskarlsins fræga; gleðitárakarl. „Lyndistákn,“ útskýrir Anna Sigríður. Þótt hún hafi verið í valnefnd um fegursta orðið (ljósmóðir) á ís- lensku fyrir tveimur árum, er hún svolítið efins um að fegurðar- samkeppni orða eigi rétt á sér. Hún viðurkennir þó að sér finnist lyndis- tákn býsna fagurt orð. „Mér finnst alltaf skemmtilegt að rekast á orð sem einhvern veginn tala til mín, ekkert endilega óskaplega falleg, því þau geta verið ógnvekjandi eða bara vakið alls konar tilfinningar. Í vinnunni með valnefndinni rakst ég á ein tuttugu slík, en auðvitað fylgdi ég ekki minni skoðun eftir, fólkið í land- inu valdi og rökstuddi sitt val.“ Rökrétt en ekki rétt Fyrir skemmstu fjallaði hún í Orð af orði um tölur, töluorð og beygingu þeirra og velti upp hvort rangt væri að tala um tvo tónleika, þrjá eða fjóra „Ég komst að þeirri niðurstöðu að slíkt væri rökrétt en ekki rétt. Mér finnst mjög gaman að grafast fyrir um ástæður meintra villna, því yfirleitt býr rökrétt skýr- ing að baki. Sjálf lenti ég nýlega í því að segja réttu upp hend í beinni út- sendingu í Málskotinu. Ég leiðrétti mig að vísu en húmoristarnir hérna og fjölskyldan ötuðust í mér og af þessu spruttu miklar umræður með- al hlustenda. Þeim fannst mjög skemmtilegt að málfarsráðunaut- urinn léti svona vitleysu út úr sér. Málfræðingar kepptust hins vegar við að segja að þeim fyndist þetta fyllilega eðlilegt mál. Viðbrögðin sýndu að samfélagið er dómhart og bundið af því að málið sé annaðhvort rétt eða rangt og að tilbrigðin séu takmörkuð – sem er ekki rétt.“ Varðandi „hend-ina“ segist hún einfaldlega hafa vanist því sem krakki að taka þannig til orða. „Ekki er þó við foreldra mína að sakast því ég er alin upp á miklu málvöndunar- heimili og fékk ríkulegan orðaforða með móðurmjólkinni. Ég var ægileg- ur lestrarhestur og langaði að verða bókmenntafræðingur. Síðan snerist mér hugur og ætlaði í tungumála- nám, en gat ekki gert upp við mig hvaða tungumál ég ætti að læra og ákvað að byrja í íslensku í HÍ og fest- ist þar, enda námið bæði skemmti- legt og áhugavert. Hegðun og eðli tungumála er ótrúlega heillandi heimur.“ Heillandi heimur Síðan hefur Anna Sigríður lifað og hrærst í þessum heillandi heimi. Eftir meistarapróf í íslenskri mál- fræði sinnti hún búi og þremur dætr- um í nokkur ár, dreif sig síðan í kennsluréttindanám, bauðst stunda- kennsla við KHÍ um aldamótin þar sem hún varð lektor árið 2003 og síð- an við menntavísindasvið HÍ eftir að skólarnir sameinuðust. Í starfinu sem kennari og á RÚV, finnurðu fyrir auknum áhuga fólks á íslensku? „Landið er fullt af íslensku áhugafólki eins og ég sé best af við- brögðunum við Málskoti og Orð af orði sem og á umræðunum á sam- félagsmiðlunum. Fyrir nokkrum ár- um hefði þó enginn trúað því að sjón- varpsþáttur um íslenskt mál slægi í gegn og fengi Edduna sem skemmti- þáttur ársins tvö ár í röð eins og gerðist með Orðbragð í fyrra og hittifyrra. Umræðan um íslenskt mál hefur oft verið á neikvæðum nótum og hverfst um að allir tali vitlaust og því séum við að missa íslenskuna út úr höndunum á okkur. Orðbragð átti stóran þátt í að breyta þessu viðhorfi og kveikja áhuga fólks og jafnframt fjölmiðla á því skemmtilega og fróð- lega í málinu. Ég er sannfærð um að vænlegra er til árangurs að hrósa og Málhroki er ekki málið Enskuslettur, tökuorð og þágufallssýki eru ekki mesta ógnin sem steðjar að íslenskri tungu. Í huga Önnu Sigríðar Þráinsdóttur, málfarsráðunautar RÚV, er málið hvorki rétt né rangt, heldur gott eða vont. Hún segir íslenskuna mögulega í útrýmingarhættu í sífellt tæknivæddari heimi, þar sem við þurfum að geta talað við snjallsímana okkar, tölvurnar okkar, bílana okkar – á íslensku. Í síðasta þætti Orð af orði var fjallað um orð ársins 2015 hjá Oxford- orðabókunum. Anna Sigríður hafði m.a. eftirfarandi fróðleik fram að færa: „Valið vakti mikla athygli og viðbrögðin voru blendin enda má mögulega segja að brotið hafi verið blað í sögu Oxford-orðabókanna með þessu vali. Því að orð ársins er alls ekki orð heldur mynd, eða öllu heldur myndtákn, og það þykja mörgum tíðindi. Orðið svokallaða er nefnilega það sem stundum er kallað á íslensku broskall auk þess sem stungið hef- ur verið upp á að kalla það tilf í hvorugkyni eða lynd- istákn sem þýðingu á alþjóðlega hugtakinu emoji. [. . .] Þetta er s.s. í fyrsta sinn sem orð ársins er tákn en ekki orð. Orð ársins er ekki þessi hefð- bundni broskall, gula kringlótta andlitið með breiða brosið, heldur bróðir hans sem brosir út að eyrum – eða myndi gera það ef hann hefði eyru – og tárast af gleði. Á ensku er opinbert heiti hans Face with Tears of Joy. Lyndistákn orð ársins ORÐ AF ORÐI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.