Morgunblaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 69
MINNINGAR 69 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 2015 mun alltaf búa að. Eftir fermingu fluttist ég norður í land, fór í menntaskóla og ílentist þar fram til tuttugu og fimm ára aldurs. Á svipuðum tíma flutti amma, þá ekkja, suður. Sambandið varð formlegra en alltaf hlýtt, ég fór í heimsókn þegar ég kom suður og hringdi annað slagið. Eftir að ég sjálfur flutti suður kynntist ég svo Jónu ömmu upp á nýtt sem fullorðinn maður. Þá kom í ljós þrælskemmtileg kona sem hafði unun af því að hlæja og hafa gam- an, kona sem lagði mikið upp úr því að fá afkomendur og ættingja í heimsókn og skörp manneskja sem hafði ákveðnar skoðanir á samfélags- og stjórnmálum. Ég var á öndverðum meiði við hana í pólitík og við gátum sko aldeilis skipst á skoðunum, sem enduðu yfirleitt á sömu setningu hjá henni: „Ég kýs Sjálfstæðisflokk- inn, annars held ég að allt fari bara í vitleysu.“ Þessu fylgdi svo hlátur. Enn hafði hún svo lag á að vísa mér veg og leiðbeina mér um viðeigandi hegðun og talsmáta, en ég á það til að fara fram úr mér á köflum. Það var ótrúlega gaman að fá aftur tækifæri til að gera hana að svo stórum hluta af lífinu eins og raun bar vitni, en sjaldan hittumst við systkinin í Reykjavík án þess að hún væri með. Það var ekki endilega þann- ig að hún amma mín hefði hæst eða sæti í miðjunni, en hún fylgd- ist með og naut þess greinilega að vera í samvistum við okkur af- komendurna. Jóna amma fór frekar skyndilega og skildi okkur afkomendurna eftir óviðbúin. Skarðið sem hún skildi eftir sig verður aldrei fyllt og tungumálið nær ekki fyllilega utan um til- finningarnar sem bærast. Elsku Jóna amma, frá mínum dýpstu hjartans rótum, takk fyrir allt. Jón Eggert Víðisson. Elsku amma mín, ég trúi ekki ennþá að þú sért farin frá okkur. Mér finnst svo sárt að hafa ekki náð að kveðja þig í hinsta sinn. Svona er víst lífið, þegar eitt ljós slokknar þá kviknar annað, eins ósanngjarnt og það er. Þú hefur kennt mér svo margt í gegnum tíðina með jákvæðni þinni og góðmennsku, en þú ert líklega með stærsta hjarta í öllum heim- inum. Elsku amma, þú komst oft norður á Akureyri til okkar, það var alltaf svo gott að hafa þig á jólunum. Þegar ég flutti suður og fór í Hússtjórnarskólann í Reykjavík áttum við nokkrar góðar stundir saman, þú hjálp- aðir mér að klára verkefnin og hafðir svo gaman af því. Það er alltaf jafn sárt að kveðja mann- eskju sem maður elskar af öllu sínu hjarta. Litli langömmust- rákurinn þinn fæddist þann 29. nóvember, hann er dásamlegur og hann mun sofa með yndislegu mjúku dúnsængina sem þú gafst honum rétt áður en þú fórst frá okkur. Elsku amma mín, þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu og ég mun svo sannarlega segja barninu mínu frá langömmu sinni sem fór alltof fljótt frá okkur. Þín nafna, Jóna Brynja, Guð- mundur Óskar og drengur Guðmundsson. Elsku Jóna amma, eða amma í Bolungarvík eins og við kölluðum hana alltaf. Það er með mikilli sorg í hjarta sem okkur systkinin langar að minnast ömmu með nokkrum orðum. Þær eru margar minningarn- ar, en þær fyrstu eru frá því þeg- ar Guðrún Jóna og Heiðmar komu í heimsókn til ömmu og afa til Bolungarvíkur. Að fá að fara ein í flugvélinni vestur var mikið sport og fá að eyða dálitlum tíma með ömmu er minning sem er okkur dýrmæt. Amma stjanaði við okkur og lét allt eftir okkur. Ísrúntarnir voru ófáir, allt sem við báðum um var keypt og við fengum að sofa inni hjá þeim afa á dýnu því það var svo notalegt. Þegar amma flutti suður fór- um við að kalla hana ömmu í Breiðuvík. Við komum reglulega í heimsókn þangað og Hjalti Jón og Heiðrún gistu oft hjá henni í skólafríum. Þá var ómissandi að fá ömmufiskibollur og pönnukök- ur. Ef mann langaði að fá fréttir af ættingjum var tilvalið að fara til ömmu, í vel hituðu íbúðina, og setjast með kaffibolla við eldhús- borðið. Þessar umræður voru oft á tíðum afar skemmtilegar, enda var amma hnyttin með eindæm- um og mikill húmoristi. Oft varð að gera hlé á samræðunum þar sem amma fór í svo mikið hlát- urskast að hún kom varla upp orði. Amma fylgdist vel með fólkinu sínu og öllum barnabörnunum og ekki síður með langömmubörn- unum. Hún var mjög stolt af af- komendum sínum og þegar eitt- hvað stóð til mætti amma, jafnvel þótt það væri norður á Akureyri. Hún mætti í allar útskriftir, fermingar og skírnarveislur, og meira að segja í útskrift Heið- mars þó að engin veisla hafi verið haldin. Amma vildi fagna með okkur og sýna okkur stuðning. Elsku amma, minningin um yndislega, hlýja og góða konu lif- ir með okkur. Hvíldu í friði. Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt Um varpann leikur draumsins perlu- glit. Snert hörpu mína, himinborna dís, og hlustið, englar guðs í Paradís. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) Guðrún Jóna, Heiðmar, Hjalti Jón og Heiðrún. Jóna mágkona mín hefur kvatt eftir stutt en erfið veikindi. Þótt ýmsir krankleikar hafi hrjáð hana illa og lengi var henni nú kippt út úr daglegu lífi nánast fyrirvaralaust og á svip stundu. Jóna ólst upp í Bolungarvík og var elst í stórum systkinahópi. Þar var hún fremst meðal jafn- inga, góð fyrirmynd og naut verðskuldaðrar virðingar fjöl- skyldu og vina. Hún var sterkur persónuleiki, fjölskyldumann- eskja ásamt því að vera afar flink og dugleg við allt sem viðkom heimili og hússtjórn. Enda valdi hún sér aðallega störf í eldhúsum og mötuneytum á starfsferli sín- um. Þá var hún höfðingi heim að sækja og gestrisin mjög. Jóna var greind kona, fylgdist vel með fréttum, hafði ákveðnar skoðanir á mönnum á málefnum og stóð fast við sinn keip. En líf hennar var ekki alltaf dans á rós- um. Þurfti hún að klífa margan mismunandi klettinn á lífsleiðinni og fór ekki varhluta af sorginni. Það vitum við vel sem til þekkj- um, en þrjú af systkinum hennar létust á voveiflegan hátt og sjálf varð hún ekkja aðeins 55 ára gömul. En undir niðri var þessi lífs- reynda manneskja hláturmild, hafði létt yfirbragð og sagði skemmtilega frá. Margar sögur af þeim hjónum eru þekktar í fjölskyldunni og varðveitast í minnum okkar, en þau voru snill- ingar bæði tvö í að gera grín að sjálfum sér, krydda frásagnir og sjá spaugilegu hliðar tilverunnar. Mér finnst eins og Jóna hafi alltaf verið í fjölskyldunni. Smá- stelpa flutti hún með foreldrum sínum frá Ólafsfirði til Bolung- arvíkur og kom heim til okkar í byrjun. Ég man hvað ég heillað- ist af norðlenskunni hjá Halldóru mömmu hennar þegar hún spurði Jónu hvort hún vildi „mjóóóólk“. Seinna keyptu þau húsið af for- eldrum mínum þegar við fluttum yfir götuna og samgangur varð töluverður. Þá voru þau Jón Eggert bróðir minn kornung þegar þau stofnuðu fjölskyldu og byrjuðu að búa. Ómögulegt er að ræða um annað þeirra hjóna án hins, svo samofið var líf þeirra í huga mínum, en Nonni féll frá langt um aldur fram, aðeins 58 ára gamall. Samband Jónu við foreldra mína var afar gott og farsælt, ríkti þar gagnkvæm væntum- þykja og virðing og reyndist hún þeim sem tryggasta dóttir. Hún segir í minningargrein um pabba að hann sé sá mesti öðlingur sem hún hafi þekkt og um mömmu að hún hafi reynst henni vel og sem besta móðir. Með elsku Jónu okkar höfum við systkinin deilt gleði og sorg- um gegnum mörg ár. Við kveðj- um hana nú með þakklæti í huga og virðingu og látum góðar minn- ingar tala sínu máli. Megi ljós og friður vaka yfir öllu hennar fólki. Halldóra Sigurgeirsdóttir. Elsku Jóna, nú er því miður komið að því að kveðja um sinn og þakka fyrir þau forréttindi að hafa fengið að kynnast þér. Þú varst dásamlega yndisleg og ljúf og góð við alla og barst einstaka umhyggju fyrir þínu fólki. Það var alltaf svo gott og notalegt að koma til þín og öllum leið vel í þinni návist. Minningarnar eru margar og allar góðar, ég geymi þær í huga mínum og hjarta og minnist þín með hlýju. Þú varst einstök og mér þykir óendanlega vænt um þig. „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez) Ég bið góðan guð að gefa ást- vinum og ættingjum elsku Jónu styrk í þessari miklu sorg. Sigurborg. inn. Þegar byrjað var að kólna var hún komin í blágrænar dopp- óttar flísnáttbuxur, keyptar í Bandaríkjunum, undir náttkjól- inn. Þessi múndering er mögu- lega það krúttlegasta sem ég hef séð. Þegar maður kom í heimsókn var alltaf kaffi og alls kyns sæta- brauð á boðstólum. Hún bar ofan í mann mat þangað til maður gat ekki meir en þá bað hún mann að fá sér nokkra bita til viðbótar. Veislur ömmu í Skriðustekknum voru engum líkar en amma var víða öfunduð vegna hæfileika í marengskökugerð. Á jólunum gat maður verið viss um að fá jólaandann yfir sig með að fara í heimsókn til ömmu því í kringum hátíðirnar breyttist húsið í jólaland með íburðarmikl- um skreytingum. Í miðri stofunni var alltaf stórt og fallegt jólatré með blikkandi LED-jólaengli efst – við blikk engilsins voru jól- in komin. Amma þekkti alla. Það var ekki hægt að fara með henni í Kringluna án þess að þurfa að stoppa á nokkurra metra fresti til að heilsa upp á mann og annan. Hún þekkti alls konar fólk og gerði aldrei greinarmun á fólki. Í verslununum þekkti amma starfsfólkið persónulega og var að sjálfsögðu með afslátt í öllum verslununum. Til að mynda þá hélt sami starfsmaður í matvöru- verslun besta rauðkálshausnum fyrir hana fyrir hver einustu jól. Þegar amma kom í verslunina fór starfsmaðurinn sérstaka ferð til þess að sækja rauðkálshausinn hennar Sellu sem hann var jú bú- inn að taka frá. Ótrúlegt þótti mér alltaf að hún mundi allt um alla; hvað væri að gerast í lífi hvers og eins, hve- nær stórir viðburðir væru vænt- anlegir, hvaða próf maður var að fara í og hvar vinkonur manns byggju. Henni fannst þetta allt vera jafn merkilegt. Á heimili hennar var líka stöðugur gesta- gangur og allir höfðu gaman af að kíkja í kaffi til að spjalla. Hún var alltaf til í að hlusta á ný sjónar- mið og taka við nýju fólki með mismunandi viðhorf með opnum hug. Amma var mjög hress og ákvað að horfa á jákvæðu hlið- arnar í fari fólks og í öllum að- stæðum. Hún hélt sér í formi með því að gera morgunleikfimina í útvarpinu, taka stuttan vals við tónlistina sem hljómaði í eldhús- inu eða með því að stökkva af stólum á gamals aldri. Amma sagði alltaf að sama hvað kemur upp á í lífinu á maður bara að sigla í gegnum það, læra af því, ekki dvelja of lengi við og halda ótrauður áfram. Elsku amma, ég mun sakna þín svo mik- ið. Hvíldu í friði og kysstu afa frá mér. Ég veit að þið eruð samein- uð á ný. Sesselja G. Vilhjálmsdóttir. Við þessi kaflaskil rifjast upp ótal minningar. Ein af þeim er hvað mér fannst merkilegt að fara með ömmu í bæinn þegar ég var lítill. Hún virtist þekkja alla, alls staðar, sama hvert leiðin lá og fannst mér, litla guttanum, það ansi merkilegt. Ég skildi þetta þó betur þegar ég varð dá- lítið eldri. Amma var nefnilega mikill meistari í mannlegum sam- skiptum og hún átti mjög auðvelt með að lesa í fólk og aðstæður og hrífa fólk með sér. Hún skildi þetta allt svo vel, hún var gríð- arlega klár, einstaklega góður mannþekkjari, mannglögg og fljót að átta sig á hlutunum. Amma var mjög glæsileg kona, sama hvernig á það er litið. Hún hafði að bera mikla persónutöfra og heyrði ég oft sagt hvað hún Sella amma mín væri nú alltaf glæsileg og heillandi. Hún hafði einnig til að bera mikinn innri og ytri styrk sem aðrir leituðu í. Ætli orðin klettur í hafi lýsi henni ekki einna best. Það er ekki auðvelt að kveðja þann sem hefur verið mér svo kær í gegnum lífið og veitt mér svo mikla ást og hlýju. Í hvert skipti sem ég hitti ömmu eða kvaddi þá tók við einlægt, hlýtt faðmlag þar sem mikil væntum- þykja skein í gegn. Nú eru hún og afi, elsku Mummi hennar, orðin sameinuð á ný, ásamt Jóni Ólafi, Helga og öðrum nánum ástvinum þeirra. Það hafa án efa orðið miklir fagnaðarfundir og vel tek- ið á móti henni. Það var margt hægt að læra af ömmu og kenndi hún mér margt með visku sinni og kærleik. Fyrir það er ég mjög þakklátur og eftir sitja minningar um einstaka manneskju og kraftmikla per- sónu sem ég er stoltur og þakk- látur fyrir að hafa átt að í gegn- um tíðina, hana Sellu ömmu. Takk fyrir allt, elsku amma mín. Þinn dóttursonur, Hannes. Elsku hjartans góða, jákvæða og sterka amma okkar er fallin frá. Við minnumst ömmu sem sterkrar konu sem alltaf var gott að koma til. Svo hlý og góð. Þær eru ófáar veislurnar sem voru haldnar í Skriðustekknum hjá ömmu og afa. Alltaf svo mikið líf og fjör og veislurnar hinar stór- glæsilegustu hjá þeim hjónum. Minnisstæðasta setningin sem flestir muna örugglega er þegar amma sagði: „Fáið ykkur endi- lega meira,“ þótt allir hafi verið búnir að fá sér þrisvar á diskinn og ekki hafi sést högg á vatni á veisluborðinu. Við munum eftir ömmu svo glæsilegri alla tíð, hárið vel upp sett og klæðnaður óaðfinnanleg- ur. Helst minnti hún á hefðarfrú í útliti en undir var geislandi kímin og skemmtileg kona. Hún vatt svo svuntunni um mitti sér og galdraði fram veislumat eða stór- ar hnallþórur á veisluborð. Við systkinin vorum svo hepp- in að eiga góðar og reglulegar stundir með ömmu og afa um margra ára skeið sem eru okkur afar dýrmætar í dag. Til fjölda ára áttum við fjölskyldan ljúfar stundir saman í hverri viku þar sem við borðuðum ljúffenga pizzu sem pabbi bakaði af sinni al- kunnu snilld. Pizzurnar voru með því betra sem amma fékk og voru þessar stundir okkar saman algerlega ómissandi. Þarna var margt spjallað og margar hugmyndir kviknuðu. Elsku amma, við munum ávallt sakna þín og minnast þeirra góðu stunda sem við áttum með þér. Elsku Stefanía, Kristín og Sig- ríður, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Elsku amma, hvíl í friði. Þín sonarbörn, Anna María, Eva Rakel og Guðmundur Anton. Hér kveðjum við elskulegu frænku okkar hana Sesselju Sig- urðardóttur, eða Sellu eins og við kölluðum hana ávallt. Systkinin voru þrjú, þau Sella, Gummi og Finni eins og þau voru ávallt kölluð, en Sella var elst af þeim. Móðir þeirra systk- ina dó ung og tók Sella snemma við móðurhlutverkinu aðeins 16 ára gömul og upp frá því hugsaði hún ávallt vel um bræður sína og gerði það með sóma. Núna eru systkinin öll farin á vit betri heima. Það rifjast upp fullt af góðum minningum á kveðjustund, t.d. allar þær skemmtilegu heim- sóknir sem voru farnar til Reykjavíkur og oftast var komið við í Hlíðagerði. Heimili Sellu og Mumma var ávallt vinalegt og alltaf töfraði Sella fram gómsætar kökur, heitt súkkulaði o.fl. Mikið var spjallað um lífið og tilveruna og ávallt minnti Sella okkur á mikilvægi þess að hugsa vel um fjölskylduna. Það var mikið spjallað og hlegið við eld- húsborðið og oft var framtíðin skoðuð en Sella hafði gaman af að spá í bolla og auðvitað var hellt upp á sterkt, svart spákaffi og við biðum spennt eftir spá- dómnum frá Sellu frænku. Heimsóknirnar til Sellu og Sigríðar í Skriðustekkinn hafa verið margar og skemmtilegar í gegnum tíðina. Sella var alltaf með föstudagsmorgunkaffi fyrir fjölskyldu sína og erum við syst- ur svo heppnar að hafa fengið að njóta þeirra stunda. Sella var mjög frændrækin og hélt vel utan um fjölskyldu- tengslin, hún hringdi t.d. alltaf í okkur systur á afmælisdegi föð- ur okkar 2. nóvember til að óska okkur til hamingju með daginn. Líf Sellu frænku var ekki allt- af auðvelt og margir hefðu bug- ast við minna mótlæti. En ekki Sella frænka, hún var kletturinn í lífi fjölskyldunnar og tók hlut- unum af æðruleysi. Hún var okk- ur yndisleg og munum við sakna hennar óskaplega mikið. Elsku Stefanía, Kristín, Sig- ríður og fjölskyldur, innilegar samúðarkveðjur og megi Guð vera með ykkur. Helga og Sólveig Guðmundardætur. Elsku Sella mín. Komið er að okkar kveðjustund. Eins og við erum búnar að vera samrýmdar á okkar ævigöngu er sárt og erfitt að lúta þessum vilja Guðs. Þú átt- ir svo fallegar dúkkur sem pabbi þinn færði þér frá útlöndum. Móðureðlið var sterkt og ég mátti ekki leika með þær. Þá kom sér vel að mamma þín, Helga, var góð frænka og hleypti mér inn í dýrðarríki þitt þegar þú varst ekki heima. Einu kvaðirnar voru að raða þeim „nákvæmlega“ í sama horf. „Hún mamma er allt of góð við þig. Ég veit að þú varst að leika við dúkkurnar mínar“ eru köll sem að óma ljúflega í eyr- um mínum í dag. Ég gat því mið- ur aldrei verið nógu „nákvæm“. Það var rík þörf hjá þér að siða mig vel til. Mér bar að vera „fín“ og sitja prúð. Gera þetta svona en ekki hinsegin. Og stundum var nauðsynlegt að klípa og snúa upp á til að skilaboðin næðust örugg- lega í gegn. Þú varst líka fjórum árum eldri og hvað gat ég annað en hlýtt? En engin var eins góð og hjálpsöm og þú þegar á reyndi. Ég og mín fjölskylda öll munum ekki gleyma hversu hlý- lega þú tókst á móti mér og minni fjölskyldu þegar við fluttumst bú- ferlum frá Kanada til Íslands á árunum 1960-1961. Vinur í raun er sannur vinur segir máltækið og það varst þú, Sella mín. Sumir kölluðu þig „Sella litla“ en í mín- um augum varst þú ávallt stóra númerið. Guð blessi þig nú, Sella mín, og hvíl þú í Guðs friði. Ég hlakka til og megi endurfundir okkar verða með Mumma þínum og Gretti mínum og við fáum okkur gott kaffi og meðlæti. Þín litla frænka, Erna, og hennar börn, Geir Jón, Margrét, Regína og Grettir. Smáíbúðahverfið á sjötta og sjöunda áratugnum einkenndist af frumbýlingsbrag, ókláruðum húsum og ungum fjölskyldum. Í þá daga léku börnin utandyra frá morgni til kvölds. Ungu mæðurn- ar fylgdust vel með út um eldhús- gluggann og kölluðu á börnin í mat eða í háttinn. Þegar mæð- urnar komust frá pottunum sáust þær á gangi í forarleðju á leið í innkaupaferð til kaupmannsins á horninu. Engin kona á bíl. Feð- urnir voru fyrirvinnur og sáust því sjaldnar. Mæðurnar voru sannkallaðir framkvæmdastjórar í litlu húsunum í hverfinu. Þær ólu upp börnin, þvoðu þvottana, aðstoðuðu við heimalærdóm, saumuðu fötin og sáu um tvær heitar máltíðir á dag. Stundum myndaðist smuga fyrir kaffisopa hjá nágrannakonu. Það sem ein- kenndi þær einna helst var að þær voru ávallt með faðminn út- breiddan fyrir ungana sína. Einn slíkan faðm átti hún Sella, kær vinkona fjölskyldunnar og trún- aðarvinkona móður minnar heit- innar. Þrátt fyrir eril í amstri dagsins var eftir því tekið hversu glæsileg hún Sella var. Jafnvel á leið út í búð leit hún út eins og drottning. Miðað við glæsileik- ann var ekki hægt að sjá að hún hefði nokkurn tíma þurft að dýfa hendi í kalt vatn. En það var öðru nær. Ég þekki enga manneskju sem hefur upplifað eins alvarleg áföll í lífinu. En alltaf stóð Sella upp aftur og það með slíkri reisn að það hafði eins og smitandi lækningamátt á aðra. Hún var greind kona og andlega þenkj- andi. Hún var trú og trygg; hringdi árlega síðustu fimmtán ár á afmælisdegi mömmu til að minnast vinskapar þeirra. Það var alltaf gaman þegar Sella kom í morgunsopa í gamla daga. Ég heyri fyrir mér hlátra- sköllin innan úr eldhúsinu þar sem vinkonurnar voru að gera að gamni sínu. Það sem kallaðist að kíkja í heimsókn og þiggja „tíu dropa“ þýddi gleði og kátína. Eft- ir kaffisopann var lesið í dropana tíu úr skjannahvítum kaffibollum og þá hækkuðu hlátrasköllin. Útbreiddi faðmurinn hennar Sellu átti eftir að stækka og verða að miklu vænghafi þegar við bættust barnabörn og barna- barnabörn. Það færðist ávallt bros yfir hana og þakklætissvipur þegar hún minntist á sinn glæsilega ættboga. Hún var stolt af fólkinu sínu. Fjölskylda mín hefur átt vin- áttu Sellu og fjölskyldu í áratugi. Það ber að þakka. Guð blessi minningu góðrar vinkonu. Ásdís Emilsdóttir Petersen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.